Ég hef aldrei fundið mig í Íslensku mannlífi. Snemma á lífsleiðinni var ég dæmdur til þess að verða útundan, skoðanir mínar skiptu ekki máli, ekkert sem ég sagði var talið merkilegt og ekkert sem kom frá mér var fyndið frá mér nema þá kannski aumkunarverðar tilraunir til þess að reyna lyfta áliti fólks á mér upp á hærra plan. Þær tilraunir voru náttúrulega kæfðar í fæðingu.
Seinna meir þegar fólk varð eldra og nennti ekki lengur að pæla í furðufuglum eins og mér gat ég loksins labbað í friði eftir göngum skólana. En ég varð ekki ánægður, ég hafði einfaldlega aldrei lært að vera hamingjusamur, það var bara ekki búist við af mér. Dæmdur í eilífa óhamingju af ósýnilegum þjóðfélagslegum kröftum. Það geta einfaldlega ekki allir verið hamingjusamir, það myndi aldrei ganga upp, einhverjir verða að þjást. Og ég er einn af þeim sem þarf að bera þann dóm á öxlum mér, ég er viðmiðun fyrir hina hverning hamingjusamt fólk er ekki.

Einn dag eins og kafbátur sigldi ég eftir ganginum með þanning tónlist í eyrunum að þetta var allt eins og fallegur draumur. Ég heyrði ekki hvað fólk var að segja en ég sá það vera að tala, munnar þeirra opnuðust og lokaðust eins og tálkn í fiskum og öðruhvoru sýndi það á sér tennurnar og pírði augun. Trúlega merki um tímabundna gleði, gleði sem ég hafði aldrei upplifað.
Ég sigldi að landi og setist á bryggjuna og þar var hún. Þessi ótrúlega vera sem varð fallegri og fallegri í hverjum tíma. Ég passaði mig að setjast ekki of nálægt henni til þess að styggja hana ekki og starði á vegginn fyrir framan mig, hlekkjaður í feimni. Hún leit á mig eitt andartak, kannski til þess að miða út þessu skrítnu hljóð sem láku laumulega út úr heyrnatólunum. Þrátt fyrir að ég vissi að hún væri að líta á mig þorði ég ekki að mæta augnráði hennar í hræðslu við að svipur hennar gæfi vísbendingu um áhugaleysi og starði ég enn fastar inn í vegginn á móti mér, síðan á gólfið, síðan út ganginn og að lokum aftur á vegginn. Eftir þessu munstur góndi ég kæruleysislega í kringum mig á hluti og fólk sem átti leið í gegn um sjónlínuna.
Nokkrar mínútu liðu og nánast heyrnalaus af draumkenndri tónlist brá mér þegar strákur, smávaxnari en ég en félagslyndrari ásjónar gekk inn í sjónsviðið mun nálægara en annað fólk. Hann tók stefnuna á bryggjuna mína og hlammaði sér niður með áreitandi glotti á milli mín og fallegu verunar. Strax þá var ég farinn að sjá eftir því að hafa ekki sest nær henni og lokað þessari rifu á milli mín og hennar í tíma og rúmi og þanning útilokað þennan einstakling um að komast svo nálægt henni.
Síðan nokkrum sekúndum eftir að hann var sestur tók glottið sem hann bar að breytist í gervilegt bros og hann gerði sig tilbúinn til þess að tjá sig í átt að hana. Ég lækkaði í tónlistinni án þess að ég tæki af mér heyrnatólin þanning að ég gæti hlustað á bryggjutal þeirra án þeirra vitneskju.
“Hæ, hvað segirðu” sagði strákurinn með hressum róm sem var yfir meðallagi í hljóðstyrk miðað við venjulegar samræður.
“Bara fínt” sagði veran og lét hógvært bros fylgja með.
Og strákurinn mælti “Ertu byrjuð á bókinni eða…”
“Já ég er búinn með fimm fyrstu kaflana, þú?” svaraði veran.
“Já, nei, ég er ekki einusinni búinn að kaupa hana” sagði hann með montnum tálsmáta.
“Jááá” sagði veran.
Örstutt þögn varð á samræðum þeirra. Þetta er greinilega ekkert að virka hjá honum hugsaði ég með mér og brosti í huganum.
Hann áttaði sig á mistökum sínum og breytti um umræðuefni. “Hérna fórstu á tónleikana” sagði hann með aðeins lægri rómi.
“Já, þetta er var rosalega skemmtilegt” Sagði hún og sýndi honum meiri áhuga.
Þurfti hann endilega að hitta á sameiginlegan hlut til þess að geta byggt upp áhuga hennar á sér. Ég fann fyrir hraðari hjartslátti, svitaperlur gerðu vart um sig og hugsanir um að sjá þau einn dag sitjandi á bryggjunni minni haldandist í hendur. Hann opnaði munninn og ætlaði örugglega og henda einum af hans venjulega glyðru línum í hana þegar hlátur heyrðist. Hann lokaði munninum og leit í áttina af hlátrasköllunum eins og köttur sem kemur auga á hreyfingu. Svo heppilega vildi til að í því kom kennarinn og við stóðum upp. Hún var minnst, síðan hann og að lokum ég sem var hæðstur. Ég dró í mig andan og teygði aðeins á líkamanum til þess að virðast jafnvel enn stærri en hann og gekk inn í stofuna á eftir þeim.
Ég veit ekki alveg afhverju en ósjálfrátt sast ég aðeins einu sæti frá henni, hún veiti því engri eftirtekni og tók upp úr fallegri leðurtösku kennslubækur og ég tók mínar bækur upp úr bakbokanum mínum sem var sundurtætur eftir áralangra notkun. Kennslan hófst og kennarinn aus upp svo miklu kennsluefni að það mætti halda að hann væri aðeins að sýna fram á yfirburðar kunnáttu sinnar í þessu fagi. Tíminn leið og hún einbeitti sér af því ná niður sem mestri visku. Ég hinnsvegar einbeitti mér að því að stara ekki of augsýnilega á hana, frekar gægðist ég öðru hvoru upp úr bókunum og tók leynilegar myndir af henni inn í hausinn, snéri mér aftur af bókunum og dást að henni í huganum. Í lok tímans sagði kennarinn að við ættum að koma okkur saman í tvö og tvö í hóp til þess að vinna verkefni sem verður á morgun. Strákurinn hafði sem betur fer sest annarstaður í hóp kunningja sem gerðu í því að trufla kennsluna með masi, þanning að ég leit á hana og með þanning andlitssvip ég gefi henni merki um að ég væri ekki enn kominn í hóp. Hún leit í kring um sig og þar sem enginn sat á milli okkar spurðu hún hvort við ættum ekki að vera “saman”, hjartað tók kipp og ég mælti hljóðlega “Já já”.
Ég lenti í hóp með henni, aleinn með henni, hún bað mig um að vera með sér. Tilhlökkunun varð rosaleg og ég ákvað á stundinni að á morgun skyldi ég reyna tilraun til þess að vekja hrifningu hjá henni….