Eldurinn..

( Þessi saga er alls ekki fyrir viðkvæmar sálir)



Ég hleyp alelda út um allt, ég sé mjög óljóst það sem er fyrir framan mig, en ég heyri öskrin, þessi hræðilegur óp sem heltekur huga minn.
Ég var vel klæddur, svo ótrúlega vel klæddur, en það virðist sem eitthvað hafi farið úrskeiðis..

Ég hugsa um fjölskilduna mína, hvað þau hafa ávalt staðið við bakið á mér í því sem ég hef verið að reyna að gera, þó svo að konan mín hafði ávalt verið mjög hrædd um mig, hún Dísa mín.
Dísa skvísa eins og ég kallaði hana oft, hún hló stundum, en oftast leit hún bara leiðindar augum á mig og sagði að ég væri svo frumlegur, en alltaf á endanum brosti hún til mín.

En hann Brjánn, yngsti sonur minn, hann hefur ávalt verið áhugasamur og hjálpað mér, helst bara sálfræðilega.
Páll og Snorri, veit ekki alveg með þá, fyrst á yngri árum þá fannst þeim þetta rosalega sniðugt, en núna er það bara áhiggjur gagnvart því sem ég er að gera og að sjálfsögðu hef ég skilið þá.
Einu sinni kom Snorri til mín reiður og svektur, hann sagði mér að hætta þessari bölvaðri vitleisu. En helvítis þrjóskan, neitaði mér þá bæn að hætta.

Og núna er ég staddur hérna, á fótbolta velli, hlaupandi eins og hálfviti, eins og það eigi eitthvað eftir að stoppa það stærðarinnar bál sem umleikur mig. Ég reyni að öskar,en get það ekki, því eldurinn gleipur í sig allt það súrefni sem er mér svo kærkomið.
Nú finn ég hvernig skinnið á mér byrjar að bráðna og það er svona eins og það sé byrjað að sjóða, hegða sér eins og soðið vatn.
Aldrei á ævinni hef ég fundið fyrir eins miklum sársauka, ég reyni að gráta en sársaukinn er svo hræðilega mikill.

Inn um öll ópin, heyri ég Dísu gráta, ég hef ávalt þekkt hennar grátur, sá fallegasti sem ég hef heyrt en líka sá sorglegasti, eftir því í hvernig aðstæðum hann var notaður.

Ég finn hvernig augntotturnar springa og leka niður kinnarnar á mér.
Það seinasta sem ég hugsa er að þessi litla málsgrein í þessari blessuðu bók var alls ekki þess virði.