Uppahafið.

Hún féll á harða jörðina og misst sverðið. Hann beindi sverði sínu að hjartanu á henni. ,,Hvar er kórónan!” sagði hann ískaldir röddu. Þó að hún væri í hræðilegri aðstöðu brosti hún hæðnislega. ,,Aumingja Ravakaskv. Þú hefur ekkert að færa herra þínum. Hann verður ekki glaður.” Ravakaskv átti erfitt með að missa ekki stjórn á sér. ,,Ég endurtek. Hvar. Er. Kórónan.!?” Hún brosti enn. ,,Ég segi þér það ekki,” sagði hún róleg. ,,Sama hvað þú gerir.” Seiðskrattinn geiflaði sig. ,, Þú lifir ekki mikið legur ef þú heldur svona áfram,” sagði hann. Röddin svo köld að gróðurinn nærst honum fraus. Hún var enn með glottið á andlitinu. ,,Jafnvel þó ég segði þér það þá myndirðu samt drepa mig. Vegna þess að ég væri bara fyrir ef ég fengi að lifa. Frændi.” Andlit Ravakaskvs afmyndaðist af reiði. ,,Ekki. Dirfast. Að kalla mig þetta! Það gæti flýtt fyrir dauða þínum.” Hún yppti öxlum. ,,Því ekki. Þú drepur mig hvort sem er. Og ekki einu sinni ímynda þér að ég segi eitthvað. Það stoðar ekki.” Ravakaskv varð enn reiðari á svipinn. ,,Þá er okkur ekki til setunnar boðið,” sagði hann og rak sverðið í gegnum hjarta hennar. Hún dó samstundis. Hann glotti illgirnislega. Svo snéri hann sér við og gekk í burtu úr skóginum. Hann sá ekki að líkami hennar leystist upp í bláu neistaflugi að baki hans. Neistarnir mynduðu einhverskonar flöktandi útgáfu af líkama hennar sem sveif í átt að þremur konum sem höfðu staðið faldar á bak við klett og horft á aðfarirnar. Hvítt ljós leiftraði og konurnar og kúlan hurfu.
***
Jamm, ef einhverjum líst vel á þetta verður kanski framhald…

——
Afhverju í fjandanum ætti ég að þurfa undirskrift?!