Stefnumótið (Kafli 2) “Relax, take it easy…” Heyrist sungið í útvarpinu við rúmstokkinn.
Ég hrekk upp af góðum og ljúfum draumi, mig dreymdi draum, mig dreymdi draum um stúlku, stúlku á kaffihúsi, eða hvað? Ég sest rólega upp, kíki á klukkna, hún er orðin hálf þrjú. “Shit ég er orðinn seinn í vinnuna.” Hugsa ég og er með stírurnar í augunum og ráðavilltur og ringlaður. Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð.
Ég dreif mig í fötin og stökk niður og útí bíl, svangur og illa lyktandi. Ég stakk lyklinum í startið, kveikti á miðstöðinni og lagði hausinn aftur. Ég hrekk upp! Ég hafði sofnað þarna í um þrjátíu mínútur. Mig dreymdi sama draum og um nóttina, eða hafði þetta gerst?
Ég ákvað að taka upp símann og fletta niður símaskrána í símanum. Jú, þarna er hún, Helga – 8487474.
Þarna sat ég, starandi á nafnið hennar og símanúmer og loks eftir að hafa verið frosinn í nokkrar mínútur ákvað ég að leggja af stað, keyrði niður í vinnu á mettíma. En hvað er nú þetta? Lokað? Ég leit á dagatalið, sunnudagur? Ég blótaði sjálfum mér sundur og saman. Ég keyrði beint heim í reiðiskasti. Ég var alveg að springa úr reiði, ég fann hvernig æðarnar þenndust út. Ég skellti hurðinni á eftir mér og rauk inná bað. Klæddi mig úr fötunum og beint í sturtu. Á meðan ég stóð þarna í sturtunni að þrífa af mér skítinn, þá hugsaði ég með mér. Var þessi stelpa raunveruleg? Eða var þetta allt saman bara einn stór draumur? Eftir að hafa verið í sturtunni í dágóðan tíma, ákvað ég að fara og klæða mig á ný. Gekk inní eldhús, leiður í bragði en hreinn, lagaði mér kaffi og settist niður og byrjaði að flétta Fréttablaðinu. Ég fór beint á íþróttasíðurnar, mínir menn í Arsenal að gera það gott, ég fæ ánægjutilfinningu. Eftir að hafa flétt blaðinu fram og til baka ákvað ég að standa upp og út í göngu túr til að létta skapið. Ég labbaði aðeins frá húsinu og hugsa, “Hvert ætti ég nú að arka?” Ég hugsa mig um á meðan ég geng, og ákvað svo að lokum að setjast niður í listigarðinum. Ohh, fagur fuglasöngur allt um kring og börn að leik. Fiðrildi sveifa um og veðrið yndislegt, það er komið sumar. Ég hugsa um drauminn, raunveruleikann, eða hvað sem þetta var, ég var að hugsa um þessa yndislegu stelpu.
Þá rifjast upp fyrir mig þetta í morgun, hún var raunveruleg, ég var með númerið hennar í símanum mínum. Ég tek upp símann og finn númerið. Ég horfi á númerið dágóða stund og ekki leið að löngu að ég ákvað að láta vaða. Hugljúf og góðleg rödd svarar, “Hæ, Helga hér.” Segir röddin, ég finn hvernig svitinn byrjar að leka á ný, þetta var þá raunverulegt, ég sama útúr mér stressaður, “H-hæ, S-sigurður heiti ég, a-af kaffihúsinu í g-gær.” Hún hlær lágt og spyr hvort ég sé nokkuð stressaður, og ég játa.
Nokkrar sekúndur líða og ég segi svo, “Værir þú til í að hitta mig aftur eitthverntíman? Kannski í kvöld?” Hún hugsar sig um í dálitla stund og segir svo, “Jújú, af hverju ekki? Ég losna snemma úr vinnuni og svona.” Við ákveðum að hittast á veitingarstaðnum, Rómantískar stundir, sem er niðrí miðbænum. Við kveðjumst og ég ákvað að labba heim og gera mig til fyrir kvöldið. Klukkan er orðin margt, senn fer að lýða að kvöldmat. Ég stekk í sturtu í annað skipti þennan daginn. Og útí bíl. Ég ákvað að kaupa eitthvað handa konu drauma minna. Ég keyri smá rúnt um bæinn og á meðan hugsa ég hvað sé hentug gjöf, rós varð fyrir valinu. Ég haskaði mér niðrí bæ í leit að veitingarstaðnum og ekki leið að löngu er ég fann staðinn. Ég geng inn og þarna situr hún. Í sínu fínasta dressi, liðað hárið og falleg að vanda. Hjartað stoppaði ekki. Ég geng til borðs og sest við borðið.
Ég spyr hana hvort hún sé nokkuð búin að panta en svo er ekki. Við byrjum að tala saman og við eigum en betur saman en daginn áður. Við erum eins og sköpuð fyrir hvort annað.
Ég finn hvernig hitinn streymir um líkaman og ánægjutilfinninginn í hámarki!
Tíminn líður og umræðuefnin skorta ekki, við tölum og tölum saman. Þetta er eins og draumur. En senn fer að lýða að kveðju stund og við stöndum fyrir utan veitingarstaðinn og horfumst í augu, við náumst alveg hundrað prósent augnsambandi, við tengjumst eins og síamstvíburar. Við kyssumst, fyrsti kossinn. Þessi koss var það ljúfasta sem ég hef fengið. Við stóðum þarna í dágóðastund og þessi koss ætlaði aldrei að taka enda. Vá, þetta var gott. En þegar honum líkur segi ég, “Viltu koma með mér heim?” Hún játar, og við keyrum heim til mín, ég held á henni inn í íbúðina mína og byrjum forleik í lyftunni.
Þetta getur ekki verið að ske, þetta var bara of gott til að vera satt, hugsa ég. En ekki líður að löngu að við erum komin á hæðina mína og erum enn stunda munnmök, við löbbum gröð í bragði að íbúðinni, ég sný lyklinum og við löbbum inn og ég loka varlega á eftir mér til að vekja ég sambúa mína í næstu íbúðum.
Við byrjum að afklæðast á leiðinni inní herbergi og erum alveg að springa. Brúnir hárlokkar hennar ilma svo vel. Ég finn hvernig líkaminn stífnar alveg upp. Við hossumst í rúmið og byrjum að stunda kynmök. Þau standa yfir í um hálftíma. Þetta er besta og eftirminnilegasta stund lífs míns. Mér finnst ég vera í draumalandi, svífandi í skýjunum með englum og borðandi skýhnoðranammi. Ég finn hvernig allt fer af stað í líkama mínum en samt svo afslappaður. Við leggjumst útaf og sofnum.
Daginn eftir vakna ég, og hvað er þetta? Hún liggur ofan á mér og horfir á mig eins og hún hafi verið að bíða eftir að ég vakni, og segir svo “Takk fyrir nóttina bangsi.”
Ég brosi, og tek utan um hana og segi, “Mín var ánægjan.” Við kyssumst á ný.
Ég finn hvernig hann byrjar að stífna aftur, “Vá, hún verður að verða mín.” Hugsa ég.
Ég stend upp, útbý morgun mat fyrir okkur, ekki leið að löngu er hún labbar fram á nærfötunum einum. Ég hugsa með mér, “Ohh, ekki fara, aldrei.” Hún sest við borðið og ég ber fram morgunmatinn, ég hafði gert egg og beikon. Við borðum og spjöllum saman um gærkvöldið. Ég er að deyja úr ást. Við samþykkjum að hittast aftur á morgun og reyna að hefja samband. Samband sem mun aldrei slyttna. Það er mánudagur, svo við keyrum af stað í vinnuna. Ég keyri henni í sína vinnu og fer svo sjálfur í mína. Ég hugsaði um hana allan daginn og kom ekki verki af stað í vinnuni. Ekki lýður að löngu er þessum vinnudegi líkur og ég legg af stað heim og sest við tölvuna og byrja að skrifa, skrifa sögu dagsins, eða var þetta allt saman draumur? Nei, þetta var raunverulekt. Þetta er að ske! Ég slekk ljósin og reyni að sofna og býð spenntur til næsta dags.