Owasa Desi er 10 ára strákur frá afríkuríkinu Burkina Faso, hann býr í litlu þorpi rétt fyrir utan borginna Kaya þar sem fjölskyldan heldur út nokkrum geitum og hænsnum ásamt því að Salamon faðir hans, þarf að fara til borgarinnar að vinna á hverjum degi. Owasa á líka yngri systur Nia og móður Opei, hann er heppin að eiga svona marga að og hann veit það.

Owasa fer í skóla tvo daga í viku, hann þarf að labba yfir í næsta þorp en honum finnst það ekki langt, í skólanum lærir Owasa lestur og stærðfræði svo hann geti fengið vinnu í höfuðborginni Ouagadougou þegar hann stækkar, kennarinn hans heitir Pópé og vann einu sinni í stórborginni og segir krökkunum reglulega sögur þaðan. Owasi er mjög hrifin af Pópé og skólanum, honum langar sífellt að læra meira og meira, það fá ekki allir að fara í skóla. Besti vinur hans, Blaise, fær ekki að fara í skóla, hann þarf að vera heima og vinna fyrir mömmu sína og systir eftir að faðir hans var drepinn.

Á laugardögum spilar Owasa ásamt Blaise og fleiri strákum fótbolta, fyrir tveimur árum síðan komu í þorpið hvítir menn og gáfu fólkinu tvö fótboltamörk og nokkra bolta, frá því hafa strákarnir úr þorpinu og öðrum nálægum þorpum spilað fótbolta á hverjum laugardegi. Stundum koma önnur lið frá öðrum þropum til að spila fótbolta, þá er yfirleitt mjög gaman og fólk safnast að til að horfa á. Þá kemur jafnvel Pópé að horfa á strákanna og hvetja Owasa áfram áfram, en pabbi hans kemur sjaldan, hann þarf alltaf að vinna, líka á laugardögum.

Einn laugardaginn þegar strákarnir eru búnir með að spila fótbolta og Owasa er á leiðinni heim til sín sér hann hvar tveir menn eru að tala við Pópé og Pópé virðist vera áhyggjufullur, Owasa stendur álengdar og fylgist með, loks stíga mennirnir upp í hvítan jeppa og keyra í burt. Owasa hleypur strax til Pópe og spyr hann hvað mennirnir vildu, Pópé er dapur á lund og er fámæltur við Owasa, segir að mennirnir hafi verið frá skólayfirvöldum og að það ætti að leggja niður skólann hans Pópé, næst þegar Owasa mætir í skólann verður það hans síðasta skipti. En Pópé segir Owasa ekki að hafa áhyggjur, hann muni finna leið til að halda kennslunni áfram, kannski fær Pópé aðstoð frá hvítu mönnunum til að reka skólann eða kannski koma mennirnir á hvíta jeppanum aftur. Þrátt fyrir orð Pópe hefur Owasa samt áhyggjur, ef að skólinn hverfur á hann litla möguleika á vinnu í stórborginni, ef að skólinn mun hann aldrei læra að lesa almennilega, hann mun aldrei kynnast leyndardómum stærðfræðinnar eða læra frönsku eða ensku sem allir hvítu mennirnir tala. Með skólanum hverfa allir draumar hans.

Owasa heldur áfram heim til sín, þungur í þönkum, þegar hann kemur heim er pabbi hans líka kominn og móðir hans er búinn að búa til mat handa þeim, en Owasa hefur litla matarlyst þótt þetta sé aðeins önnur máltíð hans í dag, hann neyðist þó til að fá sér tvær lúkur af grautnum sem mamma hans bjó til. Eftir mat fer hann síðan með pabba sínum að laga hænsnahúsið og girðinguna fyrir geiturnar, vinnan hjálpar honum að dreifa huganum frá áhyggjum dagsins.

Næsta dag gengur lífið sinn vanagang í þorpinu, um hádegisbil fer Owasa með föður sínum til Kaya á markaðinn með egg undan hænsnunum, þeir selja næstum öll eggin og Owasa fær smá vasapening fyrir hjálpina, þegar feðgarnir koma heim aftur fer Owasa rakleiðis til Pópé og lætur hann fá vasapeningin, svo að Pópé geti mætt í til kennslu næsta skóladag. Pópé var nýkominn frá hvítu mönnunum hjá Rauða Krossinum þar sem hann reyndi að fá styrk til skólans, hann segir Owasa að engir peningar voru hjá hvítu mönnunum og að allur peningurinn færi í heilsugæsluna í þarnæsta þorpi. Pópé segist því eiga aðeins einn möguleika í stöðunni, hann verði að fara til höfuðborgarinnar og tala við yfirvöldin, sannfæra þau um að skólinn megi ekki hverfa. Owasa biður um að fá að koma með, en Pópé þvertekur fyrir það, höfuðborgin er engin staður fyrir lítil börn og Owasa þarf að hjálpa heima til. Næsta dag kemur bíll til að sækja Pópé, bíll frá hvíta fólkinu, Pópé fær far með þeim til höfuðborgina, Owasa horfir á hann keyra burt dapur í bragði en þó með vonarneista í brjósti.