Ég rankaði loks við mér, ég sá ekki neitt, allt var máð og slykjukent. Loksins fór sjónin að ranka við sér og ég fór að sjá. Ég lág inn í húsi, spýtur voru nelgdar fyrir gluggana og það eina sem gaf frá sér birtu var lítill olíulampi við hliðinna á mér. Hvernig hefði ég endað hérna, það seinasta sem ég man var þegar ég var í bardaganum og var skotinn í kviðinn.
Það leið nokkur stund þar til að einhver maður kom inn til mín. Hann var hátt í tveir metrar á hæð og þéttbyggður. Hann leit á mig og kallaði á rússnesku að ég væri vaknaður. Þá kom annar maður inn með kringlótt gleraugu, þessi var töluvert minni og mjög grannur hárið var grátt og var byrjað að þynnast. Hann gekk að rúminu sem ég lág í og lyfti teppinu sem var ofan á mér. Ég sá sárið á kviðnum. Yfir því var blóðrauður klúttur. Sárið var að miklu leiti gróið og ég fattaði þá að ég hafði verið án meðvitundar í marga daga ef ekki vikur. Ég reyndi að rísa upp en ég var of máttvana. Maðurinn með gleraugun reis nú á fætur og kynnti sig. “Ég er Doctor Lars Lubenstreiner.” Hann var þjóðverji.”Þú hefur verið án meðvitundar í allnokkurn tíma. Þér var bjargað af skæruliða hersveit minni. Þessi maður hér fyrir aftan mig er Dimitri, hann er úkranískur skógarhöggs maður en einnig vélbyssuskyta.”
Þarna lág ég og mér hafði verið bjargað af nasista svíni. Ég reyndi að rísa upp aftur og í þetta skiptið tókst það. Ég spurði manninn hvort einhverjir höfðu lifað bardagann af. Hann hristi hausinn og sagði nei. Hann rétti mér búniginn minn og gekk síðan út.
Ég klæddi mig í með miklum erfiðleikum og haltraði svo fram. Ég kom inn í herbergi sem var fullt af búningum þýskra hermanna. Þarna inni voru líka sprengjur og vopn. En allt var þetta þýskt. Ég gekk inn í næsta herbergi. Þarna sátu um það bil 10 manns. Lars stóð í miðju herberginu og var að tala við fólkið. Hann snéri sér við þegar hann heyrði í mér.”Velkominn.” sagði Lars eins og ég væri aldagamall vinur hans. Hann leiddi mig fram á mitt gólf og byrjaði að kyna fólkið. Sá fyrsti sem hann kynnti var Josef Larminki og var þjálfuð leyniskyta. Sá næsti var Dimitri og hann hafði verið kynntur við hliðinna á honum sat ungur piltur sem hét Ion Antonesku hann var fótgönguliði líkt og ég sjálfur. Næst var maður um fertugt hann hét Miklos Karpi og var sprengiefna sérfræðingur og námuverkamaður. Þar næst var Kona sem var þýsk líkt og Lars, hún hét Clara Wonheim og var njósnari sem sængaði með foringjum þýska hersins, á móti henni sátu tveir menn sem voru nauða líkir, þetta voru Mikael og Vatutin Mikolesku þeir voru bræður og vissu að miklu leit allt sem hægt var að vita um skriðdreka og önnur faratæki. Tveir síðustu mennirnir voru hávaxnir og vöðvastæltir, þeir voru Katukov Bankov og Popel Chistakov þeir voru báðir sérfræðingar um vopn og skotfæri. Þegar Lars hafði lokið kynnigunni á þeim spurði hann mig hver ég væri og ég svaraði. “Ég er Nikolai Vatutin og er fótgönguliði í 6. her sovíet hers.”. Lars tók svo í hendina á mér og rétti mér rifilinn minn og hnífinn. Hann rétti mér líka kassa af skotfærum. Ég tók við hlutunum og þakkaði honum, og gekk síðan út. Veturinn var nú orðinn meiri og snjórinn þykkari. Ég var staddur í yfirgefnu þorpi og sá að um 30 kílómetrum í burtu var her Haussers staðsettur. Ég hét sjálfum mér því að drepa hann og gekk svo inn aftur. Inn var lars og allir hinir, þeir voru að skipuleggja næsta leiðangur og nafn Haussers var í samræðunni. Ég tók ekki þátt í skipulagningunni heldur fór út aftur. Ég kveikti mér í sígaretu og hallaði mér að húsveggnum. Loks kom einhver út, það var Ion. Hann bað um smók og sagði svo að við myndum ráðast á Hausser í kvöld. Hann gekk svo inn aftur og ég elti hann.
Lars sagði mér að hvílast fyrir kvöldið. Ég fór inn í herbergið sem ég vaknaði í. Þar lágu allir nema Ion og Katukov. Ég fann mér stað og lagðist þar til svefns. Inn í mér jókst hatrið.