Þetta er fyrsta sagan mín, ég ætla að biðja ykkur að afsaka allar stafsetninga, málfræði og innsláttarvillur þar sem að ég skrifaði þessa sögu á korteri og las hana ekki yfir. En ég vil samt endilega fá að heyra hvað ykkur fanst!
Ég er ekki búin að velja nafn á hana samt.


Hvenær ég varð til, er ekki vitað. Ætli ég hafi ekki orðið til með syndum mannanna. Það er fátt vitað um mig en það sem er vitað er að ég hlífi engum, ég er bæði miskunarlaus og samviskulaus.

Ég er hvorki hún né hann, mig er erfitt að skilgreina. Þið sjáið mig ekki en þið vitið af mér, þeir sem að telja sig sjá mig búa mig til í myrkum hornum sinna eigin hugsana. Þegar á botninn er hvolft þá gerið þið í því að ögra mér, það er eins og þið þráið ekkert heitar en að hafa mig hjá ykkur, ég get yljað ykkur, en ekki til lengdar. Ég get verið besti vinur ykkar en sumir þrá mig of heitt, þá verð ég ykkar versti óvinur og neita að yfirgefa ykkur.

Stóri misskilningurinn liggur í því að það eruð ekki þið sem veljið mig, það er ég sem vel ykkur. Samt eruð það þið sem að takið fyrsta skrefið, fyrsta skrefið er alltaf tekið með fyrsta sopanum. Það eru ekki margir sem að ég vel eftir fyrsta glasið er tæmt, en sumir geta ekki hætt að ögra mér og ögra mér meira þar til á endanum stenst ég það ekki og hrifsa þá til mín. Það er eins og þeir vilji verða valdir, í sjúkum hugarheimi mínum réttlæti ég þessa yðju mína með því að túlka þetta þannig að þeir séu að grátbiðja mig um velja sig og ég sé að gera þeim greiða með því að láta eftir þeim. Leysi þau undan öllu því sem hefur verið að hrjá þau.

En ekkert er ókeypis, þó að það virðist sem ég hafi ögn af samvisku, þá hef ég enga. Ég geri ekkert án þess að fá eitthvað í staðinn. Flestum gef ég aðeins hausverk, mis mikinn þó eftir því versu mikið þeir tóku frá mér, öðrum gef ég fíkn, enn þeir sem að skulda mest,af þeim tek ég lífið.
Ég byrja oftast smátt. Það er margt innifalið í lífinu. Hvað er líf án fjölskyldu, vinnu, virðingar, peninga og heimilis. Ég byrja á peningunum, þá er auðveldast að taka. Enda hefur það komið í ljós í gegnum tímans tönn að oftar en ekki fylgir hitt á eftir. Hver drykkur kostar sitt, eftir hvern sopann þá langar þig í meira, svo enn meira og á endanum ertu hættur að hafa fyrir því að hella í glas. Glasið tekur frá þér dýrmætann tíma og þú ert byrjaður að drekka af stút.

Þegar á það skeið er komið þá er ég langt kominn með að taka af þér virðinguna. Ef þú virðir ekki sjálfann þig, hver gerir það þá. Það eru ekki margir sem virða þá sem sitja út í horni með áfengisflöskuna og drekka af stút.
Því meira sem þú drekkur því hraðar fljúga peningarnir. Því fleiri seðlum sem þú horfir á eftir, þeim meira gleðst ég. Þegar að peningaæðin þornar upp þá er ekki langt í það að fjölskyldan fari líka, þú sérð ekki um fjölskyldu og heldur uppi heimili án peninga, það nærist enginn á loftinu. Einhver tímann í millitíðinni þá hef ég tekið vinnuna af þér. Þú hélst að þú hefðir valmöguleika, að mæta í vinnuna eða að opna flöskuna. Þú hafðir hann ekki.

Um leið og ég vel þig þá er erfitt að sleppa. Sumir vinna fyrir því, öðrum sleppi ég einfaldlega því það er enga ánægju að fá frá þeim lengur en það eru fæstir sem að sigrast á mér.

Af hverju þú en ekki maðurinn sem sat við hliðina á þér á barnum?
Kannski vorkenndi ég þér, sumir eru bara óttalegir ræflar og eru betur settir með áfengi sem afsökun en einfaldann aumingjaskap. Aðrir hafa það of gott, af hverju ætti ég að velja fimm barna foreldri eða manneskju sem væri milljónamæringur og hefði allt í hendi sér, þeir hafa það of gott, gott og ég eigum ekki saman. Svo er það þriðji flokkurinn og einnig sá stæðsti, þeir sem að geta ekki hætt að ögra mér.

Þeir sem að vilja ekki fá mig eiga ekki að bjóða mér í heimsókn, helgi eftir helgi, dag eftir dag. Því það er bókað mál að þú veist aldrei hvenær ég ákveð að setjast að. Þegar að ég er sestur að, þá fer ég ekki sjálfviljugur í burtu. Ég get bæði verið þinn besti vinur og versti óvinur á sama tíma. Því ég er eftir allt saman hinn eini sanni Vínandi….