Hvernig gat hann gert þetta?


Hún kom út af baðherberginu. Hún hafði verið í baði í einn og hálfan klukkutíma. Hún heyrði það um leið og hún kom fram á ganginn. Þessar ástríðufullu stunur og þessi munúðarfullu andvörp sem blönduðust við þessi lágu, hálfkæfðu ánægjuóp og voru næstum eins og ákafur hrynjandi í eyrum ungu konunnar.
Hún hálfhljóp út ganginn og hrinti upp dyrunum að svefnherberginu. Þar lágu þau, kærastinn hennar og besta vinkona hennar, og hristust af nautn. Rúmið hristist í ákafa þeirra. Hún horfði á þau og augun fylltust hægt og rólega af vatni. Eftir nokkrar mínútur, sem henni fannst að væru heil eilífð, sá hún þau aðeins í móðu, og svo hljóp hún út á ganginn og skellti hurðinni fast á eftir sér.
Rakur líkami hennar, sem aðeins var skýlt með örþunnum, hálfgagnsæjum silkináttkjól, hristist í titrandi ekkasogunum og brátt var unga konan farin að hágráta. “Hvernig gat hann gert þetta?!”hugsaði hún tryllingslega aftur og aftur.
Þegar hún kom inn í litla stofuna, dró hún þykkt vattteppi upp úr hægindastól og lagaði mjúkan koddann í stofusófanum. Síðan lagðist hún út af á sófann með höfuðið á koddanum og breiddi yfir sig þykkt teppið.
Hún grét sig í svefn þessa nótt. Það hafði hún ekki gert síðan hún 14 ára. Þegar mamma hennar dó og skildi hana eina eftir í umsjá Ellu frænku. Nú var hún orðin 21 árs.
Næsta morgun þegar hún vaknaði lá kærastinn hennar einn í rúminu. Elísa var farin, horfin og myndi örugglega ekki koma aftur í bráð. Hún vakti hann afar harkalega, með því að hella yfir hann ísköldu og brennandi heitu vatni til skiptist og berja hann utan undir með hörðum kodda. Hann vaknaði seint og um síðir, og spurði hana “hvað í andskotanum gengi hér á?!” Hún svaraði “aðeins það, að nú er nóg komið. Þú skalt hypja þig út úr mínu húsi og ekki láta sjá þig hér nálægt um ævina! Ég veit vel hvað þú hefur gert! Ég slít trúlofuninni! Taktu bara Elísu sem konu! Hún er örugglega miklu betri kona en ég! Svo er hún líka yngri, ætti að geta eignast einhver börn!” Og svo henti hún í hann litlum, gylltum hring um leið og hún gekk að fataskápnum og reif út karlmannsföt af ýmsu tagi. Síðan tróð hún fötunum í litla ferðatösku og henti í manninn áður en hún reif í eyrað á honum og dró hann inn í forstofuna þar sem hún henti honum út á stéttina og ferðatöskunni á eftir honum. Síðan skellti hún hurðinni aftur og læsti.

Jæja, svona er mín fyrsta smásaga á þessu áhugamáli. Endilega segið ykkar álit og ekki vera kvíðin við að leiðrétta og bæta!
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.