Lítil saga... Hann sat í rúminu og horfði útum skítuga gluggan á þessu ódýra móteli. Eina birtan sem var inní herberginu var frá ljósastaur sem stóð rétt fyrir utan gluggan. Hann var hugsi. Hvað er í gangi? Af hverju er ég hérna? Hann hélt áfram að spyrja sjálfan sig þessarra spurninga í smá stund… hann vissi ekki einu sinni nafnið á mótelinu sem hann var á. En hann bara var þarna. Það var það sem hann vildi. Lífið er í rugli… af hverju þurfti ég að hitta þessa mellu? Hann grúfði andlitið í hendurnar sínar á meðan hann fór í gegnum lífið sem hann átti með henni einu sinni enn…
Þau hittust á bar. Það var ást í fyrstu sýn… hann fór með hana heim og nokkrum dögum seinna byrjuðu þau saman. Þau voru svo hamingjusöm saman. Það var samt eitt í veginum… andstæðurnar. Persónuleikar þeirra voru algjörlega ólíkir. Hún var þessi glaða og opna persóna, alltaf talandi, en hann var rólega og þögla týpan.
Þau eyddu öllum stundum saman, kynntu hvort annað fyrir foreldrum þeirra og seinna ákváðu þau að flytja í íbúð saman. Þau komu dótinu sínu fyrir. Þau voru svo hamingjusöm. Þau vissu að þetta ætti að enda til æviloka. En einn dag breyttist það allt…

Hann kom heim úr vinnunni á ósköp venjulegum miðvikudegi en enginn var heima. Hann hélt að hún væri hjá vinkonum sínum einhverstaðar úti, þannig að hann plantaði sér bara fyrir framan sjónvarpið og horfði á fótbolta. Klukkan var orðin nokkuð margt en hún var ekki enn komin. Hvar er hún eiginlega? Og hún getur ekki einu sinni skilið eftir skilaboð eða neitt… Af hverju hringdi hún ekki? Klukkan sló 12. Ekkert. Hún hafði ekki hringt. Hvar í fjandanum er hún?? Hann ákvað að hringja í hana.
-,,Halló?" þetta var mannsrödd.
-,,Er Sara þarna?“
-Já.. en hún er eiginlega upptekin núna”
Hann heyrði fliss bakvið manninn.
Upptekin?? Hvað var hún eiginlega að gera? Hver var þetta?
-,,Halló? Ertu þarna?" Maðurinn í símanum hélt áfram að tala en hann gat ekki komið upp orði. Stóð þarna bara.
-,,Skiluru þetta ekki? Hún vill ekkert með þig hafa. Hún vill alvöru karlmann ekki einhvern aumingja eins og þig. Láttu hana bara vera."
-,,Gemmér símann." Einhver tók símann af manninum. Þetta var Sara.
-,,Umm… hæ… ókei, sko. Hérna, þú ert geggt skemmtilegur og fínn strákur… en þú ert bara of góður… oh, ég veit ekki hvernig ég á að segja þetta… ég held að við ættum bara að vera… þú veist.. vinir…?"
-,,…“
-,,…Ertu þarna? Svaraðu, gerðu það…”

Hann skellti á. Gat ekki hlustað á þetta rugl lengur. Hann missti símann á gólfið. Hún vill karlmann… orðin sveimuðu í höfðinu á honum. Þannig að þetta var búið… En ég elska hana… gaf henni alla ást mína… hvernig..? Hann hneig niður kjökrandi. Beint á gólfið. Hreyfði sig ekki.

Þetta var mjög skítugt og ógeðslegt mótel. Eins og enginn hefði þrifið gólfið eða veggina árum saman. Herbergið lyktaði eins og einhver hefði ælt á gólfið en engin hefði þrifið það upp. Hann sat á rúminu. Hreyfði sig ekki. hann var orðinn stirður á að sitja þarna. Hugsanirnar fóru enn eina ferðina í gegnum huga hans. Það var lítið ljós á ganginum og það kom frá baðherberginu. Það var einhver þar. Hann lagst í rúmið og beið eftir persónunni sem var þar. Svo kom hún.
-,,Ertu viss um að þetta er ekki of snemma?" spurði hún.
Hann sá aðeins lögun líkama hennar því það var svo dimmt inn í herberginu. Hún var með þennan kvenlega vöxt og hann sá húð hennar. Svo föl. Hann sagði henni að koma nær. Hún labbaði hægt inn en stoppaði við rúmið. Núna sá hann hana betur… andlitið og líkamann sjálfan. Augu hennar sýndust lýsa í myrkrinu útaf birtunni sem var fyrir utan. Ljós blá. Hann sagði henni að koma uppí rúmið, og hún gerði það. Hún lagst við hliðiná honum. Dökka hárið féll í lokkum og var mjúkt eins og silki. Það lyktaði eins og hunang. Hún sjálf lyktaði eins og englar ættu að lykta. Hann lét hendina fara létt yfir hana, snerti hana létt eins og hún væri brothætt. Hún var föl og mjúk sem nýfallinn snjór. Hún kyssti hann létt á varirnar. Himneskt. Varirnar hennar voru svo mjúkar. Hann vildi ekki fara frá henni. Hún var svo miklu öðruvísi en Sara. Svo góð. Svo falleg. Svo yndisleg. Af hverju féll ég fyrir Söru? .. er svo miklu elskulegri… miklu fallegri…
Hann kyssti hana. Hún var svo blíð. Hún horfði í dökku augun hans. Dökk og dularfull. Augu hennar glitruðu í birtunni sem kom frá ljósastaurnum úti. Eins og tvær stjörnur, svo bjartar og skínandi. Hann horfði djúpt í augun á meðan hann sagði þrjú litlu orðin…

,,Ég elska þig"