Ég elska mann.

Það merkilega er, að hann elskar mig líka.


Ég er læst inní herbergi með tvemur hávöxnum verum. Þeir eru talandi saman á lágu nótunum, svo lágt að ég heyri ekki nema eitt og eitt orð. Orð sem hljóma eins og ‘nauðgar’ eða ‘peningarnir’. Af hverju eru þeir búnir að læsa mig inni? Ég sit ein út í horni og græt. Græt og græt. Ég finn allt í einu fyrir litlum kláða, eða kitli, á hálsinum og bringunni. Ég klóra mér á hálsinum og bringunni en ekkert gerist. Mér klæjar bara ennþá meira. Ég finn skelfingu lostin hvernig ég finn ekki fyrir klórinu. Það eru komin djúpir skurðir á hálsinn á mér. Af hverju er þetta að gerast? Það rennur upp fyrir mér. Ég opna augun.

Bjarmi Már Davíðsson, maðurinn sem ég elska, er liggjandi við hliðina á mér í okkar ofurlitla rúmi, með hendurnar á hálsinum á mér og brosir blíðlega. Ég brosi á móti, svo hamingjusöm. Hann er svo fullkominn, með sitt brúna hár og brúnu augu, þráðbeinar tennur og stórt hjarta. Hjarta mitt stoppar þegar hann leggur höfuðið á öxlina á mér og segir hægt þessi þrjú orð sem ég hefði aldrei búist við. ‘Ég elska þig.’

Hvernig er það mögulegt að svo fullkomin manneskja eins og Bjarmi líti við miðlungsmanneskju eins og mér? Ég er ekki sérstök, ég er ekkert ofurfalleg. Ég er bara ég. Bara ég.

Við kynnumst á fyrirlestri daufdumbra. Hann hellti óvart kaffinu sínu yfir einn af þeim daufdumbu, og ég kom hlaupandi með klósettpappírinn. Saman hentumst við hlæjandi út eftir að hafa þurrkað gólfið ófullkomlega. Hann fékk númerið mitt, og ég fékk hans. Átján stefnumótum, þremur kaffiboðum og fimm heilum dögum síðar enduðum við hérna. Þar sem hann sagðist elska mig.

Ég heiti Sunna. Ég er tuttugu og tveggja ára gömul. Ég er einn, sextíu og fjórir sentímetrar. Ég er ljóshærð. Ég er í Listaháskóla Íslands. Ég vinn í Öskjuhlíðarskóla að hlutastarfi. Ég á kærasta. Kærasta sem elskar mig.


——————————————–

LilyEvans -
, og samt ekki.