Ég ætla að segja ykkur sögu..Sögu sem ég heyrði fyrir langa löngu er ég var lítill drengur. Sagan er af manni einum sem bjó einn uppí fjalli einu í Hrepplandi einu í miðausturlöndum.
Dag einn fer þessi einmanna maður í göngu túr, hann hafði ekki farið útúr húsi vikum saman og var orðinn gamall og stirður en í anda ungur og einmanna drengur sem hafði aldrei náð að festa sig bót í þjóðfélaginu og hafði alla tíð verið einfari.
En dag einn ákvað hann að drífa sig út úr koti sínu og niður í bæ, en hann hafði lifað á lækjar vatni og villidýrum sem hann veiddi sjálfur í þrjátíu ár.
En núna, 68 ára gamall, fann honum tími til kominn og dreif sig af stað.
En leið hans var löng. Dimmir skógar, fjöll og firnindi og ár og lækir. Og ekki bætti það úr skák að hann átti aðeins slitna skó, rifin föt og eingan mat sér til nestis. Því þurfti hann að sofa undir berum himni og veiða sér til matar á leið sinni löngu til bæarins Vot.
Fyrsta nóttin var köld og vot. Ringt hafði mikið um daginn og ekkert gott skjól að finna, en hann lagðist við tré eitt í skóginum og greinar þess urðu að skýla honum undan mestum vindi náttúrunnar en það dugði skammt og í vindin auk og hitinn lækkaði, en hann lét það ekki á sig fá og festi svefn.
Svaf hann illa þessa nótt en loks ákvað hann að drífa sig af stað og sá hann marga merka hluti á leið sinni. Hann hafði mikinn unað á fuglum og sá hann marga sjaldgæfa fugla, eins og Geirfuglinn, Haftyrðill og Keldusvín, en allar þessar fuglategundir voru taldar útdauðar, en sú var raunin ekki.
Önnur nóttin var ekki eins vot og köld en samt sem áður smá raki í jörðu og lítið sem ekkert skjól að fá nema trén ein.
Næsta dag skall upp mikið rok og ekki létt fyrir aumingja manninn að ferðast og sá hann lítinn helli í fjarska og dreif hann sig þangað, en það var smá krókur af leið hans en betra krókur en kelda eins og sagt er. En þegar á staðin var komið tóku refir 3 á móti honum en heppnin var með honum þarna að hafa tekið með sér riffil sinn og skaut hann refina og skreið inní hellinn með refina á eftir sér og byrjaði að skera þá upp og gerði kjötið eldhæft. Fór hann þá aftur úr helli þessum í leit að eldivið og loks eftir um klukkutíma leit var hann kominn með nægt efni í góðan varðeld og byrjaði þá púlið að kveikja eldinn, en loks tókst það og þá hlýnaði karli okkar og byrjaði að elda þetta gómsæta refakjöt. Að kvöldverði loknum slökkti hann eldinn og skreið inní holu sína á nýjan leik.
Nýr dagur reis og þurfti hann að halda leið sinni áfram og sólin skein og eingin vindur var og var þetta hinn ánægðasti dagur og notaði hann þennan dag til þess að labba eins langt og hann gat og var hann gangandi langt fram á kvöldið, en þá kom hann að stórri á og þá kom babb í bát karls okkar. Áin var straumþung og steinótt og dimmt var orðið, ákvað hann að leggja sig á árbakkanum og bíða til morguns.
Og er birta tók þá dreif hann sig á lappir og klæddi sig úr skónum byrjaði hið erfiða verk að vaða yfir ána straumþungu. En loks eftir um tíu mínútna áreynslu og hundvotur uppá axlir þá komst hann yfir ána og þá varð karl okkar glaður í bragði og stoltur af sjálfum sér.
Ekki leið að löngu er hann kom að skógi einum nafni Vottskógar og þá vissi hann að ekki var langt eftir í bæinn Vot sem var tilefni ferðar hans. En hann vissi samt að þessi skógur var líka sá hættulegasti og drungalegasti í öllu landinu. Það var farið að dimma þannig hann ákvað að sofa þarna í byrjun skógarins. En loks fór að birta á ný og gat hann lagt af stað á ný.
Heyrði hann úlfavæl mikil og bjarnaöskur, en inn á milli fallegan fuglasöng, en allt kom fyrir ekki. Þarna stóð risastór, svartur skógarbjörn fyrir framan hann og hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð og byrjaði að hlaupa til baka og hugsaði hann, “Af hverju var ég að leggja þessa ferð á mig?” En loks komst hann í felur og sá hann að björninn var eitthvað að ráfa þarna í kring, og þá tók hann upp rifillinn góða og skaut nokkrum skotum á björninn og loks eftir fimm skot þá féll björninn niður og okkar maður gat lagt af stað á ný.
Ekki leið að löngu er hann sá glitta í smá ljós og þá sá hann að skógur þessi var á enda. Er á enda var komið stoppaði hann og leit yfir bæinn og sagð “Loksins, þessi ferð borgaði sig svo sannarlega” og brosandi upp að eyrum.
En þá var bara einn stuttur vegur eftir, og svo þegar á enda var komið stóðu verðir fyrir utan bæinn og sögðu, “Hvert vilt þú gamli minn?” og þá sagði okkar maður hissa á svip, “Ég ætlaði nú bara að heimsækja bæinn.”
Og var hann vongóður um að fá að komast inn, en þá sagði vörðurinn, “Nei, það getur þú þvímiður ekki gamli minn, bænum hefur verið lokað vegna mikilla rána og drápa undanfarna mánuði og því mega aðeins þeir sem eiga lög heimili hér í bæ koma og fara.
Maður okkar krjúpir niður og segir leiður í bragði, “En ég hef verið gangandi frá koti mínu í 6 daga, skotið refi 3, gist í helli þeirra, undir berum himni, vaðið yfir straumþunga á, gengið í gegnum Vottaskóg, drepið þar björn einn og hér stend ég, krjúpandi um að fá að ganga inn í bæ yðar og fá smá matarbita og ný föt og skjól yfir höfuðið.”
Verðirnir hugsa sig vel um og segja loks, “Bíddu þarna, við ætlum að fara og tala við stjórann.” Ekki leið að löngu er þeir komu aftur og sögðu á þá, “Jæja, allt í lagi, þú færð að koma inn, en með einu skilyrði að ef þú gerir eitthvað af þér verður þú tafarlaust tekinn af lífi, sem er okkar þingsta refsing og hefur ekki verið notuð í um 50 ár.”
Okkar maður játar það og gengur inní bæinn glaður en skelkaður.
En þegar hann loks var kominn inn í miðbæinn kom að honum maður og sagði við hann, “Komdu með mér.” Okkar maður veit ekki hvað hann skal annað gera, og eltir ókunna manninn. En þegar á áfanga stað er komið, snýr sá ókunni sér við með hníf í hendinni, og stingur gamla karlinn beint í hjartastað og ekki heyrist af þeim ókunna meir og náðist hann aldrei. En sögur af karli okkar heyrast enn við matarborðin og í fjölskylduboðum.
En þessi saga segir okkur það að “Heima er best!”