Það eru liðnir 2 mánuðir síðan Pópé fór til höfuðborgarinnar og enn hefur ekki heyrst orð frá honum, flestir þorpsbúar eru orðnir áhyggjufullir. Þannig vill það til að Salamon, faðir Owasa, þarf að fara til höfuðborgarinnar vegna vinnu sinnar og eftir mikið þras fær Owasa að fara með pabba sínum og halda þeir af stað um morguninn, fótgangandi til Kaye þar sem þeir fá far til höfuðborgarinnar, þangað eru um það bil 70 km en þeir láta það ekki á sig.

Owasa hefur aldrei komið til höfuðborgarinnar áður, en hann hefur heyrt margar sögur frá Pópé, sumar vondar aðrar góðar, en hann veit að borginn er vafasamur staður. En hættulegust er ferðin sjálf, eftir suðurveginum sem liggur frá Kaye til höfuðborgarinnar, þar hafa verið á ferð hópur af uppreisnarmönnum með byssur og hnífa. En Salamon segir Owasa að hafa ekki áhyggjur, það er sjaldan ráðist á svo marga í einu og ekki þegar þeir er á jeppa.

Steikjandi hitinn kvelur þá lítið á leiðinni til Kaye, ferð þeirra tekur um einn og hálfan klukkutíma og þeir mæta til Kaye á réttum tíma og finna jeppan og mennina sem ætluðu að skutla þeim. Þetta eru allt vinnufélagar Salamons og góðkunningjar hans, um hádegi leggja þeir af stað á svörtum jeppa sem kominn er til ára sinna.

Þegar þeir eru komnir um miðja leið til höfuðborgarinnar heyra mennirnir og Owasa hróp og köll í fjarska ásamt háttstilltri hip hop tónlist. Hrópin koma alltaf nær og nær og verða sífellt háværari, brátt fara mennirnir að greina orðaskil og heyrist þeim raddirnar vera að segja “stöðvið bílinn” ásamt því að aðrar raddir virtust syngja einhvern liðsöng, báráttulag. Owasa leist nú síður en svo á blikuna og hélt fast í hönd pabba síns. Brátt sjá ferðalangarnir grænan pall-jeppa, talsvert nýlegan, keyra á mót þeim og á pallinum sitja sex menn og kyrja þetta sama báráttu lag ásamt því að dúndrandi hip hop tónlistin dundi úr lítlu útvarpstæki sem sat ofan á bílnum. Á milli mannana gekk hátalari og kepptust mennirnir við að öskra í hann ókvæðisorðum gegn núverandi ríkistjórn landsins. Þarna voru á verð hópur af uppreisnarmönnunum, alls sjö talsins og höfðu þrír þeirra byssur í hendi. Ferðalangarnir stöðva bílinn og uppreisnarmennirnir keyra upp að þeim og fara að gorta sig af því að hafa nýlega náð stjórn á þessum hluta vegarins og að engin kæmist hér í gegn lengur án þess að eiga samtal við uppreisnarmennina og helst að borga gjald.

Uppreisnarmennirnir spurja ferðalangana ýmissa spurninga um ferðir þeirra, hvaðan þeir koma og hvert þeim sé heitið. Þegar uppreisnarmennirnir heyra nafnið á þorpinu hans Owasa og föður hans þá fá þeir allir sposkt bros á vör og segja þeim frá manni sem var einmitt frá sama þorpi sem ætlaði að keyra hér í gegn fyrir tveim mánuðum, þeir hafi stöðvað hann og heimtað af honum gjald eða hvers kyns verðmæti sem hann gæti boðið en hann hafi staðfastlega neitað að leggja þeim lið, það munaði ekki miklu að hann yrði gerður höfuðlaus en þeirra miskunnsami leiðtogi leyfði honum að halda áfram ferð sinni þegar hann frétti í hvaða erindagjörðum hann átti.

Ferðalangarnir eiga enga peninga til að borga uppreisnarmönnunum og lítil verðmæti um borð í bílnum. En uppreisnarmönnunum dettur annað í hug, ferðalangarnir skulu taka tvo uppreisnarmenn með sér til borgarinnar og smigla þeim inn fyrir borgarhliðið, uppreisnarmennirnir áttu viðskipti í borginni og upp á síðkastið hefði það orðið erfiðara fyrir þá að komast inn í borgina. Ferðalangarnir féllust nauðugir á þetta, og tveir af uppreisnarmönnunum tróðu sér inn í jeppann og fengu þeir þá að halda ferðum sínum áfram.

Ferðalangarnir ásamt þessum tveim uppreisnarmönnum komust óáreittir til borgarinnar og í gegnum eftirlitið við borgarhliðið. Við aðaltorgið hoppuðu uppreisnarmennirnir af jeppanum og hlupu inn í nálæga krá. Salamon og vinnufélagar hans þurftu að fara að sinna þessum erindagjörðum og Owasa fór með föður sínum. Þegar það var búið áttu mennirnir nokkra klukkutíma eftir og fóru Owasa og faðir hans að leita Pópé og byrjuðu þeir á skrifstofum skólayfirvalda þar sem þeim þótti líklegt að Pópé hefði komið.