Líf hans líkt og annarra hafði staðið af sigrum og ósigrum, líf hans hafði staðið af degi og nótt. Líf hans hafði endað líkt og líf annarra, bara á annan hátt.
Þegar hann gekk niður götuna á kvöldin leit engin við honum, það virtist enginn sjá hann. í augum heimsins var hann ekki til.
Augu hans tóm, húðin hvít, og andráttur grunnur og hægur.
Hann hafði eitt sinn átt allt, nú var hann tómið sjálft.
Þau ár sem hann hafði lifað með konu sinni og ungum syni, aðeins gömul minning greypuð inn í höfuð hans,
Hann man eftir Henni, konunni sem hann gekk að eiga, sem ól honum yndislegan son.
En allt er falt og þegar sjúkdómur tók þau ásamt mörgum öðrum, þá hvarf hann inn í sjálfan sig, til að finnast aldrei aftur.
Hann felldi tár hvert kvöld, hvern dag, í 20 ár. og samt hélt hann áfram að lifa, hann gat ekki tekið sitt eigið líf, sama hversu fjallið var hátt, eða brekkan brött. Hann neitaði að gefast alveg upp.
Hann vaknaði einn dag við það að sólargeislarnir kítluðu andlit hans og hann settist upp til að finna að sú kvöl, sem hafði bærst í brjósti hans í svo langan tíma, var nú ekki til staðar lengur, og hann steig upp, og þennan dag leit fólk í augu hans og sá von sem ekki hafði sést áður.
Hann gekk beinn í baki, bar höfuð hátt. Hann gat ekki farið til fjölskyldunnar án þess að lifa lífinu, hann hafði ekki samvisku né þor í það.
Svo niður götuna hann gekk í átt að framtíð sem hafði legið í myrkrinu. Fullur af þrótt fékk hann vinnu, hann eignaðist peninga, glæsilegt hús, en fjölskylduna fékk hann aldrei.
og eru árin helltust yfir og brúna hárið varð grátt, þá lá hann í rúminu sínu með vin sér við hlið og sagði rámri rödd, “ég get núna litið til baka og ekki séð eftir neinu sem ég hef gert, sumu hefði ég viljað breyta, en þá væri ég ekki hér í dag, á leið til fjölskyldunnar.” og þegar hann sagði þessi orð við mig og lokaði augunum og hætti að anda, þá vissi ég hvað ég þyrfti að gera til að lifa hinu fullkomna líf. Deyja án eftirsjár, lifa eins og lífið bíður uppá og aldrei gefast upp, þá mun ég lifa fullkomnu lífi.
Þannig lifi ég í dag, og þó sum gangi illa, þá hugga ég mig við það, að dag einn mun ég hverfa til þess sem í lífi mínu var mér kærast.