Ég snéri mér við í rúminu, hjúfraði mig undir sænginni og geispaði. Ahh, sunnudagur, þú ert kominn! Sofa út, öllum sama, ekkert að klæða sig allan daginn…Ég geispaði aftur og leit á klukkuna. Hálf fimm, komin tími til að drattast á fætur. Allt var í drasli í herberginu mínu, bækur, rifin Andrésar andar blöð, einmana bjórdós, skítug föt og nærföt, allt lág í hrúgu í herberginu mínu. Oh, ég nennti alls ekki að fara að taka til núna, mygluð og þunn eftir helgina, en ég vissi að mamma mundi byrja að jagast. Ég heyrði í huga mér röddina í henni:
“Hvað meinarðu stelpa? Bjórdós inni hjá þér? Er ég ekki búin að banna þér að drekka fyrir tvítugt? Þú veist að það er bannað með lögum, þetta gæti farið til lögreglunnar!”
Ok, kannski dáldið ýkt, en mamma bannaði mér allavega að drekka fyrir 17 ára, ég var 16. Ég reyndi að standa upp en gat það ekki fyrr en eftir að hafa teygt mig lengi og geispað ærlega.
“MAAAAMMMAAAAA!” öskraði ég eftir að ég hafði opnað ískápinn og komist að því að það var ekkert til að éta á heimilinu. Ekki það að ég væri svöng, en mig langaði að borða. Ekkert svar. Ég leit út um gluggann, bíllinn var ekki heima, mamma örugglega útí búð. Nú jæja, þá mundi hún þó kaupa mat. Ég settist niður og fór að blaða í Mogganum. Oh, hvað hann var alltaf leiðinlegur á sunnudögum! Ég stóð upp, rölti um húsið án þess að hugsa. Hvar í %#$& var síminn? Ég vildi hringja! Gáði að honum, fann hann loks læstan inni hjá mömmu. Hver veit hvað margir hefðu hringt? Mamma sama eilífðarljóskan. Úff. Bíllinn var að koma. út steig mamma, og viti menn, hún hafði farið í Bónus. Þegar hún kom inn hljóp ég á móti henni og reif af henni þennan eina poka sem hún hélt á. Ég rak upp öskur. EKKERT KÓK!