Ég vil benda ykkur á að ég skrifaði söguna frá karlkyns sjónarhorni. Það er að segja að sögumaðurinn er karlkyns ;) Vona að það rugli ykkur ekki.

Með mínum augum sé ég.

Oftast þegar maður sá hana, þá var hún brosandi, hlæjandi, grátandi af gleði. En í raun, þá var hún sorgmædd innaní sér, djúpt í hjarta hennar voru örlítil göt, sem tóku að stækka einn daginn. Það var í fyrsta skipti sem ég sá hana gráta.

,,Gerðu það, ekki gráta,“ sögðu sumir, en aðrir horfðu á hana með undrun, það var eins og að hún mætti ekki gráta.

Fyrir öllum heiminum stóð hún, grátandi, fyrir öllum heiminum í fyrsta skipti. En enginn vogaði sér að taka utan um hana og hugga hana, það héldu allir að hún myndi spjara sig sjálf, en svo var ekki.

Með tímanum sökk hún dýpra og dýpra, hún gróf sína eigin gröf með volæði. Hún lét sem að enginn væri til nema hún og henni fannst eins og að engum liði jafn illa og hún, og engum verra, henni datt það ekki til hugar.

Hún fannst svo einn daginn þar sem hún lá í gólfinu alblóðug, hún hafði reynt að taka sitt eigið líf. Kvaðst ekki geta meira, hún skildi eftir bréf sem seinna var gefið mér, og ég græt í hvert skipti sem ég les það.

„Ég hef verið að hugsa undanfarið, þið haldið að mér sé sama, en svo er ekki, í rauninni er ykkur sama um mig af því að þið gerið ekkert í þessu máli. Ég misstíg mig meira og meira með hverjum deginum, fallið verður alltaf verra og verra. Það er sagt að tíminn lækni öll sár, en því miður höndla ég ekki að bíða eftir tímanum lengur. Ég hef oft óskað þess að ég gæti bara horfið, dáið í staðinn fyrir fólk sem átti ekki skilið að deyja. En dauðaósk mín hefur ekki enn verið uppfyllt, guðirnir virðast ekki elska mig. Ég sé ekki neitt í framtíðinni sem gæti verið fyrir mig, ég er orðin það lítil inn í mér að ég get ekki talað. Áður gat ég falið mig fyrir vandanum en ég get það ekki lengur, ég höndla ekkert annað en sannleikann, því miður ef ég á að segja satt, þá vil ég ekki fara, en bara því miður.

Mér þykir það leitt, en nú er komið að kveðjustund.

-.“


Þegar bréfið fannst í fórum hennar var það lesið upphátt, í hennar viðurvist. Hún lifði af.

Hjörtu margra krömdust við að heyra fréttirnar, sem voru í raun einfaldlega upplognar slúðursögur. Henni leið betur eftir á, þegar hún hafði fengið hjálp.

Eftir þennan atburð horfði hún á heiminn úr allt öðrum augum. Hún var einstök, hún skein við hvert bros sem hún brosti. Þegar hún sá einhvern í vanda labbaði hún askvaðandi upp að þeim sem voru í vandræðum og bauðst til að hjálpa. Hún er þannig enn, hún er hetjan mín.

„Takk kæri guð fyrir að hafa leyft mér að lifa aðeins lengur. Mér finnst ég hafa áorkað meira en ég gerði og ég skil meira núna, mér leið illa og líður illa en mér líður alltaf betur og betur með tímanum. Veistu, það þarf ekki heilan her til að hjálpa saklausu fólki, það þarf ekki heilan her til að stilla til friðar. Það þarf frið til að stilla til friðar og fólk þarf að standa saman.

Með mínum augum sé ég lítið blóm, en þið sjáið aðeins lítið illgresi. Illgresið er jafnt blóminu þótt það sé ekki gult eða rautt á litinn og angar eins og sumarkvöld í faðmi ástarinnar, það er líf, það lifir. Ég hef hjarta, þú hefur hjarta, við höfum hjarta, við finnum öll til. Við sjáum kannski ekki sömu hlutina en við hugsum nákvæmlega eins með hjartanu, við öll, saman. Ég vildi óska þess að fólk hugsi eins og ég.

Nú hefur tíminn læknað mig, þegar ég hef loks leyft honum að gera það.

Með mínum augum sé ég bros á vör…

-.“



Nú hlær hún, grætur og skemmtir sér í faðmi vina sinna, hún elskar ákveðna manneskju heitt, sú manneskja er ég.

Mér er mikill heiður að þekkja hana.

-Kristjana