Raunveruleikinn (1 Kafli) Ég sit hérna í tölvustólnum og skrifa sögu, en um hvað? Segi ég við sjálfan mig.
Jú, ég ætla að skrifa sögu um það sem gerðist við mig í dag.
Í dag gerðist nefninlega stór merkilegur hlutur. Ég, Sigurður Laxdal, fann ástina í lífi mínu. Ég varð í fyrsta skipti á mínum 18 árum ástfanginn. Ég hafði núna farið útá lífið í 6 mánuði en aldrei fundið neina líka mér, en núna á kaffihúsinu við Grettisstíg, þá fann ég hana, hún sat þarna, sötrandi kaffið og ég á borðinu fyrir framan hana lesandi Morgunblaðið, viðtal við Hrafn Gunnlaugsson um nýju kvikmyndina hans sem ég hef beðið spenntur eftir að sjá. Ég fékk mér sopa af kaffinu og beit í kleinuna mína og hugsaði, “Vá hvað þetta er gott, hef ekki fengið svo góðan morgunverð í margar vikur.”
Ég leit upp, og hvað var þarna, þessi fríðasta stelpa og sú fallegasta sem ég hef nokkur tíman séð, hárið svo brúnt og náttúrulega fallegt, brún augu og fallegt bros, frekar hávaxin en falleg og vel vaxin. Hún var með gleraugu og ómáluð að sjá, ekki of fínt glædd og bara náttúruleg fegurðin endurspeglaðist í sólargeislanum sem skein í gegnum rúðuna á kaffihúsinu. Ég trúði ekki mínum eigin augum, þetta var hún, stúlkan í draumum mínum. Ég fekk mér annan sopa af kaffinu meðan ég rannsakaði þessa fallegu stelpu, stelpu drauma minna. Ég var í skýjunum, gat ekki tekið augun af svona gersemi.
Ég hugsaði með mér, “Ætti ég að fara að tala við hana.?”
Ég sá að hún leit á mig, þetta bros, vinurinn var á leiðinni upp. Ég roðnaði og fann hvernig svitinn byrjaði að leka undir handakrikunum og á lærunum.
Ég stóð upp og hljóp inná klósett, ég var alveg að deyja úr stressi.
Ég opnaði klósett setuna og byrjaði að pissa, ég var alveg að deyja af hrifningu og gat ekki annað en brosið allan hringinn. Ég skrúfaði frá vaskinum og leit í spegilinn og hugsaði, “Þetta getur ekki verið að ske.” Ég setti sápu á hendurnar og byrjaði að nudda þeim saman og skola sápuna af, ég skvetti svo smá vatni framan í mig, en nei, ég var vakandi. Ég þurrkaði mér um hendurnar og í framan. Lagaði á mér hárið og fór fram.
Þarna sat hún ennþá, drekkandi kaffi og var búin að taka upp fartölvuna sína. Ég ákvað að setjast aftur við sætið mitt og halda áfram með kaffi. Ég gat ekki hætt að horfa á þessa stelpu, fögru rós. Mínúturnar liðu og ekki leið að löngu er hún setti tölvuna niður í tösku.
Ég hugsaði með mér, “Shit, hún er að fara. Ég verð að gera eitthvað núna.”
Ég varð ennþá stressaðari. Ég fann hvernig fæturnir fóru að skjálfa. En loks stóð ég upp, labbaði til hennar og sagði, “Hæ, ég heiti Sigurður.” Og hugsaði á sama tíma “Vá, ég er glataður.” Hún leit upp til mín brosandi og sagði, “Hæ, hvað get ég gert fyrir þig?”
Svitinn streymdi niður handakrikana á færibandi ég var að deyja!
En svo sagði ég með feiminni og lágri röddu, “Þú ert sú allra fallegasta sem ég hef séð, mætti bjóða þér í kaffi í hádeginu?” Hún horfði ennþá stíft á mig og sagði, “Já, af hverju ekki?” og brosti. Ég fann hvernig svitinn minkaði að leka og fann ánægjuna streyma um líkamann. Mér hafði ekki liðið svona vel mánuðum saman. Ég spurði hana hvort við ættum ekki bara að hittast hérna og hún samþykkti það.
Ég labbaði heim á ný og settist við tölvuna og vafra um netið og leit á klukkuna og sagði við sjálfan mig, “Shit, hún er orðin hálf tólf.” Ég dreif mig í sturtu og burstaði í mig tennurnar. Ég ætlaði sko að ná mér í þessa. Það kemur eingin önnur til greina!
Ég renndi mér í skóna og labbaði af stað á kaffihúsið. Hún var ekki kominn. Ég ákvað að setjast niður og bíða hennar. Fimmmínútum síðar labbaði hún inná kaffihúsið, þessi fallega mær. Ég stóð upp og heilsaði henni og vísaði henni svo að borðinu okkar og við settumst niður. Svo sagði ég “Hvað viltu að borða?”
Hún leit á mig brosandi sem áður og sagði, “Ég vil bara fá svart kaffi og ostahorn.”
Ég hugsaði með mér, “Ohh, þessi góða og ljúfa rödd.” Ég stóð upp og fór og keypt handa okkur kaffi og ostahorn, einmitt það sem ég ætlaði að fá mér. Ég labbaði varlega að borðinu með tvo kaffibolla, lét þá varlega á borðið og sagði “Ég ætla að fara að sækja ostahornin.” Og leit upp og sagði brosandi “Okey, takk.” Ég fór að ná í þau, ég hafði beðið afgreiðslustúlkuna um að hita þau smá. Ég labbaði svo að borðinu og rétti henni diskin með ostahorninu. Ég settist niður og fekk mér sopa af kaffinu og sagði loks, “Svo, við hvað starfar þú?” Hún horfði á mig með þessu ljúfa augnaráði og sagði, “Ég er lögfræðingur, en þú?” Ég brosti og sagði, “Já, það er nú aldeilis. Ég er bílvélavirki.” Hjartað á mér hamaðist, “Ætli hún vilji mig? Auman bílvélavirkja?”
Hún leit brosti til mín, hún hafði greinilega smá áhuga á mér og sagði “Já, ég hef alltaf verið veik fyrir bílvélavirkjum.” Ég brosti í fimmhringi. Ég bara gat ekki annað. Sjálfstraustið jókst um helming við þetta. Ég spurði hana um fjölskylduna og vinina og áhugamálin. Við höfðum bæði mikinn áhuga á ævintýrabókmentum og ljósmyndun. Ég gat ekki hugsað mér betri stelpu en hana. Við gátum talað um allt. Við hlustuðum á mjög álíka tónlist og þetta var bara fullkomið. Ekki leið að löngu er tími var kominn til að kveðja, ég spurði hana þá, “Mætti ég kannski fá símanúmerið þitt? Og við kannski hist aftur við tækifæri?” Hún hló og brosti til mín og sagði, “Já, alveg sjálfsagt, það væri mjög gaman að fá að kynnast þér betur.” Hún skrifaði númerið sitt niður og rétti mér miðan en á því augnabliki er hún var að fara að ganga í burtu tók ég í hendina á henni og spurði, “Hvað heitir þú nú?”, hún leit við og sagði, “Helga” og þá sagði ég brosandi, “Okey, sjáumst Helga” og svo skildu leiðir okkar. Ég fór heim til mín og hún til síns heima. Ég gekk innum dyrnar, og þarna lá hundurinn minn, Gutti, beið eftir að fá hádegismatinn sinn. Ég helti hundamat í skál og settist svo við tölvuna og byrjaði að skrifa þessa sögu. Sögu þessa dags. Sem var reyndar eingin saga, heldur raunveruleikinn.

-Kannski framhald-