Einu sinni var ungur maður sem hét Tómas Snorrason kallaður Tom. Hann var með dökkt burstaklippt hár og bláeygður með mjóan vangasvip. Hann átti heima á eyju í Bermúdaeyjaklassanum. Hann var mjög snjall þó aldur hans væri aðeins 25 ár. Á þessari eyju stundaði hann rannsóknir á loftsteini er hafði hrapað í sjóinn rétt hjá staðsetningu eyjarinnar. Besti vinur hans, Jón Arnalds kallaður Jonni, sem var á sama aldri og Tom var einnig með burstaklippt hár með sjógræn augu mjög sterkbyggður og mjög vel gefinn. Þeir voru búnir að rannsaka steininn í allnokkra daga er Tom fann litla holu í annars slétt kringlóttum steininum hann var í um meters hæð og svartgrár, hann þrýsti puttanum ofurvarlega í gatið, þegar að steinninn opnaðist og uppúr honum kom pallur með blöðum á. Tom tók upp blöðin og leit á þau. “Jonni”, sagði Tom, þetta eru teikningar af einhverskonar farartæki. “Farartæki, sagði Jonni ekki segja mér það, þú ætlar að smíða það?
Tom brosti útíannað og horfði með glampa í augunum á blöðin “við byggjum þetta, það er ekki erfitt, það er hægt að fá öll þessi efni á jörðinni. “Eftir hverju bíðum við? Sagði Jonni. Þá sagði Tom “þetta er hægt en þetta er ekki létt verk, en við skulum reyna”. Þeir unnu hörðum höndum næstu vikurnar og loks komu þeir þessu saman en þvílíkt skrapatól, “ég held að við höfum gert þetta eitthvað vitlaust “, sagði Jonni. Af hverju held ég það líka?!! Þannig að þeir tóku það í sundur og settu aftur saman en samt kom það alveg eins út bara brotajárns drasl. Þeir vissu ekki hvað átti til bragðs að taka og fóru því snemma á hverjum degi í háttinn og vonuðust til að fá hugdettu um hvernig ætti að setja þetta saman. Svo eitt kvöldið þegar Tom lagðist niður á koddan sinn varð honum að orði “Djöfull er þetta óþægilegur koddi það er eins og að hann snúi öfugt”. “Öfugt” hrópaði Jonni, við höfum verið að setja tækið öfugt saman.
Og einsog hendi væri veifað voru þeir báðir komnir á fullt skrið í að setja það aftur saman,
og tókst það með ágætum og ekki eftir alllanga stund var farið tilbúið og nú í sinni réttri mynd. Þá heyrði Tom eitthvað tifur eins og í klukku en hélt að það væri bara úrið sitt, þegar að þeir lögðust til hvílu var tifurið orðið pirrandi þannig að Tom henti klukkunni sinni út og ætlaði að taka það seinna en tifið hætti ekki þá rann það upp fyrir Tom, og hann öskraði ”Jonni, sprengja” en þá sprakk rannsóknar stofan þeirra í loft upp með farinu, teikningum og öllu. Tom kastaðist niður í jörðina meðan brennandi spítnabrak spíttist í allar áttir en Tom var á lífi en honum fannst það ekki vera aðalatriðið, heldur var það hver hefði reynt að drepa þá? En síðan komust aðrar hugsanir uppí kollinn á honum s.s. hvað ættu þeir núna að gera teikningarnar og öll vinna þeirra sprungin upp. Tom var vakinn upp úr þessum hugsunum þegar hann heyrði Jonna kalla innan úr svefnskálanum “Tom, ertu á lífi”? Tom svaraði játandi og gekk inní svefnskálann þar sem Jonni stóð með uppglennt augu og spurði hvurn andskotann hafði skeð. Tom sagði honum frá sprengjunni. Jonni hlammaði sér niður í rúmið og sagði ”en geimfarið og allt”? “Sprungið ásamt öðru”, sagði Tom. Og ekki var sagt meira það kvöld heldur gengið snemma til náða. Næsta morgunn byrjuðu þeir að grafa í gegnum rústirnar á rannsóknar stofunni en fundu ekkert markvert og héldu af stað þungir á brún í átt að einni byggingunni. Í henni voru sjónvörp og mörg tæki og tól og þar á meðal tæki sem var tengt við allar öryggismyndavélar á eynni. Tom tók 5 spólur út úr sitthvorum vídeounum og rétti Jonna nokkrar.
-Farðu í gegnum þetta, sagði Tom. Þeir spóluðu yfir mestallar spólurnar þegar Tom kom loks auga á skugga á einni spólunni, ekkert meira fannst á þessum spólum en Tom leit betur á þennan skugga sem sást þó ekki nema í svona 2.sek en hann pausaði bara myndina og skoðaði þennan skugga betur sagði síðan við sjálfan sig,
“Þetta er ekki maður því að skugginn er með skott sýnist mér, ef ég gæti aðeins gert myndina greinilegri”. Varstu að segja eitthvað Tom? Spurði Jonni. Tom svaraði neitandi en sagði síðan að þeir ættu að leita á eynni hvort þeir yrðu enhvers varir farartæki á landi eða sjó, jafnvel mannaferðum eða öðru.

Þeir hófu leit á eynni og ætluðu að hittast í svefnskálanum seinna. Eftir alllangan tíma kom Tom í
svefnskálann og lagðist niður, þreyttur og beið Jonna. En varð eilítið órólegur þegar hann hafði ekki
skilað sér eftir 2 tíma, Tom byrjaði þess vegna að leita að honum og fann hann seinna meðvitundarlausann falinn í runna með kúlu á hnakkanum. Tom hugðist ætla að bera hann í búðirnar þegar að hann fékk þungt högg aftan á hnakkan og allt sortnaði fyrir augum hans. Það hafði liðið mjög langur tími þegar að Tom rankað við sér og þá sá hann að hann var bundinn á stól með Jonna hliðina á sér sem var meðvitundarlaus. Tom leit í kringum sig, hann var inní helli, örugglega inní litla fjallinu á eynni. Tom byrjaði að kalla og sparka í Jonna þegar að hann rankaði loks við sér og sá einnig hellinn sem þeir voru fastir í og þeir spáðu í það hver ætli eigi heima hérna því að allt í kringum þá voru húsgögn og dót og fannst þeim skrítið að þeir hefðu ekki tekið eftir manna ferðum. Loks eftir alllanga bið heyrðu þeir fótatak nálgast hellinn og inn kom maður, Þýskari sem er loðinn á bringunni og brún augu og horfði á þá með glettið bros á vörum
- Þið eruð þá vaknaðir dúllurnar mínar meðan ég man takk fyrir kaffið.
- Hvað ertu að tala um? Hver ertu? Hvað viltu? Þú getur ekki haldið okkur hérna gegn vilja okkar. Sagði Tom
- Ég geri það sem ég vil, sagði ókunnugi maðurinn.
Og það sem ég er að tala um er að ég fékk kaffibolla hjá ykkur áðan meðan að þið sváfuð, og ég er Sir Kornelíus Von Komphfersthein og ég er foringi í þýska flughernum, og ég vil að þið gangið í lið með okkur á móti fjandmönnum okkar.
- Gaurinn heldur að það sé ennþá stríð, sagði Jonni.
- Við verðum að komast héðan, sagði Tom, afsakaðu mig Von Komphfersthein, við skulum ganga í lið þitt ef þú getur losað okkur og bent okkur á flugvélarnar sem við ku fljúga.
- Endilega. Hvað flugkappinn með þýskum hreim.
Hann losaði þá og fór með þá niður stiga sem lá neðar í eyjunna en þeir höfðu nokkurn tíma komið og þar var flugbraut höggvin inn í fjallið með gati fyrir flugvélina.

Er hann hafði sýnt þeim allt heila klabbið gaf Tom honum vel útlátð kinnhögg og ekki var það lausasta í heimi en Voninn riðaði aðeins og spurði síðan hvaða svik þetta væru og ætlaði að fara í Tom þegar Jonni henti sér á hann. Voninn skall með höfuðið í stein og rotaðist og Jonni steig upp og sagðist ekki þola árásir á vin sinn,þeir bundu hann kyrfilega og stigu síðann upp í flugvélina og þeir voru heppnir að Tom hafði tekið nokkra flugtíma því að annars færu þeir ekki eitt né neitt. Þegar að flugvélin, frekar rellan var kominn á loft tók Tom eftir annari flugvél á hælum þeirra sem byrjaði síðar að skjóta á þá með vélbyssum. Þar sem að Tom kunni ekki vel að fljúga tókst honum rétt svo að komast undan en hann gat ekki haldið út lengi og skotin tættu sundur annan vænginn þannig að Tom og Jonni steyptust á bólakaf á hafið. Þeir náðu með naumindum að koma sér tímanlega úr flakinu áður en það komst of neðarlega og upp á yfirborðinu var ekkert nema haf svo langt sem augað eygir. Þeir voru búnir að synda í alllangan tíma þegar að það kom skip í smá fjarlægð frá þeim og sem betur fer kom auga á þá og pikkaði þá upp og fór til næstu hafnar. Þegar að í höfnina var komið fóru þeir yfir atburði síðastliðna daga og reyndu að fá útkomu hver gerði sprengjuna og hver var í flugvélinni því ekki var það Voninn því hann hafði ekki búnað til að gera sprengju og hann var bundinn og hvað var með þennan skugga. En allt kom fyrir ekki, þá ákváðu þeir að fara til eyjarinnar og komast til botns í málinu. En þegar að þeir komu á eyjuna blasti við þeim ótrúleg sjón, það var allt morandi í mönnum með riffla og haglabyssur og allskonar vopn og læti. Tom og Jonni náðu að yfirbuga 2 menn sem að voru í eftirlits fer og tóku föt þeirra og vopn og gengu inn á mitt svæðið þar var maður að skipa öllum fyrir, greinilega foringi þá gat Tom ekki stillt sig lengur heldur skaut foringjann og dritaði á alla sem voru nálægt og flestir lágu í valnum en aðrir komust í skjól og þegar að Tom kláraði skotin ætluðu eftirlifendurnir að skjóta þegar að rödd sagði þeim að stoppa. Tom kannaðist við þessa rödd, Von Komphferstein. Voninn kallaði á 2 menn til að koma með Tom og Jonna inn á skrifstofuna sína.

Þegar að þangað var komið spurði Tom um allt, skuggann sprengjuna, allt heila klabbið. Og hann fékk svör við þessu öllu.
-Ég get útskýrt allt saman, sagði Voninn, Við skulum byrja á byrjuninni, ég var ungur maður fyrir löngu og dreymdi drauma um peninga og frama en var þá kallaður í herinn, í miðri herþjónustunni flaug ég eitthvert út í bláinn og fann þessa eyju og gerði göngin og flugbautina og hellinn með kunnátunni úr hernum og ég notaði sömu kunnáttu til að gera sprengjuna. Ég var búinn að gera mig heimkominn þegar að þú og vinur þinn kom á eyjunna ég fór og faldi mig því að ég var hræddur um að það kæmist upp um mig því að ég var liðhlaupi. Svo sá ég seinna að þið voruð að byggja flugvél og ég hélt að þið vissuð um mig og ætluðuð að gera árás á mig þannig að ég sendi tamda apann minn, hann var skugginn sem að þú sást sem setti upp sprengjuna og sprengdi upp flaugina og því miður dó hann í sprengingunni og svo seinna rotaði ég ykkur og setti upp þennan leik með flugherinn og þoldi barsmíðarnar frá ykkur en ég vissi að mínir menn sem ég hafði smalað saman 2 dögum eftir að ég fann eyjuna kæmu brátt á eyjuna. Þeir komu á mánaðarfresti eftir að þið komuð á eyjuna og þeir komu rétt eftir að þið fóruð á flugvélinni og ég tók flugvélina þeirra og fór á eftir ykkur og skaut ykkur niður og hélt að þið væruð úr sögunni en svo birtist þér hérna eftir að ég og mínir menn höfðu hertekið bækistöðvar ykkar.
Ég hefur ekki gert neitt glæpsamlegt en þú drapst mína menn og ferð því í fangelsi. Og Tom fór í fangelsi og Jonni líka sem var talinn vera meðsekur en Tom sór að finna Voninn og hefna sín.