er þetta saga?

ER það ekki annars skrýtið með alla landsins menn. Punktur. Jú, það er ansið skrýtið með alla landsins menn. Hugsið ykkur allt skótauið sem landinn þarf að slíta til þess að komast á fullorðinsaldur og þá, meirað segja er þetta aðeins rétt að byrja. Það loðaði við mig í þónokkurn tíma að fílósófera dálaglega, það koma dagar þeir í lífi allra sæmilega greindra manneskna að spurningar þær láta mann ekki friði, samanber: hver er tilgangurinn, hver er siðferðisleg ábyrgð mín og bla,bla. Jæja þetta bölvaður ósiður og ber að láta að vera eftir fremsta megni. Því þegar maður hver skilur það sem hann sér, þyrstir hann í fróðleik. Slíkur maður skilur meira og meira þar til stans að dýpstu rótum heimspekinar er komið og lengra verður ei haldið. Nema með svari. Sem er ekki til, ekkert frekar en þú getur bæði staðið á jörðinni og fylgst með henni ofanfrá.
Það þurfti að moka skit; út með allt draslið. Í staðinn kemur blákaldur sannleikurinn laus frá öllu viðbættu ímyndunarafli. Það er enginn guð til, þú ert hluti af náttúrunni, tölvuforrit geta haldið að þau eigi sér tilvist, þú getur haldið aðþú eigir tilvist, maður skilur ekki aðrar skynjanir en sínar eigin, en þær eiga sér samt tilvist, óendalega margar, ólíkt þér. Þú gætir allt eins séð tónlist eða heyrt alheiminn, það slær í takt.
Halló og velkominn í Hálsakóg. Hversu slæmt sem okkur þykir það þá eru ekki öll dýrin í skóginum vinir. Refurinn hefur ekki vanið sig á eta akarn og íkorninn heldur áfram að stríða rebba.
Svona er heimurinn í dag. Og hefur alltaf verið. Í staðinn fyrir að syngja saman þá eru til menn sem leggja það í vana sinn að fljúga flugvélum á háhýsi eða ganga í Nike skóm. Það eru líka til menn sem eru alltof góðir. Yfir þá er vaðað. Það er vaðað yfir mig.

…Því þetta á ekki að vera saga.