Eftir eitt horn kom annað og Tréið staulaðist áfram á hækjunum. Hann gekk einn ganginn á enda og byrjaði á nýjum. Þegar hann var búinn að ganga nokkra ganga var hann farinn að geta á mjög sannfærandi hátt leikið krypplaðann mann. Læknar og hjúkrunarfræðingar gengu ákveðnum stimpilklukku sporum í kring um hann og þótti engum furðulegt að sjá ungan mann haltra á hækjum eftir daufum sjúkrahúsinugangum.

Tréið haltraði sannfærandi að krossgötum og leit á skilti sem stóð á krabbameinsdeild. Illkynja æxli í úrkynja fólki. Tvíkynja karlar með skeldýr í ímynduðum brjóstunum. Þetta var deild sem vakti hjá honum forvitni. Deildin var samt sem áður frekar lík öllum öðrum deildum, kannski aðeins sorglegri og daufa birtan var ögn daufari.

Veggurinn opnaðist og ung stúlka kom út, trúlega svona í kring um 15 ára. Tréið tók strax eftir því að hún var vel hærð og með stílhreinan vöxt. Mjög sæt stelpa og myndi marga furða hvað svo falleg stelpa væri að gera á krabbameinsdeildinni, sérstaklega að því hún var svona heilbrigð ásjónar. En hún var með rauð augu, greinilega eftir að hafa grátið. Furðulegt að Tréið tók seinast eftir því? Allir karlmenn eða bara hann?

Hann staulaðist til hennar og brosti, en hún horfði á hann hálf skömmustuleg á svipin og nuddaði augun.
“Hæ” Mælti hann.
“Hæ” Svaraði stelpan.
“Hvað er svona sæt stelpa að gera hérna?” Spurðu hann og brosti sparibrosinu.
“Pabbi minn er á þessari deild, ég var að heimsækja hann” Svaraði hún.
“Þú ert svo döpur, er hann mikið veikur?” Spurðu hann.
“Já, það er búið að taka einn fót af honum og núna segja læknarnir að þeir þurfi að taka hinn annars deyr hann”. Útskýrði stelpan.
“Það er leitt að heyra” sagði Tréið.

Þau héldu áfram að tala og Tréið útgeislaði að jákvæðni. Það þótti henni mjög merkilegt, að svo ungur maður skildi vera svo glaður þrátt fyrir að geta ekki gengið án þess að nota hækjur. Ósjálfrátt hreifst hún mjög af Tréinu.

“Viltu koma og hitta pabba minn” Spurðu hún.
“Endilega” sagði Tréið.

Tréið elti hana inn á sjúkrastofuna og að rúmmi pabba hennar. Pabbi hennar var greinilega mjög reiður enda ekki nema von, það átti að taka hinn fótinn af honum. Hann leit á dóttir sína og síðan á Tréið með dómslegu augnaráði.
“Hæ Pabbi, þetta er hann Örn vinur minn” Sagði stelpan blíðlega.
“Nú jæja, er það ekki nóg að hafa einn kryppling í kring um þig” Sagði pabbinn bitur.
“En pabbi”… mælti stelpan.

Þrátt fyrir óánægðu pabbans byrjuðu þau saman. Gellan og gervi krypplingurinn. Tréið sá aldrei þessa daufu birtu meðan hann var með henni.

Þangað til hún sá hann ganga venjulega, þá grét hún og fór frá honum með brotið hjarta.

“Hún hatar mig örugglega mikið, en ekki nærri því eins mikið og ég hata sjálfan mig” hugsaði Tréið og alla tíð síðan gekk hann á hækjunum.

Hann var í álögum fyrir að hafa kramið hjarta ungu stelpunar.

Daufbjarta birtan.
Dofnar.
Rofnar.
Sekkur.
Slekkur.
Myrkur.