Dómurinn

Ég sat fyrir dómara og horfði í augun á öllum vitnonum sem vitnuðu á móti mér þau voru alltof mörg flestir sem ég hafði barið undanfarið og svo þeir sem sáu það. Ég sat þarna og horfði niður í gólfið á meðan hvart vitnið á fætur öðru sagði sína sögu um þetta. Ég var búinn að stórslasa nokkra mans en engum grunaði að ég hefði barið manninn til dauða. Ég sat inni í réttarsalnum og gat ekkert gert, ég var og sjökkeraður til að skilja þetta, þetta var allt svo flókið eitthvað.
Það var 15 mínótna hlé og allir fóru út, ég fór að tala við lögfræðinginn minn og spurði hann út í þetta, hann sagði að við ættum ekki gott mál ég fengi 6 mánaða til 2 ára fangelsisvist líklega.

Ég fór aftur inn í réttarsalinn, dómarinn var búinn að ákveða sig. Mér leið eins og einhver væri að miða byssu að höfðinu á mér og væri að fara að skjóta.

Ég sat þarna og fann hvernig sálin í mér dó hægt og rólega, þessi eina mínóta sem hún tók sér við þetta var eins og 10 ár fyrir mér, 10 ár í pintingum. Ég nuddaði á mér augun og beyð eftir að hún mundi segja hver refsinginn var. Hún sagði að ég væri sekur og ég fengi 18 mánaða fangelsis vist.

Ég sat þarna og horfði beint í augun á dómaranum sem setti blaðið á borðið.

Ég fór inn í rútu sem fór með mig í fangelsið. Í rútuni var einn annar fangi. Ég horfði út um gluggan allan tíman og sá umhverfið, ég vissi að ég mundi ekki sjá þetta í langan tíma.

Loksins kom rútan á leiðarenda og fyrst var ég settur í einsmannaklefa og mér var sagt að ég væri þar fyrstu nóttina en svo færi ég í eðlilegan klefa.

Klefinn var lítill og í honum var eitt rúm, einn vaskur og eitt klósett

Ég settist á rúmið og horfði niður á gólfið, það var flísalagt og hvítt. Allur klefinn var kvítur. Ég stóð upp og gekk að veggnum. Ég öskraði og birjaði að kýla í vegginn. Ég sá hvernig blóðið spíttist út úr hnúunum á mér.

Ég gekk aftur á bak og settist í rúmið, ég leit á hægri hendina á mér sem var öll úti í blóði. Veggurinn var allur úti í blóði og fötin mín líka.

Ég lagðist á rúmið og horfði upp í loftið, ég sofnaði.

Ég var vakinn klukkan 9, það komu tveir fangaverðir inn og settu mig í handjárn. “Hvað kom fyrir hendina á þér?” Spurði annar þeirra en ég svaraði honum ekki. Þeir gengu með mig einhvert og ég fór að tala við yfirvörðinn, sem sagði að það væri verið að fara að taka mig í annan klefa.

Þeir gengu með mig og ég gekk framm hjá hinum klefunum. Ég horfði í augun á sumum föngonum. Þarna voru tveir í klefa. Fangaverðirnir fóru með mig fyrir framan hurð þar sem aðeins einn var inni. Þeir opnuðu hurðina og tóku af mér járnin og ég gekk inn.

“Sæll ég heiti Bragi” sagði maðurinn sem var í klefanum “Helgi svaraði ég og fór í það rúm sem var ekki búið um og ég bjó um og lagðist. Ég sofnaði samstundis.
………..’, ; ; ; ; ; ; ; ; ,,–~~–,, ; ; ; ; ;,——–,, ; ,–~, ; ; ,,-~, ; ;,–,,;,,-~~-,, ; ; ; ; ; ;’,………………..