“Af hverju ég” sagði ég aftur og aftur, af hverju þurfti þetta að gerast? Ég hugsa aftur og aftur um þá tíma þegar að við vorum saman, við vorum ung og ástfangin, elskuðum hvort annað meira en allt, héldum að ekkert gæti stoppað það. En það var bara draumórar, því á einu augabragði var þetta búið, þú fórst, hvarfst frá mér, allt búið.
Ég var ekki samur lengi á eftir, “af hverju þurfti þetta að gerast” hugsaði ég alltaf með mér, en gat svosem ekkert gert í því, þú varst farin frá mér.
Svo löngu seinna, það sem ég hugsa ennþá um í dag. Þú hringir í mig eitt kvöldið, segist elska mig ennþá og viljir fá mig aftur. Ég fæ algjört sjokk og hugsa mig lengi um, hvað ég ætti að gera í þessari aðstöðu. Hugsa síðan um það hvernig þú hafðir sært mig, og um hvað það tók mig langann tíma að jafna mig, og er loksins aftur núna byrjaður að hugsa um annað samband, og er því að dandalast eitthvað með annari, hugsa um hana, er andvaka alla nóttina hugsandi um það sem gæti og gæti ekki gerst.
Tala síðan við þig og segi þér frá öllu, að ég vilji þér allt gott en er bara ástfanginn af annarri stelpu, þú grætur og grætur og segist ekki vilja þetta, segist vilja mig.
Eftir þetta kvöld er ég smávegis efins um hvort ég ætti að fara aftur til þín eða ekki, partur af mér vill það, en annar partur ekki. En þú lætur sem þú hafir ekki áhuga lengur, strax farin í aðra stráka, og ég hugsa lítið um þetta eftir á.
En svolítið seinna, þá erum við farin að tala aftur mikið saman, allt er í góðu, og ég er farinn að bera hlýjann hug til þín, en þá fæ ég þær fréttir, eins og köld gusa í andlitið, “ég er að fara að flytja burt, í annan skóla.”
Síðan heyrist ekkert frá þér í lengri tíma, nema að þegar þú ert komin burt, flutt í burtu.
Svo byrjar þetta allt, aftur, við byrjuð að tala mikið saman aftur, erum í stöðugu sambandi nær alla önnina, svo kemur að því, jólafrí, og þú kemur í bæinn.
Ég fer og hitti þig, og þegar þú kemur til dyra, sé ég hversu falleg þú ert, fallegri en nokkurn tímann.
Við töluðum saman og höfðum bara rólegt kvöld saman, svo allt í einu var kvöldið búið og við þurftum að skiljast að, og það gerðist, ég var búinn að finna allt kvöldið svona fiðring í maganum, “getur verið að ég sé ástfanginn” hugsa ég með mér.
Síðan þegar ég horfi á þig fjarlægjast mér meir og meir, fatta ég betur og betur, að ég hefverið ástfanginn af þér allann tímann, að ég elskaði þig eitt sinn og elska þig ennþá, ég hætti ekkert að elska þig. En þegar ég var búinn að fatta þetta þá varstu komin of langt frá mér, of langt í burtu til að ég gæti hlaupið til þín og sagt þér þetta. Ég hef ekki getað hætt að hugsa um þig síðan, og sérstaklega tilhugsunina um það að eftir jólafríið verður þú farin aftur burt, og ég mun ekki getað séð þig aftur í lengri tíma.
En þá fer ég að hugsa um það, um hvað hefði gerst hefði ég skilið það í upphafi að ég elskaði þig ennþá, væri ástfanginn upp fyrir haus, hefði ég ekki verið svo vitlaus að sleppa þér kvöldið sem þú baðst mig um að koma aftur, þá værir þú hjá mér núna, værum við saman, ef ég bara hefði hugsað allt til enda, þá hefðiru verið mín núna. En svo er ekki, sökum þess að mér reyndist það ofviða að hugsa allt til enda, og því er ég hér einn og ástfanginn, ástfanginn af stelpunni sem að er svo nálægt mér en samt svo langt frá mér.