Jæja..Ég var núna að lesa gamlar sögur eftir mig og rakst á þessa sem ég gerði fyrir um einu og hálfu ári… Hún er rosalega löng svo að ég sendi hana bara inn í tvemur pörtum.. Fannst bara sniðugt að setja hana hérna inn:)




Og þarna var hún. Með alla möguleika opna fyrir sér. Af hverju ætti hún að eyða þessum möguleikum í hann? 15 ára gömul og strax orðin ástfangin! Hvað var hún að hugsa? Hélt hún virkilega að þetta myndi ganga upp? Og hvað var málið með það að hún mætti ekki tala svona til hans. Ef hún væri nógu gömul til þess að gera þetta, þá væri hún svo sannarlega nógu gömul til þess að tala fyrir sjálfan sig. Hún hreif teið sitt blótsölvandi og fékk sér sopa. Af hverju hún? Var ekki einhver annar blóraböggull í þessari veröld sem gæti verið í stað hennar? Hún brann í skinninu fyrir því að vita svörin. Óréttlætið sauð inni í henni. Bráðum.
Hennar saga, eins og allra, byrjaði á fæðingu. Hennar fæðingu. Það var ekkert ákveðið, ekkert karma eða örlög. Hún var ekkert útvalinn eða þess háttar. Þetta gerðist bara. Með því að skapa sér sín eigin örlög, þá skapaði hún sér líka vegg í kringum sig. Mjög hættulegan vegg sem var í þann mund að hrynja niður á hana. En fæðingin hennar var gamalt. Alltof gamalt til þess að komast inn í þessa sögu. En semsagt, hún var skírð Elizabeth Rose. um fermingu var stúlkan búin að dafna vel, hæst í bekknum, undurfögur og afburðagóður dansari. Öllum líkaði vel við hana. Hún var einstök, en samt bara venjulega einstök. Hún var enginn munaðarleysingi eða engill. Hún var hið fullkomna agn. Enginn myndi gruna Hana um neitt.
Hún rifjaði upp byrjunina á þessu öllu. Það var svo óra fjarri núna. Þar hafði hún verið lítil barbídúkka með stór, blá augu og ljóst, sítt hár. Allt hafði verið svo fullkomið! Henni hafði verið boðið til New York til þess að keppa í “Björtustu vonir Bandaríkjanna”. Slíkt tækifæri var óhugsanlegt. Gjörsamlega óraunveulegt. 25 námsmenn höfðu verið valdnir. Auðvitað varð hún að játa. Og hvert hafði það komið henni? Í læstum kjallara í Kína hverfinu! Hún hugsaði um Thomas, hvar var hann? Hafði stóra ástin í lífi hennar strukið eftir allt saman? Vildi hann hana ekki? Henni bauð við sjálfri sér. Auðvitað elskaði hann hana. Hún þurfti ekki lygamæli til þess að sanna það. Hún var viss.
Shane Blyish var forstjóri “Björtustu vonir Bandaríkjanna”. Hann hafði þegar útvegað þrjá dómara en það vantaði ennþá tvo. Honum var farið að líða örlítið óþæginlega yfir þessu. Tvær vikur voru í keppnina og undirbúningurinn var enn ekki tilbúinn. Fyrsta þrautin átti að verða sálartryllir. Til að gá stöðugleika námsmannsins. En vandamálið varð það, að hann varð að hagræða keppnunum til þess að einn ákveðinn einstaklingur myndi komast í gegnum allar þrautirnar og vinna. Sá einstaklingur var Elizabeth Rose.

Alltaf þegar Liz var yngri þá hafði henni langað að vera í ævintýri. Loks þegar tækifærið á að verða næsta Von Bandaríkjanna kom, þá hélt hún sannarlega að hún væri í þann veginn að lenda í einu. Hún hafði ekki hugmynd um það að einhverjar hættur væru í spilinu, bara þrautir sem auðvelt væri að leysa. Henni skjátlaðist. Hún hafði ekki fyrr verið komin á flugvöllinn þegar fyrsta atvikið gerðist.
Vinsamlega flugfreyjan brosti til hennar. Gabrielle, las Liz á nafnspjaldið. Þau voru lent og kaósinn var farinn að byrja. Mamma! Hvar er Lísa!? Hvar er Lísa?, lítil stelpa var með tárin í augunum. “Róleg Maggie mín, þú finnur dúkkuna bráðum. Gáðiru í bakpokann þinn?” Svaraði mamman rólega. Liz fékk aldrei að vita hvort Maggie litla hafði fundið dúkkuna sína því gríðarlegur skothvellur hafði í þann mund verið hleypt af. Rödd flugstjórans ómaði um flugélina. “Flugfreyjur takið eftir. Þetta er neyðartilfelli 8A, ég endurtek 8A. Ekki hleypa neinum út. Farþegar vinsamlegast takið eftir, hér hefur skapast neyðartilfelli. Hægri hreyfill hefur farið af stað og óvíst er hvernig hægt verður að laga hann. Við biðjum ykkur um að setjast niður og spenna sætisólarnar. Takk fyrir”. Liz horfði út um gluggann. Hægri hreyfillinn var svo sannarlega á ferð. Það var líkast til eins og hann væri farinn að brenna. Hún fann sterka bensínlykt. “Bjakk!” Heyrði hún litlu stelpuna garga. Flugfreyjan Gabrielle ýtti á rauðan hnapp og litlar, hvítar öndunargrímur duttu niður fyrir ofan sætin. Liz, fannst grímurnar minna á þær sem læknarnir voru alltaf með. “Setjið grímurnar á ykkur í öryggisskyni” hálfhrópaði flugfreyjan. Liz leit aftur í átt að glugganum. Flugvélin var farin að snúast í hringi. Flugvélin byrjaði allt í einu og hristast óstjórnanlega. Flugvélin snérist í átt að flugstöðinni og þar kom skýringin á skothvellinum. Grimmilegur, stór maður gekk rösklega í átt að flugvélinni. Hann leit út eins og hermaður. Klæddur í grænar buxur og svört stígvél, og var i hvítum hlýrabol. Í hendinni hélt hann á riffli. Margir hrópuðu upp yfir sig við þessa sjón en stelpan Maggie sagði við mömmu sína í fýlutón; “Sjáðu mamma, ég sagði þér að allir ættu svona byssur. Michael fékk þannig í jólagjöf! Afhverju mátti ég ekki fá?” En móðirin unga var fljót að þagga niður í barninu. Þarna var alvöru hætta á ferð. Ef maðurinn mikli myndi ekki stansa þá yrði hann fyrir flugvélinni. Liz var, eins og allir, svolítið hrædd í þessari aðstöðu. En hún var ennþá hræddari þegar annar svona hermaður (með riffil)gekk framhjá sætinu hennar í átt að stjórnklefanum. Flugfreyjan var sem lömuð. Hún hallaði sér upp að veggnum og reyndi að láta sem minnst fyrir sér fara. Þótt hún væri lafhrædd við þennan náunga gat hún ekki annað en tekið eftir því hvað hann var ótrúlega sætur! Hann var varla eldri en 17 ára og ekkert smá massaður. Á nafnspjaldinu hans stóð Thomas Speeld. Sæti hermaðurinn stillti sér fyrir framan alla vélina og öskraði yfir hópinn “ÞÖGN”. Kliðurinn þagnaði samstundis Liz vellti fyrir sér hvað í ósköpunum væri að gerast. Hermaðurinn byrjaði. “Þetta mun verða fljótt og auðvelt ef allir gera eins og ég segji. Ég er að leita af stúlku. Elizabeth Warrington, er nafn hennar. Er einhver af ykkur hún? Hann gaut augunum yfir stelpurnar.” Liz fann hjartað á sér sökkva lengst ofan í maga. Af hverju í ósköpunum voru þessir svokallaðir hermenn að leita af henni? Hun hafði ekki gert neitt rangt. Hún var ekki þekkt. Hermaðurinn tók aftur til máls. “Ég mun skjóta einn strák eða einn karlmann á hverri mínútu þangað til að Elizabeth Warrington gefur sig fram.” Liz langaði að æla. Hún átti engan aðra kosti. Hún gat ekki látið þennan unga hermann drepa einhvern út af henni. Fjandinn hafi það. Hún stóð rólega upp í sætinu sínu hikandi og skjálfandi á hnjánum. Hermaðurinn horfði á hana furðu lostinn. Hún lokaði augunum. Hún var viss um að hann var að tjekka hana út. “Ert þú Elizabeth Rose Warrington?”, spurði hermaðurinn hana loks. “Já, það er ég” sagði Liz með óvenju skrækri röddu. Hann tók um handlegginn á henni og gekk með hana út. Hann gaf eitthvað merki með einhverskonar tæki sem hann var með og samstundis hætti flugvélin að hreyfast. Hann gekk með hana út úr flugvélinni í átt að flugvöllinum. Hún horfði feiminn upp til hans. Hún náði honum varla á höku. Hún tók varla eftir því hvert þau fóru en áður en hún vissi af voru þau komin að herbergi þar sem þau gengu inn. Þar var svakaleg veisla. Fólk var þarna í röðum öll að bíða eftir henni og hermanninum. Maður einn steig fram. Á nafnspjaldinu hans stóð Hr. Blyish. Hann lyfti upp glasinu (sem var fullt af einhverskonar víni) og sagði;“ Til hamingju! Þú náðir yfir fyrstu þrautina!

(Núna komumst við inn í hugsanir Liz. Hún verður ”Ég“)
Mér brá svo að ég datt kylliflöt niður á gólfið. Strákurinn Thomas var ekki lengi að reisa mig upp.
”Thomas Speeld“, saði hann og rétti mér höndina. Ég var svo ánægð að mér var alveg sama um allt á þessu augnabliki. Ég sló frá honum hendina og faðmaði hann. Þegar ég kom niður aftur (Ég hafði bókstaflega verið að hanga á honum vegna þess að hann var svo hár.) horfði ég framan í hann. Hann brosti. Ég brosti líka. En fólkið leyfði Thomas ekki að einnota mig. Hr. Blyish tók í hendina á mér og leiddi mig í átt að hópnum. Hann kynnti mig fyrir fullt af fólki og fólkið var ekki lengi að veiða uppúr mér hvað hefði gerst. Ég var ekkert smá feimin fyrst, en síðan þiðnaði ég. Ég fann að Thomas var af og til að gefa mér auga, og ég var ekkert blásaklaus heldur. Seinna um kvöldið var ég komin upp í rúm á einhverju þvílíku Plaza hóteli. Hvílíkur dagur. Ég hringdi heim. Ég talaði við mömmu og við töluðum og töluðum og ég sagði henni frá Thomasi, hve ótrúlega fullkominn hann var og veislunni. Þegar ég sagði henni frá því þegar Thomas var næstum búinn að ”skjóta“ einhvern útaf mér, þá brast mamma í grát. Mér brá svolítið og fattaði síðan og mamma var að gráta af gleði.
”Ég er svo ánægð, að þú hafir verið valin!!“, sagði mamma greinilega að jafna sig eftir hennar mentalbrakedown. Við kvöddumst svo eftir að hafa talað saman í klukkutíma. Ég sneri mér á hina hliðina í King Size rúminu mínu. Þetta var æðislegt. Ég var sofnuð áður en ég gat hugsað meira.
Næsta dag var aðeins meiri hamagangur en ég hafði hugsað mér. Ég var vakin upp með andfælum þegar Thomas hlammaði sér ofan á mig. ”ÁÁI!, Thomas!“, öskraði ég undir vöðvamassanum. ”Vaknaðu, svefnpurka!“, sagði Thomas hlægjandi og rasskellti mig. ”Og kallaðu mig Tom“, heyrði ég hann segja á leiðinni út. Þegar ég kom niður í morgunmat, þá var klukkan þegar orðin 11. Thomas var þar niðri og blikkaði mig. Ég var svolítið undrandi hvað Tom var orðin opinskár allt í einu. En ekki var ég að kvarta.
Eftir morgunmatinn fór Hr. Blyish með mig til hinna keppendanna og sagði okkur allar leikreglurnar. Hann sagði okkur að aðeins 18 af 25 námsmönnum höfðu komist áfram í gegnum fyrstu þrautina. ”Þið keppið í 9 þrautum í viðbót. Þið eruð þegar búin með eina. Þrautirnar verða byggðar á líkamsástandi ykkar, gáfum, hæfileikum og göllum. Það verða 5 þrautir sem verða persónubundnar. Það þýðir að fimm þrautir verða þar sem þið verðir ein og þrautirnar verða ólíkar eftir persónunum. Svo eru þær 4 sem eru eftir sem þið verðið öll saman að reyna á líkamslegt og andlegt þol ykkar.“ Ég leit á hina keppendurnar. Ég gat ekki séð betur en að þetta voru ágætis krakkar. Önnur þrautin okkar átti að vera persónuleg. Þar átti að reyna á okkar andlega, eins og daginn áður, nema þar átti að prufa mesta ótta okkar. Ég var ekkert smá forvitin, því að fjöldskyldan átti að segja frá eiginleikum manns og óttum, hæfileikum og draumum. Ég hafði, því miður, enga hugmynd hvað mamma eða restin af fjöldskyldunni sagði um mig. Tom fór með mig í skoðunarferð um New York. Hann fór með mér á ótrúlega flotta kagganum hans, í Kína hverfið, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu fyrir um 5 árum og svo fórum við á smábátabryggjuna að horfa á Frelsisstyttuna. Þegar klukkan var um 7 leytið fórum við Tom aftur að koma okkur heim á hótelið. En í staðinn fyrir að fara aftur í hótelið fór Tom með mig eitthvert inn í borgina. Við stoppuðum fyrir framan gamalt, niðurnítt hús þar sem fyrir nokkra glugga hafði verið neglt fyrir. ”Hvað erum við að gera hérna, Tom?“, spurði ég forvitin. ”Það kemur í ljós", sagði hann dularfullur, en það var eitthvað þungt yfir honum sem sagði mér að það var ekki allt með felldu. Mig grunaði að þarna ætti að fara með mig í aðra þrautina. Tom fylgdi mér upp að húsinu og stoppaði þegar við komum að dyrunum. Ég var svolítið hrædd en þegar Tom knusaði mig, þá leið mér miklu betur. Ég fór inní húsið. Inni var algjört myrkur. Núna var ég orðin hrædd, því að ég er sjúklega myrkfælin. Það var lokað hurðinni. Ég hrökk við. Og þá heyrði ég það. Raddir. Hvíslandi úr öllum áttum. Ég einbeitti mér af alefli að hunsa þessar raddir. Ekki hlusta á þær. En það var svolítið erfitt þar sem mér fannst ég stundum heyra mömmu tala. Ég veit ekki hvað ég stóð lengi þarna, hlustandi á þessar raddir, en eitt var víst, þær fóru hækkandi. Núna gat ég heyrt þær greinilega, en áður þá voru þær bara hvísl. Ég gat svarið að mér fannst stundum eitthvað strjúkast við mig. Ég var farin að hugsa skelfilegar hugsanir. Raddirnar voru farnar að síast inn í hausinn á mér. Ég hugsaði mig um.. Ég gat alltaf farið út. Það var enginn vandi að labba bara út um þessar dyr, ef að ég finni þær nú bara. Kannski yrði ég að öskra að ég væri hætt eða eitthvað svoleiðis. Mér langaði að halda áfram í keppninni en hun var ekki viss um að hún héldi þetta út mikið lengur.

Ég leit í flýti á sjálflýsandi tölvuúrið mitt. Það virkaði ekki. Ég reyndi skelkuð að banka aðeins í það, en allt kom fyrir ekki. Mér fannst ég vera búin að vera þarna í 4 tíma. Ég reyndi að útiloka raddirnar. Ég fann blóðið frjósa í æðum mínum þegar ég heyrði öskur. Ég fór að gráta. Ég vildi ekki hætta í keppninni. Ég vildi halda áfram og verða Bjartasta Von Bandaríkjanna. Ég vildi halda áfram að vera með Tom en ekki fara aftur í sveitabæinn og sjá hann aldrei aftur. Ég hætti að gráta. Hvað myndi mamma segja um hana ef hún sæi mig grenja úr mér augun? Mamma mín sem hafði alltaf reynt að herða mig upp. Ég fór að skammast mín fyrir þetta hrikalega taugaáfall. Ég var að verða geðveik. Þetta var greinilega mamma sem talaði. Ég heyrði hvernig hún sagði s svo greinilega að sleppti stundum að segja h. En þetta gat ekki verið mamma. Ég vissi það. Mamma var mörg hundruð kílómetra í burtu. Ég sá ljóstýru myndast nokkra metra í burtu frá mér. Þetta var búið. Mér hafði tekist þetta. Ég bjóst við að ljóstýran myndi stækka og einhverjar persónur myndu óska mér til hamingju en þegar ekkert gerðst gekk ég í átt að ljóstýrunni. Ég tók allt í einu eftir því að raddirnar voru hættar. Þegar ég kom nær sá ég að þetta var hálflokuð hurð. Ég opnaði þær. Ég fékk ofbirtu í augun. Innan hurðarinnar var ljós gangur. Næstum eins og gangur til himnaríkis, hugsaði ég í kímni. hann var lýstur upp með algjörlega hvítum ljósum og gólfið var úr einshvers konar gleri. Ég steig varlega ofan á það. Það brakaði ískyggilega í því. Þetta var semsagt ekki búið. Ég horfði á þennan glergang. Hann var líklegur til að brotna um leið og ég stigi fæti á hann. Eitt var allavega víst. Ég varð að fara yfir hann. Annars hefði hann ekki opnast. Eða hvað? Var þetta kannski gildra til að vísa mér úr keppni? Ég var ekki viss. Ég herti mig upp, þurrkaði síðustu tárin á kinninni og tók eitt skref inn í ganginn. Ekkert gerðist. Ég tók annað. Enn ekkert gerðist. Kannski þetta hafi bara verið einhvað nurfis breikdovn hjá mér enn einu sinni. Í freistni tók ég eitt skref enn. Það kom brak, hærra en nokkru sinni, ég fraus og leit niður. Það var ekki gler sem ég stóð á, heldur plast. Þegar ég leit betur var komið pínu lítil sprunga á plastið, undir fótum mér. Ég leit í skyndi aftur fyrir mig og á hurðina sem ég kom í gegnum. Í flýtinum brakaði meira í plastinu. Nú var ekki um annað að ræða. Ég hljóp eins og fætur toguðu í átt að hurðinni fyrir framan mig. Ég stökk síðasta skrefið í átt og hurðinni og rígopnaði þær upp á gátt.

Léttir, dásamlegur léttir hvolfdist yfir mig þegar ég sá hvað innan hurðarinnar beið. Þarna var móttöku liðið og hr. Blyish og Tom. Öll voru þau skælbrosandi. Ég hélt það ætlaði að líða yfir mig, mér var svo létt. Tom kom næstum því hlaupandi á móti mér og vafði mig örmum. Það var í flýti sett mig í stól og rétt mér vatnsglas í eina hendina og umslag í hinni. Hr. Blyish sagði mér að ég ætti að opna það þegar ég kæmi heim í ró og næði. Andrúmsloftið í þessari veislu var allt annað en þegar ég náði að leysa fyrstu þrautina. Það var þvingað og óþæginlegt. Ég var að minnsta kosti fegin þegar ég komst út klukkutíma síðar, þegar við Tom þurftum að ljúga og segjast þurfa að fara í kvöldmat.
- Þetta var, öh, skemmtilegt, sagði Tom við mig um leið og við komum undir bert loft.
- Jáh, fyrir rostung, sagði ég hlæjandi.
- Hvað viltu borða?
- Bara eitthvað? Hamborgara?
Við töluðum á léttu nótunum alla leið í bílnum þangað til við ákváðum að fara á Burger King sem var rétt hjá hótelinu okkar. Þegar bíllinn rendi inn í bílastæðið, stökk Tom fyrst út úr bílnum þegar ég var ekki einu sinni búin að taka af mér sætisbeltið. Hann opnaði fyrir mig mína hurð og rétti fram höndina. Ég tók í hana og við byrjuðum að ganga i átt að skyndibitastaðnum. Ég horfði upp til hans. Svo hár, hugsaði ég með mér himinlifandi. Svo skemmtilegur, svo fallegur. Augu hans reikuðu frá götunni og Burger King hinum megin við götuna. Þau enduðu á mér. Hann nam staðar og tók í hina höndina á mér. Mér var orðið ótrúlega heitt og þó var varla meira en 20 gráður úti. Hann beygði sig niður, tilbúinn til að kyssa mig og þá heyrðum við hávært fliss. Við litum við. Tvær tíu ára stelpur gengu framhjá okkur og þótti sjónin sem við þeim blasti greinilega ákaflega fyndið. Ég leit aftur á Tom. Hann var brosandi. Ég brosti líka. Hann tók gríðarstóran arminn og lagði hann yfir öxlina á mér. Saman röltum við niður götuna í átt að Burger King
, og samt ekki.