Ég bý og vinn þar sem ég á heima, í sömu byggingunni og í sömu blokkinni. Viðar heiti ég og er gangamaður, gaman að kynnast þér.

Ég þríf og hreinsa stigagangana á húsinu. Öðru hverju á fæ ég að gera aðra hluti eins og að þrífa hjólageymsluna eða kompuna en best af öllu er að fara uppá þakkið því húsið eru átta hæðir upp, en hættulega átta hæðir niður.

Á töflunni minni stendur hvaða daga ársin ég á að gera hvað, þar seigir að ég á bara fara þangað tvisvar á ári. Þar er eingin sem fylgist með störfum mínum, get ég því farið þangað hvenær sem ég vill, oftast þegar ég er búin að þrífa gangana.

Þar er gott að vera. Ferska loftið leikur um hárið mitt.

Ég þekki alla sem búa á 8 hæð því þar bý ég. Ég heyri í þeim og sé þau þegar ég er að þrífa og heyri í þeim þegar þau koma heim. Það er svo mikil læti í þeim. Mikið af fólkinu er gamalt, það fólk er fínt, ég tala bara við það, heilsa og kveð.

Klukkan slær. Það er gaman að fylgjast með fólkinu. Ég sé manninn sem fer í góða veðrinu út á svalir og reykir, konuna sem vökvar blómin, krakkana með lætin úti sem skyrpa og sóða út neðstu hæðirnar á ganginum.

Ég elska að vera á þakinu á áttundu hæð. Á veturnar kemst ég ekki þangað. Ég býð og býð eftir að sólin taki frostið og snjóinn af þakinu. Tik Tak Tik Tak. Ég fer í gallann og uppá þak.
Það er mikill vindur, en ég nýt þess þótt ég geti bara verið stuttan tíma. Ég sný við til að forða mér frá þessum bil og til að fara niður í hitan en þá þeytir vindurinn mér af þakinu, jæja það var svo sem gott að fá smá ferskt loft. Vinur minn var mér að bana.