Ég rótaði í töskunni eftir blýant en virtist ekki finna neinn í fljótubragð, eftir smá stund fann ég hinnsvegar skrúfblýant, en myndi það virka jafn vel? Ég hugsaði með mér að ég ætti kannski bara að fara heim og pæla betur í þessu. Afhverju ætti ég að sitja inni í sextán ár fyrir glennuna og fíflið, það væri hálf heimskulegt að stinga oddhvössum hlut í augað á honum fyrir framan fimmtíu manns. Nei, ef ég ætlaði að drepa hann ætti ég að gera það þanning að það komist ekki upp. Með þessháttar hugsanir í huga mér leið mér aðeins betur og gekk úr af klóstinu með skerpu í augunum. Það var skrítið hverning reiðin hélt tárunum niðri, þegar heimurinn snérist og bognaði stóð hún við hliðin á mér og huggaði mig.

Þegar heim var komið fór reiðin á klósettið og hugsanirnar fóru að rífast. Kannski var veran ekki að hlægja af mér heldur af einhverju öðru, en ég eyðilaggði allt með að gefa henni illt augnaráð. Ég laggðist upp í rúmið án þess að fara úr skónum og kallaði á reiðna til að koma og hugga mig, en hún kom ekki. Í hennar stað kom eftirsjá og vinkona hennar sorgin, þær settust á rúmstokkinn og potuðu í augun á mér, ég gróf andlitið í púðan og í fyrsta sinn síðan kærasti mömmu hafði slegið mig fyrir að stela síkarettunum hans, grét ég.
Afhverju eru allir svona vondir við mig? Mig langaði bara að faðma hana en ég var barinn aftur inn í hellinn minn. Feimnispúkinn hristi hausinn og ég skammaðist mín fyrir að hafa elskað fallegu veruna, ég var ekki þess verðugur að þykja vænt um hana. Síðan sigldi ég á tárunum inn í svefninn og vonaði að ég myndi aldrei aftur vakna.

- Köttur út í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri -