Hlátur, gleði og ljúfir tónar Fyrsta sagan mín, svo að ég veit ekki hvort hún sé eitthvað góð eða ekki

Endilega kommenta og segja hvað ég gæti bætt í framtíðinni.



Ég sat einn heima í myrkrinu og spilaði ljúfa tóna Dylans. “Disillusioned words like bullets bark as human gods aim for their mark.
Made everything from toy guns that spark to flesh-colored Christs that glow in the dark.” Spilaðist aftur og aftur í höfði mínu meðan hugsanir mínar flutu í burt og skyldi mig eftir einan í kaldri íbúð í efra Seljahverfinu. Skindilega fékk ég þá flugu í höfðið að fara að ganga. Fór ég að ganga bara eitthvert, vissi ekkert hvert för minni var heitið eða hver tilgangurinn á þessari göngu var. Allt sem ég vissi var að ég þurfti að hreinsa höfuð mitt. Áður en ég vissi af var ég kominn allaleið uppað Kleifarvatni.

Vaknaði ég svo skindilega uppúr dagdraumum mínum við Kleifarvatn og áttaði mig svo á því að ég þurfti að vera kominn heim fyrir sex leitið að passa systur mína, hún var ættleidd frá Kóreu, tveggja ára og nýbyrjuð að tala. Ég vissi að mamma væri öskureið ef ég mundi koma heim svona seint, þar sem foreldrar mínir váttu pantað borð á fínasta veitingahúsinu í bænum fyrir brúðkaupsafmæli sitt. Þau voru að halda upp á 15 ár, einmitt minn aldur, og var ég fyrir löngu búinn að fatta að þau höfðu gifts því að mamma varð ólétt. Ég leit á úrið mitt, sem sýndi 13:27, það fannst mér ansi skringilegt þar sem klukkan var um fjögur leitið þegar ég fór í þennan göngutúr. Ég sá engan í grennd við mig og byrjaði ég að ganga af stað. Ég vissi ekkert hvert ég væri að fara eða hvar ég væri.

Þegar ég loks komst í byggð, kominn í neðra Breiðholtið fann ég manneskju og spurði hana hvernig tímanum liði.
–‘Hún er 18:34’
-‘Shitt’ sagði ég hátt, ‘þakka þér fyrir’ og hljóð svo af stað heim.
Þegar ég kom heim var enginn þar. Íbúðinn alveg tóm og fór ég að hugsa um hvar þau voru. Þögninn lifði stutt þegar dyrabjallan hringdi loks og það oft. Ég hljóp til dyra og stóðu þar mamma og pabbi, með Guðnýju í fanginu.
‘Hvar í andskotanum varstu, ég var skíthrædd um þig, svarar ekki í síman eða neitt’ sagði mamma
-‘Já, en ég var bara úti í gön…’ en ég náði ekki að klára setninguna.
-‘Veistu hvað við vorum hrædd’ sagði pabbi hátt og skýrt. ‘Við hringdum til allra vina þinna og bekkjarfélaga að leita af þér, þú áttir að vera heima og passa systur þína!’
-‘Já, ég veit, ég fór bara í einn göngutúr til að hreinsa hugsanir mína, og það var klukkan fjögur, ég vissi ekkert að ég hafi verið svona lengi’ sagði ég, orðinn frekar pirraður.
Þögninn kom aftur sem áður, pabbi rauf loks þögnina
‘Já, við erum að verða of sein, passaðu systur þína og ekki fara neitt í þetta skiptið’.

Svo fóru þau án þess að kveðja. Ég tók Guðnýju og settist í sófan með hana í fanginu, tók upp Dylan plötuna, gamlan výnil sem ég fann í Kolaportinu í síðustu viku. Guðný fór að hlæja, ég hafði aldrei heyrt hana hlæja áður, og hún flissaði hún og benti á Dylan.
‘Já, þetta er Bob Dylan, einn besti tónlistarmaður allra tíma, uppáhaldið mitt og pabba’. Heyrðist svo aftur fliss í henni. Ég ákvað að setja Dylan í tækið og spila fyrir hana. “Johnny's in the basement mixing up the medicine. I'm on the pavement thinking about the government” heyrðist af výnilnum og brosti Guðný risastóri brosi og klappaði með. Ég byrjaði að brosa og syngja með, gerði eftirhermu mína af Dylan, sótti gítarinn minn og munnhörpuna, byrjaði að spila lagið Outlaw Blues eftir Dylan og söng með í fölskum tón. Hún var að skemmta sér konunglega og táraðist ég við hugsunina. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði séð hana glaða, venjulega var hún alltaf sígrenjandi og með hávaða, en núna kom eitthvað nýtt í ljós. Frá þeim tímapunkti fattaði ég hvað ég var glaður að eiga hana sem systur. ‘Loksins einhver til að deila Dylan með í framtíðinni og spila hann fyrir born og barnabörn sín’ hugsaði ég með mér, vitandi að þarna væri eðal Bob Dylan áðdáendi kominn til sýnis.

Alltaf þegar ég þurfti að passa hana í framtíðinni voru þau fáu skipti sem ég var virkilega hamingjusamur. Vildi ekkert annað en að sitja með litlu systur minni að hlusta á Dylan og fleiri sveitir. Í uppvexti hennar, þegar ég varð orðinn 21 árs og hún var orðin sjö ára fór hún að spila á gítar og vildi gera allt til að verða eins og allir þessir frábæru tónlistarmenn sem ég hafði hálfpartin alið hana upp á. Þegar ég heyrði að hún vildi læra á gítar, var ég glaður til að borga námið handa henni og kenna henni aukalega ef hún vildi, jafnvel þótt að það mundi kosta mig mikla peninga.

Við urðum bestu vinir það sem eftir var og var þetta bara sú eina manneskja sem ég var virkilega hamingjusamur með.

Endi
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.