Ísden

Ágúst konungur og kona hans, María, ríktu yfir landinu Ísden og voru mjög vinsæl meðal þegna sinna. Þau litu ekki niður á neinn. Þau áttu tvo syni, Aron og Davíð. Aron var 5 árum eldri en Davíð. Davíð og Aron fengu uppeldi við hæfi. Þeir voru báðir afburðagóðir í flest öllu sem þeir gerðu. Davíð var vinsælli en Aron, fólk tók meira eftir honum en Aroni sem vildi frekar vera einn með sjálfum sér og lesa alls konar bækur um sögu, dularfull öfl, galdra o.fl. Meðan Davíð var oftast í litskrúðugum fatnaði var Aron oftast í kufli og með kross í keðju um hálsinn. Aron blandaði lítið geði sína við kóngafólkið en frekar við ýmsa fræðimenn og kennara sína.

Svo gerðist það að þegar Aron var orðinn tvítugur að María varð ólétt og er sá tími kom að hún skyldi verða léttari gekk fæðingin illa. Að lokum kom barnið og það var meybarn en drottningin var það uppgefin að hún andaðist stuttu eftir fæðinguna. Það var mikil sorg í landinu og Ágúst ákvað að giftast aldrei aftur en hugsa frekar betur um börnin sín og þá sérstaklega dótturina sem var skírð María í höfuðið á mömmu sinni. Þegar María varð tvítug felldi hún hug til bóndasonar nokkurs. Eftir að María og bóndasonurinn giftust lokaði konungur sig mikið inni en María fluttist til mannsins síns. Bræðurnir voru í miklu sambandi við systur sína og voru ánægðir því hjónakornin voru mjög hamingjasöm en þeir höfðu líka áhyggjur af föður sínum. María varð ólétt og þegar tíminn kom er hún skyldi verða léttari gekk allt vel fyrir sig. Barnið var sveinbarn og var nefnt Karl. Systir mannsins var á sama tíma ólétt og eignaðist tvíbura en dó við fæðingu og ákváðu María og maður hennar að ala þá upp líka. Eitt ár leið, ekkert markvert gerðist, þau lifðu hamingjusömu lífi en einn daginn þegar maðurinn fór í veiðiferð kom hann ekki aftur. Þrátt fyrir mikla leit fannst hann aldrei.

Konungur kallaði syni sína og ráðgjafa á fund í höllinni. Fyrir fundinn talaði Aron einslega við Davíð. ,, Hvað sem faðir okkar segir skaltu halda ró þinni, þetta verður allt í lagi. Hittu mig uppi í norðurturninum eftir fundinn,” sagði Aron. Davíð leit undrandi á Aron en kinkaði kolli, þeir fóru svo á fundinn. Þegar allir voru komnir stóð Ágúst upp úr sæti sínu og sagði. ,, Þakka ykkur fyrir að hafa komið, umræðuefni dagsins er síður en svo skemmtilegt. Það fjallar um dóttur mina Maríu,” allir fundarmennirnir kinkuðu kolli, það kom þeim ekki á óvart. ,, Reglur kónganna segja að það sé í lagi að prinsessur giftist öðrum en prinsum. Hins vegar ef maður þeirra deyr eru örlög þeirra algjörlega í höndum feðra þeirra. Annaðhvort giftast þær einhverjum prinsum innan 7 daga eða verða líflátnar. Þar sem er aðeins 2 dagar til stefnu hef ég ákveðið að dóttir mín verði líflátin á morgun ásamt börnum sínum.” Allir fundarmennirnir þögnuðu og voru í losti, María lítlátin en Aron þekkti reglur kónganna og eftir fundinn labbaði hann rösklega upp í norðurturninn.

Davíð kom stuttu seinna og var brjálaður. ,,Hvað á hann við að þurfi að lífláta María hvaða kjaftæði,” sagði Davíð og orðin kom út úr honum ásamt miklu munnvatni. ,,Vertu rólegur, ég veit hvað við gerum,” sagði Aron rólegur og hélt svo áfram. ,,Í nótt tekur þú Maríu og börnin hennar og ferð með þeim inn í Dimmaskóg. Þar hittir þú tígrísdýrið Óðin. Það er mjög vitur tígur og mun fara með ykkur að kofa þar sem dvergurinn Dordingull tekur á móti ykkur. Hann er frekar skrítinn en þekkir mig og mun reynast ykkur afar vel. Kentárinn, Vilhjálmur verður þarna líka en hann afar góður í bardögum. “ Aron gerði stutta bið á máli sínu en þrátt fyrir það þagði Davíð og hlustaði.,, Ég mun verða eftir og biðja um að fá að fara með 10 manns að drepa þig, Maríu og börnin. Faðir okkar mun samþykkja það. Síðan drepum við hin 10 og ég fer til baka og segist hafa drepið Maríu og börnin. Þið verðið eftir og látið lítið fara fyrir ykkur en þegar faðir okkar deyr verð ég konungur og ykkur er óhætt að koma til baka.” Aron lauk máli sínu en Davíð þagði en sagði að lokum.,, Þótt þetta sé áhættusamt virðist þetta geta gengið upp. Ég fer í kvöld til systur minnar og við leggjum af stað.” Bræðurnir tókust í hendur og Aron sagði. ,, Þá er þetta ákveðið.” Bræðurnir fóru niður aftur og gerðu þetta venjulega en þegar allir fóru að sofa, lagði Davíð af stað ríðandi til systur sinnar. Hann var með tvo hesta annan handa sér og hinn handa systur sinni. Hann var klæddur mest í dökk föt með dökkja skikkju og barðastóran hatt.

Allt gekk svo samkvæmt áætlun. Þau fóru og hittu Tígrinn og hina. Konungurinn varð brjálaður og lét Aron fara fyrir 10 öðrum til að drepa Maríu en eitt gerðist þó sem þeir bræður vissu ekki. Rétt eftir að Aron hafði lagt af stað, skipaði konungur höggormi nokkurm að elta þá og drepa Maríu ef Aron skyldi hika. ,, Ég held að báðir bræðurnir séu á bak við þetta en ég vil ekki drepa fleiri en þarf,” sagði Konungur við Höggorminn. Aron fór með hina félagana inn í skóginn og um leið kom ör sem hitti einn. Aron hjó til næsta og Davíð, Dordingull, Vilhjálmur og Óðinn stigu fram. Vopnaðir sverðum, skjöldum, bogum. Óðinn var reyndar bara með kjaftinn en var engu síður jafn vel vopnaður og hinir. Í miðjum bardaganum tók enginn eftir því þótt að höggormur skriði í gegnum grasið. Hann tók stefnuna lenga inn í skóginn en þar hlaut prinsessan að vera. Á meðan börðust þeir við menn konungs. Bardaginn gekk vel þrátt fyrir þokuna en allt í einu ákvað Aron að hlaupa í átt að kofanum.
Þegar hann kom að kofanum hljóp hann inn í kofann og þar lág María á gólfinu hreyfingarlaus og andaði ekki. ,, Helvítis snákurinn,” sagði Aron. Þá heyrðist allt í einu. ,, Ég er höggormur, ekki snákur, “sagði höggormurinn hneykslaður. ,, Ekki segja svona vitleysu þú ert ekki höggormur,”sagði Aron og glotti. ,, Þú dirfist ekki, þú ert bara aumkunarverður svikari og ættir að verða gerða útlægur úr landinu,” sagði Höggormurinn með fyrirlitningu og munnvatnið fursaðist út úr honum. ,, Þú gleymir einu smáatriði,” sagði Aron. ,, Nú og hvað er það,” sagði höggormurinn og horfði beint í augun á Aroni. ,, Dauðir höggormar tala ekki,” sagði Aron og um leið greip hann sverðið og hjó í höggorminn sem reyndi að komast í burt en í staðinn lá hann í tveimur bútum á gólfinu. Dyrnar opnuðust inn steig Davíð, Aron var að þurka blóðið af sverðinu. Davíð leit á hann og sá hvað hann var sorgmæddur þótt hann gréti eigi. Davíð leit á systur sína, grét og kraup niður við hliðina á henni og lagði augun á henni aftur og kyssti hana á ennið. ,, Ég veit að þú vilt hefna hennar en það er gáfulegra bíða betri tíma,” sagði Aron alvarlega. Davíð leit á hann og sagði,, Hvað hefur þú í hyggju.”,, Þú verður hér eftir og jarðsetur hana en ég fer hinsvegar með börnin á öruggan stað,” sagði Aron. Davíð leit á hann, virtist vera á báðum áttum en eftir soldinn tíma sagði hann. ,, Allt í lagi.”,, Ég fer þá að leggja af stað,við hittumst hérna aftur, “ sagði Aron, greip börnin og lagði af stað.

Um leið og Aron fór komu Vilhjálmur, Dordingull og Óðinn í gættina, bardaginn var búinn. Þeir þögðu, Dordingull tók hattinn ofan af, Vilhjálmur horfði á gólfið en Óðinn steig fram og lagði hraminn sinn á öxlina á Davíð og sagði. ,, Ég votta samúð mína,” Hann þagnaði en bætti við.,, Systur þinnar verður minnst sem manneskju sem gerði ekki neinum illt.” ,,Takk fyrir,” sagði Davíð stóð upp og leit á hina tvo. ,,Við þurfum að jarðsetja hana,” sagði Davíð. ,, Það er grafreitur hérna stutt frá í umsjá greifingja. ,, sagði Dordingull. ,, Það er fínt,” sagði Davíð og tók hana upp og hélt á henni og beindi máli sínu til Óðins ,, Óðinn þú ferð á undan og biður greifingjana að taka gröf.”,, Skal gert herra,” sagði Óðinn og þaut af stað. ,, Vilhjálmur væri þér sama,” sagði hann og setti Maríu á bakið á kentárinum.,, Það er mér heiður,” sagði Vilhjálmur og þeir lögðu af stað.

Þegar þeir komu að grafreitinum var þar tilbúin gröf og við hlið hennar stóðu greifingjarnir,Óðinn ásamt fleiri dýrum. ,, Þau komu til að votta samúð sína,” sagði Óðinn við Davíð. Davíð kyssti Maríu á ennið, setti hana niður í gröfina og gerði krossmark yfir hana. Hinir gerðu krossmark yfir hana og vottuðu Davíði samúð sína. Greifingjarnir mokuðu yfir hana en Davíð, Vilhjálmur, Óðinn og Dordingull lögðu af stað til baka í kofann. Þegar þeir komu þangað settust þeir niður og þögðu.

Eftir nokkurn tíma kom Aron aftur og kallaði á Davíð og bað hann um að tala við sig einslega. Hinir heyrðu ekkert af því sem þeir sögðu. Jafnvel Aron sagði ekki Davíð hvar börnin væru en hann sagði að hann hefði sent mann með þau til fósturfjölskyldu og maðurinn ætlaði svo að fylgjast með börnum og þegar tíminn væri kominn mundi hann tala við þau og koma með þau aftur heim þ.e.a.s. aðeins ef þau vildu. Aron kvaddi bróður sinn og reið svo heim til kastalans og sagði föður sínum að sendiförin hefði heppnast. María væri dauð og börnin líka og að lokum spurði hann föður sinn hvort hann hefði haft efasemdir um sig og þegar kóngur svaraði neitandi, spurði Aron hann afhverju hann hefði seint höggorminn. Þegar ekkert svar kom sagði Aron að sér þætti betra að honum væri treyst framvegis jafn vel þótt að hann þyrfti að gera verk sem hann vildi ekki gera.

Endi