Þessi saga sem ég ætla að segja ykkur er sönn. Hún er í senn ógnvekjandi og hvetjandi, sorgleg og yndisleg. Þetta voru dagarnir þegar allt breyttist.
Ég var búinn að kynnast fólki í skólanum sem mér líkaði mjög vel við. Þetta var sex manna hópur. Allir vildu kynnast þeim og allir vildu komast í hópinn. Ég var einn af þeim sem þorði varla að dreyma um það að komast inn.
Jónsi og Kamilla voru mest áberandi af þeim, og voru ódeilanlega forsprakkar hópsins. Jónsi var mjög hávaxinn, með axla sítt svart hár. Hann gekk í leðurbuxum og leðurfrakka, alltaf allt svart. Með óteljandi tattoo sem sum hver sáust koma upp fyrir bolinn og handleggirnir voru þaktir allskonar myndum og táknum. Hann var alltaf beinn í baki og hafði tignarlega lokkandi framkomu, þegar hann gekk inní herbergið sogaðist öll athyglin að honum, aðdáun í bland við ótta. Há kinnbein og kynfiskasogið andlit, sterklegir kjálkar og þessi augu sem aldrei lugu, geitartoppurinn og hringurinn í vinstri augabrúninni, stæltur líkaminn, allt þetta gerði hann óneitanlega að tígulegri persónu.
Kamilla, kærastan hans, var ekki síður áberandi. Föllitað andlit og svart hár fór henni einstaklega vel. Hún var smávaxinn með líkama ballettdansara og framkomu listdansara. Hún var draumur allra strákanna í skólanum. Það var sama hvern maður spurði, allir vildu komast yfir hana. En enginn dirfðist einu sinni að horfa skringilega á hana, ekki af ótta við Jónsa, heldur af ótta við hana. Hún gekk nánast alltaf í stuttu pilsi og háum svörtum sokkum. Hún var með nett nasty skólastelpu thing í gangi sem gerði flesta karl kennarana í skólanum vitlausa. Annaðhvort elsku þeir hana eða létu gremjuna, yfir þeirri staðreynd að þeir myndu líklegast aldrei komast yfir svona stelpu, ná tökum á sér, og hötuðu hana. Ég fílaði þessa stelpu mikið, og fannst mjög broslegt að vera með henni í tíma.
Svo var það Tinni, grannur og hávaxinn gaur með andlitið fullt af allskonar pinnum, hringjum og keðjum. Hann var listamaðurinn í hópnum, hafði víst verið undrabarn sem einhverskonar málari. Hann var sá eini sem var ekki með sítt hár. Síðan var það Kobbi sem var lágvaxnari en hinir tveir í hópnum. Þrekvaxinn strákur sem var the brains in the group. Hann mætti nánast aldrei í tíma og var það með óskráðu samþykki kennarana. Strákurinn var líka betur lesnari en þeir flestir og fékk líka ekkert nema hæstu einkunnir í öllu sem hann gerði.
Að lokum eru það tvíburarnir. Anna og Anna. Eineggja tvíburar sem voru skírðar í höfuðið á ömmum sínum, Önnu Maríu og Önnu Elísabet. Þær voru alltaf klæddar eins og voru alltaf saman. Fullkomin húð, langir leggir og stór löguleg brjóst. Þær vissu hvað þær höfðu og voru ekkert að fela það.
Þá eru þau öll upptalin. Þetta er fólkið sem breytti öllu. Breytti öllu sem ég hélt að ég vissi um mig, og öllu sem ég hélt ég vissi um heiminn.
Áður en ég held áfram ætla ég samt aðeins að segja ykkur frá mér, þótt ég sé í algjöru auka atriði. Ég heiti Dagur Snær og er 19 ára gamall þegar sagan gerist. Ég var að læra bókmenntafræði sem er eðlilegt skref fyrir upprennandi rithöfund. Foreldrar mínir voru svona efri meðalstéttar fólk. Þau ráku saman hótel sem pabbi hafði erft. Ég átti eiginlega lítið samband við þetta fólk, það var einhvern vegin of upptekið af sjálfu sér til þess að eiga möguleika á að hugsa um einhvern annan. Mín leið í gegnum lífið var körfubolti og að skrifa.
Ég veit ég var als ekki ómyndarlegur á þessum tíma en samt átti ég aldrei kærustur eða þannig. Ég hafði alveg sofið hjá stelpum og fílaði það alveg en hugmyndin um að hleypa einhverri manneskju nálægt sér og að eyða hverri líðandi stundu með henni heillaði mig ekki vitund. Þegar ég lít til baka núna sé ég að ég hafði kannski ekki heilbrigðustu viðhorfin til kvenna. Internetið var eiginlega mín kærasta.
Það var eftir einn félagsfræði tímann sem Jónsi kom fyrst og talaði við mig. Kennarinn hafði beðið okkur um að gera ritgerð sem við myndum svo lesa upp fyrir bekkinn. Við áttum að skrifa um þau gildi samfélagsins sem við vorum ósátt við. Ég hafði nú aldrei verið einn af þeim sem skar sig út en í þetta skipti kom eitthvað yfir mig. Ég skrifaði í fyrsta skipti eitthvað frá hjartanu fyrir skólann. Ég skrifaði um hvernig samfélagið væri alltaf að taka eitt skref niður á við í hvert skipti sem fjármunir voru settir ofar manngæskunni. Hvernig maðurinn myndi týna því sem gerir okkur mennsk ef við héldum áfram á þessari braut. Ég sé það núna hve hrokafullur ég var. Hvernig ég setti mig sem dómara sannleika og þekkingar. En þetta vakti lukku. Flestir samnemendur mínir voru reiðir yfir þessum harkalega dómi, flestir.
Eins og ég sagði kom Jónsi til mín eftir tímann. Ég vissi ekki hvað ég átti að halda eða hvað ég átti von á en það sem kom hefði mér aldrei dottið í hug. Hann sagði að hann og nokkrir af krökkunum ætluðu að hittast í kvöld, ætluðu á rúntin og kannski að fá sér smá bjór. Ég var alveg til í það.
Klukkan var að ganga átta þegar Jónsi kom. Hann var á stórum svörtum jeppa.
- Blessaður, hvað segist?
- Mest lítið, hvert erum við að fara?
- Við hittum þau á staðnum, Tinni sótti þau áðan. Við eigum svona stað þar sem við hittumst stundum og drekkum bjór og fíflumst. Þú drekkur er það ekki?
- Ha, jújú. Flottur jeppi, er hann nýr eða? Jónsi leit á mig og brosti.
- Þetta er ágætis græja, ég kemst allavega á milli staða. Pabbi gaf mér hann í afmælisgjöf þú skilur.
- Ágæt afmælisgjöf…

Við vorum komnir nokkra kílómetra fyrir utan bæinn í eitthvað skóglendi. Krakkarnir voru allir mættir, Tinni, Kobbi, Anna og Anna, og auðvitað Kamilla.
- Dagur Snær, þetta er gengið og þetta er Dagur Snær.

Þetta var skemmtilegt kvöld. Við hlustuðum á tónlist og drukkum bjór. Ég kynntist þeim aðeins, það var furðulegt að vera kominn þarna með umtalaðasta fólki skólans. Þau höfðu alltaf verið eins og bíómyndarpersónur, maður sá þau og vissi af þeim, en vissi samt að þau voru ósnertanleg. Fyrir mér var þetta eins og draumur. Ég talaði reyndar ekki mikið allt kvöldið og fannst bara frábært að fá að vera þarna. Þau voru líka allt öðruvísi núna, þau voru eins og ég. Þau gerðu grín af foreldrum sínum og öðrum og hlógu mikið. Ég man að ég var mjög hamingjusamur á þeirri stundinni.
Það var svo síðar um kvöldið að Jónsi kom og spjallaði við mig.
- Hey, hvernig hefurðu það?
- Bara fínt, takk fyrir að bjóða mér með.
- Ekkert mál. Þeim líst ágætlega á þig. Veistu hver Lísa er, busa stelpa. Dansarinn þarna, veistu hverja ég á við?
- Já reyndar, flott stelpa.
- Mjög flott. En þarna veistu af hverju ég bauð þér með?
- Umm… nei eiginlega ekki, var það kannski útaf einhverju sem ég sagði í tíma í dag?
- Hehe, já alveg rétt. Ég sat þarna og hlustaði á þig hella út hjarta þínu og úthúða samfélagið og ég hugsaði “vá þessi gaur er alveg jafn fokked op og ég!” Hehe! Hey rólegur, ég meina þetta á mjög góðan hátt. Þú hefur ekki hugmynd um neitt er það? Þú ert alveg jafn fokking lost og við hin og veist ekkert hvað þú átt að gera við þig, alveg eins og við hin. Það var eitt sem þú sagðir sem er alveg rétt, “þetta er fokked op fokking veröld”. Málið er að það er aðeins ein leið til að laga þetta, og það er gera allt það sem er fokking “rangt”. Skilurðu mig? Æi skiptir ekki, þú munt gera það.
- Ég spurðist fyrir um þig í dag, ekki þykjast vera brugðið, slappaðu af. Ég veit að þú ert eins og við, foreldrarnir alltaf að vinna, nóg af pening, nóg af öllu en samt ertu fokking óhamingjusamur. Allt okkar líf rembumst við að þóknast öðrum, og fyrir hvað?
- Málið með fólk eins og okkur er að það er búið að fokka okkur upp og það fyrir fullt og allt. Það er ástæða fyrir því að þú ert hér. Mjög góð ástæða.
Ég vissi ekki hvað ég átti að halda eða finnast, það eina sem ég vissi var að nákvæmlega allt sem Jónsi sagði var satt. Í fyrsta skipti heyrði ég sannleikann. Ég veit ekki hvað langur tími leið en við sátum þarna í þögn í langan tíma. Þegar ég rankaði við mér sá ég að þau höfðu öll hópast í kringum okkur og störðu þögul á mig.
Kamilla settist svo hjá Jónsa og kyssti hann. – Er ekki orðið tímabært að fara? Jónsi leit á hana og svo alla hina.
- Jú. Það er kominn tími.
Við skiptum okkur, Jónsi og Kamilla fórum á jeppanum en ég fór með Önnunum, Tinna og Kobba. Þau sögðust vera fara í partí og ég yrði að koma með. Þetta yrði algjör bomba.
Við keyrðum aftur inní bæinn og hlustuðum á tónlist og spjölluðum. Ég sat afturí með tvíburunum, á milli þeirra. Þegar ég leit á þær til skiptist og þær litu til mín fannst mér ég vera að dreyma. Á einum tímapunkti hölluðu þær sér fram til að tala við strákana frammí og héldu báðar í sitt hvort lærið á mér. Þið getið ímyndið ykkur hvað mér fannst um það…
Loksins voru við komin. Ég sá jeppann hans Jónsa við gamalt hús en það voru samt engir aðrir bílar nálægt. Þetta var í iðnaðarhverfi þannig að það var reyndar hæpið að nokkur maður væri nálægt. Krakkarnir gengu svo öll inn og ég fylgdi.
Við gengum inn. Íbúðin var öll í niðurníðslu. Það var eins og enginn hafði komið þarna inn í mörg ár. Krakkarnir gengu á undan og fóru svo niður í kjallara, ég elti. Þegar við komum niður voru Jónsi og Kamilla að bíða, þau sátu í einum af sófunum, en þau voru ekki ein.
Kjallarinn var allt öðruvísi en allt annað í húsinu. Gólfin voru úr dökkum við sem glansaði. Veggirnir málaðir gráir. Allt snyrtilegt. Nokkur leðursófasett voru vítt og dreift. Alls konar myndir voru á veggjunum, mest samt myndir af bundnu fólki og frekar ógeðfeld málverk. Og svo var hillan. Hún var full af allskonar kynlífstækjum, ólum og svipum. Mér var samt nokkuð sama um allt þetta. Það sem truflaði mig var stúlkan sem var hlekkjuð á miðju gólfinu. Hún var í hvítum kjól með ljóst liðað hár. Ég vissi hver þetta var. Hún lá á hnjánum eins þegar einhver er að skríða en var alveg hreyfingarlaus, hún leit ekki einu sinni upp þegar við komum. Þetta var Lísa.
- Velkominn í Meyjarhofið, sagði Jónsi brosandi.

Ég man bara búta af því sem gerðist næst. Ég man að þau fóru öll úr fötunum og kysstust, allir með öllum. Kamilla kom til mín, kyssti mig og klæddi mig úr öllum fötunum. Hún og önnur af Önnunum kysstu mig allan. Ég man að þau fengu sér öll einhverjar töflur og að ég svaf hjá Kamillu og tvíburunum og eftir að hafa kysst Jónsa. Lyktin af svita og kynlífi var það eina sem ég mundi vel. Það var allt notað, allskonar kynlífstæki og sleipiefni. Ég man eftir þegar ég sá fyrst byssuna, og þegar Jónsi tók í gikkinn og blóðið úr Lísu slettist um allt. Ég man eftir að þau komu eitt af öðru, tóku upp byssuna, settu hana við gagnaugað á sér, og tóku í gikkinn, þar til ég og Jónsi stóðum tveir eftir útataðir í blóði og ógeði. Ég man eftir þegar Jónsi sagði mér hvað ég ætti að gera og hvers vegna þau hefðu gert þetta. Og ég man þegar hann kvaddi brosandi, setti byssuna að gagnauganu á sér, og tók í gikkinn.

Eftir þetta breyttist allt. Allir höfðu skoðun á þessu, allir þóttust hafa hugmynd um hversvegna þetta hafði gerst. Ég sagði lögreglunni allt sem hafði gengið á, og allt sem hafði verið sagt. Ég man eftir daufum augum lögreglufólksins þegar ég sagði þeim lokaorð Jónsa. Foreldrar þeirra allra komu til mín og ég sagði þeim allt. Það var ekkert nema eymd í kringum, en Jónsi hafði haft rétt fyrir sér. Allt breyttist.
Það sem gerðist var brenglað og það er ekkert hægt að fegra þennan atburð. Þetta var viðbjóður. En samt skil ég þau. Ég skil þau svo vel. Ég er ekki að skrifa þessa sögu til þið hugsið með ykkur “mikið voru þau rugluð”, heldur til að við stöldrum við og skoðum hversvegna eitthvað svona getur gerst.
Það líður ekki sá dagur er ég hugsa ekki um það sem ég sá í Meyjarhofinu. En ég get ekki lokað á þetta, vegna þess að þarna, í fyrsta skipti, var ég partur af einhverju sem var ekki lygi.