The Curse of the Diamond Ring
Partur 1

Þetta var venjulegur dagur í lífi mínu ég var búinn í skólanum og ég var á leiðinni heim með tveim vinum mínum. Við tökum alltaf sömu leiðina, framhjá sjoppunni í meðfram ráðhúsinu. Við vorum nýkomnir framhjá ráðhúsinu þegar gamall maður hljóp fyrir hornið. Þetta var fátækur maður sem hélt á einhverjum blaðsnifli og það voru þrír menn að elta hann á bíl. Ég sá aðeins tvo vel annar var feitur og smár, hinn var stór og mjór. Gamli maðurinn sá að ég var að fylgjast með. Það var ótti í augum hans og ryk í vösum hans. Ég snéri mér við og fór aftur að tala við strákanna. Ég kom heim seint um kvöldið, ég fór strax upp í herbergi og háttaði. Þá var bankað og gluggann. Ég hikaði við að gá hver væri þar á ferð, en ég gáði samt. Til mikillar furðu var þar gamli karlinn frá því fyrr í dag. Ég opnaði gluggann til að spyrja hann hvað hann væri að gera hér, en áður en ég gat spurt henti hann blaði inn um gluggann og hljóp í burtu. Ekki var ég hissa að hann myndi koma, hann horfði svo skringilega á mig í dag. En ég ákvað að kíkja ekki á blaðið fyrr en á morgun því að þá er laugardagur. Ég dreymdi að risastór skepna stóð yfir mér og á hendi mér var fallegur demantshringur. Síðan vaknaði ég og ég hafði svitnað mjög yfir draumi þessum. Morguninn eftir kíkti ég á blaðið á því var eitthvað ævafornt letur, örugglega rúnir ég skildi þær ekki. Svo kíkti ég í hornið á blaðinu og þar var það, skepnan úr draumnum. Hvernig getur þetta verið mig dreymdi þessa skepnu hvernig getur mig hafa dreymt hana þegar ég hafði ekki einu sinni kíkt á blaðið. Þá tók ég eftir því að á fingri hennar var demantshringurinn sem ég var með á hendinni minni í drauminum. En skrítið hugsaði ég ég verð að fá skýringar á þessu og aðeins einn maður getur sagt mér þær upplysingar.


Hver er þessi maður sem hann fær upplysingar frá ?
Hvernig tengist skepnan hringnum ?
Og afhverju dreymdi hann um skepnuna ?

Þessu verður svarað í næsta hluta sögunnar