Mig langar til að segja þér sögu. Þetta er ekki saga eins og þær sem þú lest oftast, þessi er eitthvað annað. Þessi saga kemur frá mínu hjarta og er eftir mínu höfði, svo að mér er í raun nokkuð sama hvort að þér líkar hún eða ekki. Það eina sem ég bið um er að þú lesir hana með opnum huga, fordómalaust og umfram allt af fúsum og frjálsum vilja, því það eina sem ég er að gera með skrifunum að þessari sögu er að koma henni frá mér. Hún er einskonar aftöppun, ég er að tappa af þankatanki, svo að nýjar hugsanir komist inn og pláss sé fyrir nýjar sögur og minningar.
En þessi saga mín byrjar á Guðmundi vini mínum. Guðmundur var sonur tveggja tannlækna og bjó í tvílyftu einbýlishúsi í útjaðri bæjarins. Guðmundur var einn af hörðu gaurunum, hann skapaði ekki vandræði, en hann var þannig maður að vexti að enginn skapaði til vandræða á meðan hann var nálægur. Flestir kölluðu hann Gumma jaxl, sem mörgum þótti nokkuð tvíbent.
Partíið hjá Gumma var árlegur viðburður, einn af fáum í þessu bæjarfélagi okkar þar sem unglingar gátu skemmt sér án þess að fullorðna fólkið skipti sér nokkuð af okkur. Það var helst ef einhver lenti fullur í miðbænum ef hringt var á yfirvaldið, og jafnvel þá var ekki mikið gert í málunum annað en að biðja okkur vinsamlegast um að lækka aðeins í okkur og slaka á, líklega hefur það verið vegna þess að pabbi hans Gumma var einn valdamesti maður bæjarinns, og eigandi einu tannlæknastofunnar í nágreninnu.
Eins og síðustu ár var húsið troðið út úr dyrum, hvar sem maður fór í húsinu voru alltaf að minnsta kosti fimm manneskjur í hverju herbergi. Meira að segja háaloftið sem hafði orðið útundan þegar húsið var innréttað, og þar af leiðandi skítkalt, var troðið fólki. Það sem er kannski eftirminnilegast frá þessum partíium fyrir utan samtölin og hinar ýmsu uppákomur var stéttaskiptingin. Í minnstu herbergjunum, bílskúrnum og háaloftinu var fólkið sem þekkti Gumma lítið sem ekkert, en í eldhúsinu og stofunni vorum við, klíkan sem ég var svo lánsamur að vera hluti af.
Klíkan okkar var svosem ekki stór hópur, en í litlu bæjarfélagi eins og okkar var hún alveg nógu stór. Þegar best lét vorum við tuttugu talsins auk kærustum. Það mætti alveg líkja klíkunni okkar saman við mafíur okkar tíma. Við gerðum öðrum greiða gegn gjaldi eða skuldbindingu um greiða á móti. Við sáum um að útvega ýmsar vörur fyrir unglinga undir lögaldri sem erfitt eða ómögulegt var að fá í bænum. Lengst af var þýskt munntóbak vinsælast, en þegar Ragga tókst að koma á laggirnar stórvirkri landabruggverksmiðju þá fóru hjólin að snúast og klíkan okkar fór að græða af alvöru.
Til að byrja með dugði bruggið hans Ragga alveg fyrir alla sem vildu yfir eina helgi. En síðan fréttist til nágrannabæjar okkar að við værum að bjóða upp á háklassalanda og þegar við seldum fimmtíu lítra þangað í partí, þá var ekki aftur snúið. Fljótlega eftir þessa útvíkkun okkar sáum við að verksmiðjan hans Ragga annaði ekki eftirspurn og við sáum að við urðum að færa út kvíarnar. Við fórum þess vegna á stúfana og komumst að þeirri niðurstöðu að best væri að setja upp aðra verksmiðju í bílskúrnum heima hjá Jonna. Það spilaði mikið inn í dæmið að pabbi hans Jonna var lögreglustjóri bæjarins og þar með ekki líklegt að Jonni fengi annað en orð í eyra ef upp um bruggið kæmist.
Við héldum brugginu áfram og eftir hálft ár vorum við með skipulagða starfsemi í innflutningi, sölu, dreifingu og framleiðslu á alls konar vörum. Viðskipti okkar voru orðin svo stórtæk að við urðum að fjölga í klíkunni og skipta henni í deildir. Ein deildin tók við þeirri starfsemi sem við stunduðum áður en bruggið kom til sögunnar, svo sem innflutningi á munntóbaki, sígarettum og léttvíni. Önnur deild sá um dreifingu á öllum þeim vörum sem við skiptum með og sá líka um innheimtu á skuldum, stundum með grófari aðferðum en ég vil fara út í að svo stöddu. Þriðja og stærsta deildin var bruggdeildin, sem var orðin svo stór og dreifð um bæinn að við urðum að setja þrjá yfirmenn yfir þá deild. En yfir þessu öllu saman ríktum við, Raggi, Pési og ég.
Ég veit fljótlega eftir að ég sá hversu hratt klíkan okkar stækkaði, vildi ég sem minnst af þessu vita. En Pési, stóri bróðir minn, vildi áfjáður fá mig með í hópinn. Ég skildi það ekki þá, en ég sé það núna að hann vildi það vegna starfsins sem ég var í utan klíkunnar. Ég var sendill hjá kaupmanninum og fór víðsvegar um bæinn. Það sem vakti fyrir Pésa var að ég væri augu og eyru klíkunnar við umheiminn. Ég væri líklegastur af þeim öllum til að frétta ef einhver hygði á eitthvað grunsamlegt í garð klíkunnar.
En einhvernvegin hætti þetta allt saman. Jafn fljótlega og við höfðum komist á toppinn, sukkum við á botninn, við ýmist fórum að standa okkur í skóla, fengum almennilega vinnu eða hreinlega misstum bara áhugann. En ég get ekki neitað því að oft í seinni tíð hef ég séð eftir því að hafa ekki haldið þessu áfram, því að við græddum á þessu fjárhagslega og það sem meira er við mynduðum tengsl okkar á milli sem enn í dag eru mjög sterk þó að við tölumst lítið sem ekkert við, utan okkur sem gerum það vegna viðskipta sem fyrirtæki okkar hafa sín á milli, en við tölum aldrei um gömlu dagana.

Svo einn daginn, þegar ég var rétt nýsestur við morgunverðarborðið, þegar síminn hringdi. Þar sem ég átti ekki von á símtali þennan morguninn brá mér og sullaði niður heilum líter af appelsínusafa. Í símanum var vinur minn Gummi. Hann sagðist vera í vandræðum og bað mig um að koma og hjálpa sér. Ég spurði hann ekki einu sinni að því hvað væri að, Gummi hefði aldrei farið að hringja í mig nema það væri mikilvægt.
Ég komst aldrei lengra en rétt út fyrir húsið. Þá fékk ég líkt og högg fyrir brjóstið og féll í jörðina. Þegar ég rankaði aftur við mér sá ég að hendur mínar voru ataðar blóði. Mínu blóði.
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.