Eitt sinn áttust við tveir menn norður í dalasýslu. Þeir komust ekki að samkomulagi um hver ætti ánna sem afmarkaði lóðir þeirra.
“Bastarður ertu vondur og þjóðinni allri til skammar!” mælti Jón, sá sem bjó austanmegin við ánna fyrrnefndu. Svaraði Sigurður Jóni fullum hálsi á móti : “hvað þykist þú eiginlega vera. Ég er sá sem er búinn að vera lengur í sveit þessari og þætti mér afar fífldjarft að láta undan bölvunum þínum. Mér tilheyrir áin og allt sem í henni er, frá smásílum til laxsins, frá smásteinum til hnullunga.” Þá reiddist austanbúin og öskraði : “Ja nú skal mér nóg boðið og læt ekki bjóða mér meiri ruddaskap en eg hef nú þegar þegið úr þínum stóra, ljóta kjafti!!! Allir vita að ég á ánna en fjölskyldu minni hefur hún heyrt til síðan ég var smástrákur. Eg mun láta kalla til sýslumanns og hann mun láta refsa þér, ljótum þjófi og saurugum berserki ærlega þegar hann sér hvernig málum er háttað. Bastarður ert þú svartur of ljótur og ætti maður þér vart að treysta.” Nú fór deilan út í að mennirnir bölvuðu hvorum öðrum í sand og ösku. Loks undir kvöld snautuðu þeir heim í moldakofanna sína og átu. Daginn eftir kom Sýslumaður á staðinn og lét mennina, Jón og Sigurð segja sér hvor sína útgáfu af málinu. Loks endaði á því að Sýslumaður úrskurðaði ánna eign Sigurðs og kvaðst að, að sér vitandi ætti sá jörð, land eða á sem hafði búið lengur í næsta nágreni við hana, að það stæði svo í lögum vorar allranáðugru majestaetar og að sá aðili væri í þessu tilviki Sigurður. “Norður og niður með Konungsdjöfulinn, kerlingu hans og þegna, frillur og hirðfífl, höll og skart!” Sagði Jón. Eg mun áfram nýta mér ánna og allt sem í henni er eins og mér þóknast, hvað sem kóngsfíflið segir. Þetta hefði hann betur ósagt látið. Þremur vikum síðar var hann hýddur á Alþingi í bong og blíðu af Sigurði bónda, erkióvini sínum og skipti fjöld áhorfenda tugum en þeir skemmtu sér konunglega. Hann hlaut 50 svipuhögg fyrir það að móðga hans hæstvirta, konunglega majestet og óhlýðnast af hans majestets settum lögum. Hann hafði þá eftir allt saman ekki getið sér rétt til um hverjum yrði refsað í þessu eftir allt saman. Eftir þetta hafði Jón hægt um sig og lét sér nægja fisk úr öðrum vötnum.