Gömul kona kom í búð eina, sem var hrörleg, lítilfjörleg og ógeðsleg. Fyrir framan búðarborðið stóð feiti kaupmaðurinn með óhreina svuntu á maganum. Tvær hefðarfrúr stóðu yfir kjötborðinu og leituðu að góðum kjötbitum. Þær gengu ekki frá eftir sig eins og flestir gera en héldu áfram að tala saman. Lengi beið kerlingin gamla eftir að fá afgreiðslu. En á meðan hún beið tók hún eftir kartöflupoka sem stóð við skítugan búðargluggann. Hún gekk að búðarglugganum og tók upp kartöflupokann. Tók hann með sér yfir að búðarborðinu og lagði hann á gólfið.
„Hvað kostar þessar?” Spurði hún og benti á kartöflupokann.
„Sextíu krónur, tuttugu og einn eyrir,” svaraði kaupmaðurinn og brosti.
Kerlingin leitar í öllum vösum en finnur bara fimmtíu og fimm krónur. Kaupmaðurinn var farinn að ókyrrast og farinn að þurrka sér um hendur í óhreinu svuntuna.
„Því miður á ég bara fimmtíu og fimm krónur,” sagði kerlingin og varð döpur á svipinn.
„Gerir ekkert til,” sagði kaupmaðurinn, „Ég gef þér afslátt upp á fimm krónur og tuttugu og einn eyrir,” bætti kaupmaðurinn við.
„Æ! Mikið ertu nú sætur,” svaraði kerlingin og rétti honum fegins hendi peningana. „Guð veri með þér,” bætti hún við og tók upp kartöflupokann.
„Þakka þér kærlega fyrir og góða ferð heim,” svaraði kaupmaðurinn og setti peningana í kassann með bros á vör.
Kerling fór glöð í bragði heim á leið með kartöflupokann í hendinni. Hún var stolt þegar hún sá fólkið horfa á stjóra kartöflupokann sem hún var með í hendinni, hún brosti út undir eyru til þeirra og einstaka sinnum kinkaði hún kolli.
Ekki hafði kerling gengið lengi þegar hún mætti aldargömlum vini sínum.
„Þú að kaupa kartöflur!” Sagði hann hissa og tróð gömlu pípunni upp í kjaftinn.
„Já Tómas minn, ég keypti kartöflur og ég fékk afslátt upp á fimm krónur tuttugu og einn eyrir hjá kaupmanninum, það fá ekki allir afslátt hjá kaupmanninum eins og þú veist Tómas minn,” svaraði hún stolt.
„Mín seig. Vonandi smakkast kartöflurnar vel,” svaraði Tómas og bætti við: „Jæja vina ég þarf að þjóta, bið að heilsa Guðmundi og vonandi sjáumst við síðar,” sagði hann og gekk burt með reykinn á eftir sér úr pípunni.
Áfram heldur hún áfram ferð sinni heim á leið í kotið sitt gamla. Við pósthúsið stendur gamli póstmeistarinn og tottar gamlan vindil síðan 1858. Hann tekur eftir kerlingunni og lyftir upphattinum sínum eins og hann gerði alltaf þegar kerling gekk framhjá pósthúsinu.
„Daginn frú,” sagði póstmeistarinn.
„Daginn póstmeistari.”
„Þér eruð með fínan kartöflupoka,” sagði póstmeistarinn og setti húfuna sína aftur á hausinn.
„Og góðar kartöflur,” bætir sú gamla við.
„Það er bréf til þín. Bíddu! Ég ætla að skjótast inn og ná í það,”
Hún beið óralengi, henni var farið að langa heim og borða glænýjar kartöflur með sméri.
Loksins kom póstmeistarinn út með lítið og ræfilslegt umslag sem hafði komið frá sjálfri höfuðborginni. Póstmeistarinn rétti henni umslagið og kerlingin tók við því og stakk því í kjólvasann sinn.
„Takk fyrir póstmeistari,” sagi hún.
„Það var ekkert frú mín,” sagði póstmeistarinn og tók ofan gamla húfuræksnið sitt sem var orðið eldra en hann sjálfur.
Nú hafði kerlingin gengið lengi, lengi. Loksins sá hún gráa kofann sinn sem stóð á lítilli hæð hinu meiginn við lækninn. Fyrir framan kofann var sauðfé á beit.
Kerlingin stoppar og setur frá sér kartöflupokann því hún var orðin þreytt, einnig hafði kartöflupokinn tekið vel í höndina á henni. Hún horfði á kofann sinn í fjarska.
Kerlingin fór að hugsa um bréfið og varð æ meira forvitinn hvað í því stæði. Hún lagði frá sér kartöflupokann og þurrkaði svitann sem var kominn á ennið með gömlum tóbaksklút. Síðan stakk hún hendinni í kjólvasann sinn og tók upp umslagið. Hún reif það upp og tók upp bréfið, í sama mund byrjaði að gera vind en kerlingin lét það ekki á sig fá og opnaði bréfið. Þegar hún var byrjuð að lesa bréfið kom sterkur vindur sem náði að taka bréfið úr hendinni á henni. Það fauk eins og laufblað út í bláinn.
Fyrst reyndi kerlingin að hlaupa á eftir bréfinu en sá að það gekk ekki. Vonsvikinn gekk hún til baka að kartöflupokanum. Hún tók hann upp og hélt áfram sinni göngu heim á leið og gekk rösklega þó vindurinn tæki í kartöflupokann í verstu kviðunum.
Hún opnaði dyrnar að kofanum sínum og gekk inn. Hún setti pokann við gömlu eldavélina. Hún fór að laga kaffi fyrir Guðmund, bónda sinn. Einnig bætti hún við hitann í kofanum því inni var frekar kalt og henni var ennþá kalt eftir gönguna í vindinum.
„Viltu kaffi Guðmundur minn?” Spurði hún.
„Jamm,” var eina svar hans.
Hún tók kaffikönnuna og krúsina, setti krúsina á borðið og helti úr kaffikönnunni í krúsina sem Guðmundur var vanur að drekka úr. Síðan náði hún í mjólk, sykur út í kaffið og nokkrar elliærar kleinur.
Kerlingin fylgist með bónda sínum setja sykur í kaffið og hræra í því. Guðmundur var vanur því að hræra vel og lengi í kaffinu sínu áður en hann myndi drekka það.
Hún sest fyrir framan Guðmund sinn og var farinn að verða spennt og ókyrrast en sagði samt ekki neitt. Guðmundur tók ekki eftir neinu heldur sötraði kaffið og hámaði í sig fleiri kleinur.
Kerling stenst ekki lengur mátið og spyr: „Hvernig er það með þig Guðmundur minn, tekur þú ekki eftir neinu hérna inni?”
„Nei er það nokkuð að sjá?” Spyr Guðmundur á móti og snýtti sér í gamla vasakútinn sinn.
Hún var ekkert nema hneykslunin og leit á hann með sínum bláu augum. Síðan breyttust þessi bláu augu í reiðileg augu.
„Ég var að versla,” sagði hún og hélt áfram: „Ég var að kaupa þennan fína kartöflupoka.”
„Nú,” umlaði Guðmundur og hélt áfram að smjatta á kleinunni.
„Og ég fékk afslátt,” hélt hún áfram.
„Afslátt” spurði Guðmundur hissa og bætti við: „Hver gaf þér afslátt?”
„Nú auðvitað kaupmaðurinn,” sagið kerlingin og hélt áfram: „Ég fékk afslátt upp á fimm krónur og tuttugu og einn eyrir,” sagði hún og horfði á bónda sinn sötra restina af kaffinu ásamt síðustu kleinunni.
„Það var nú frekar fátækur afsláttur.” svaraði Guðmundur og hóstaði.
„Afsláttur er afsláttur Guðmundur minn,” sagði kerlingin hneyksluð og horfði á bónda sinn illu augnaráði.
Kerlingin stóð upp og tók kartöflupokann af gólfinu og skellti honum á borðið fyrir framan Guðmund sinn. Guðmundur stóð rólega upp og horfði á kartöflupokann með sínum kolamola augum.
Hún gerði gat á kartöflupokann og ákvað að sína Guðmundi sínum hve góð kaup það væri í þessum kartöflum. Hún gerði gat á kartöflupokann og tók nokkrar kartöflur úr honum. Þefaði af kartöflunum og skoðaði þær í krók og kima.
Guðmundur tók upp sinn gamla og lúna vasahníf, tók fimm kartöflur úr kartöflupokanum og skar þær í tvennt. Eftir að hafa skoðað þær í smá stund undir augnaráði konu sinnar sagði hann: „Góð kaup, já,” hann þagði í smástund.
„Þær eru handónýtar kerling,” sagði Guðmundur og stakk vasahníf sínum í rassvasann.
Kerling var hissa.
„Þarna lék hvelvítis kaupmaðurinn á þig og það duglega kerling. Hann lék sér að þinni heimsku. En sú smán! En sú smán!” sagði hann og settist aftur niður á stól sinn við borðið.
„Hvernig í ósköpunum átti ég að vita að þessar kartöflur væru handónýtar?” spurði hún.
„Skoða þær kerling! Skoða þær áður en þú kaupir þær,” sagði hann og fussaði og sveiaði að sveitamannasið.
„Hvað getum við gert?” spurði hún og leit niður á gólfið skömmustulega.
„Ætli við reynum ekki að gera gott úr þessu fyrst svona er í pottinn búið, kerling,” svaraði Guðmundur.
„Við gætum tekið skemmdirnar í burtu úr öllum kartöflunum og svo getum við notað þetta sem hænsnafóður fyrir hænurnar. Ég held að þeim þætti gott að fá tilbreytingu frá því sem þær éta daglega,” bætti Guðmundur við og stóð upp og setti hálfu kartöflurnar sem hann hafði skorið í kartöflupokann aftur.
„Þetta ætti að kenna þér kerling að ekki er allt sem sýnist hjá kaupmanninum,” sagði hann og lokaði kartöflupokanum og setti hann við hliðina á eldavélinni.
„Já þetta var gott á mig og góð lexía fyrir mig líka,” sagði kerlingin.
„Kom póstur til okkar?” spurði Guðmundur.
Kerlingin roðnar og lítur undan skömmustuleg.
„Nei! Enginn póstur,” svaraði hún.
„Jæja bréfasnifsið hlýtur þá að koma á morgun,” sagði Guðmundur og stundi.
Síðan gekk Guðmundur inn í svefnherbergið án þess að mæla meira af munni og lagðist í fletið sitt. Það gerði einnig kerlingin hans eftir að hún hafði lokið húsverkum sínum. Hún var orðin nefnilega þreytt eftir erfiði dagsins og vonbrigðin sín.
Næstu daga var veisla hjá hænunum. Því þær fengu ekki alltaf sitt hefðbundna hænsnafóður því af og til var þeim gefin kartöfluskammtur og þá fannst hænunum eins og þær væru komnar í paradís.