Ég stend á toppi veraldar þar sem ég sé allt, tré, fjöll, vötn, grassléttur jafnvel París. Ég stend á heiði á frakklandi. Árið er 1944 dagur: 14júní, sex dagar eru liðnir frá því að bandamenn gerðu hina miklu innrás inn í Normandí. Lof mér að kynna mig, ég heiti Peter Stephens og er major í Bandaríska hernum. Ég á eina “Medal of honor” sem er ein hæðsta medalían í Bandaríska hernum. Ég leiði fimmtíu manna hóp sem eiga taka yfir eina brú sem er mikilvægu partur í því að ná París. Ég er alltaf í miðju hópsins hvar sem við erum, á grasi, skógi eða vegi því að ég leiði þá í þessari mikilvægu árás. Við áttum að hitta menn í franska andspyrnuhreyfinguni þeir áttu að sjá okkur um sprengjurnar. Frændi minn, Frank er með mér í þessari sveit. Ég geri ekki neitt upp á milli hans og aðra menn í sveitinni minni því það er bannað í hernum.
Fyrsta skotmarkið var 30 kílómetrum frá ákvörðunarstað. Það var byrgi við hljópum niður í gryfu sem var 17 metrum frá okkur.
Við byrjuðum að skjóta ein og vitleysingar. Maðurinn sem var hliðina hjá okkur hló svo dátt að ég held að það hafi heyrst til Parísar eða Berlínar. Já, þetta var hann Lt. Tommy eina sem við vitum um hann að faðir hans var geðveikur og dó fyrir tveimur árum og mamman hans er alltaf að senda honum bréf sem enda á “elska þig drengur minn”. Svo var það Lt. Karl. Ættaður frá Noregi en eina sem við vitum frá honum er að hann étur mjólkurgraut og svið saman. Við kanar erum ekkert fyrir það.
Allt í einu fær Tommy skot í handleggin. Hann leggst niður og öskrar eins og brjálæðingur. Hann tekur upp handsprengu stendur upp og kastar henni í átt að byrginu. Takið þetta helvítis gyðinganiðingar Ég dreg hann niður og segi: ertu brjálaður? Þú hefðir geta orðið fyrir skoti. Allt í einu springur handsprengjan og hönd sem heldur á þýskri byssu lendir hliðina á okkur. Allt er hljótt. Hermennirnir líta upp og sjá að byrgið er í tætlum. “Þú ert snillingur” segir Karl. Tommy byrjar að dansa eins og brjálæðingur og syngur Bandaríska þjóðsönginn, oh say can you……allt í einu kemur eitt stykki Messersmith-flugvél og skýtur Tommy niður. Restin af flokknum byrja að skjóta eins og villtir hermenn á flugvélina. Allt í einu byrjar að rjúka úr henni og hún hrapar sirka 50 metrum frá okkur. Ég hleyp til Tommy. Hann er með meðvitund. Hann starir upp í loftið og andar hratt. Ég er að koma, segir hann. Ég er að koma pabbi. Allt í einu hættir hann að anda og lokar augunum. Ég reyni hjartahnoð og allan fjandann en ekkert gerist. Karl labbar upp að mér og leggur hönd hans á ökslina mína. Ég brest í grát. Úr rústunum af byrginu kemur einn þýskur hermaður veifandi hvítu flaggi. Karl fer til hans bindir hendurnar aftan við hann. Hann lætur hann fara á hnén. Karl miðar byssu á hausinn á honum. Hann gerir tilbúið fyrir skot. Ég öskra hástöfum: Nei, en það var of seint því að hann var búin að hlaupa af. Þetta var fyrir Tommy segir hann. Ég hleyp að Karl og ber hann í andlitið. Virtu stríðsreglurnar! skra ég. Í þessari árás létust tólf af mínum mönnum og einn þeirra var Tommy.
Ég gat varla sofið um nóttina sem við sváfum í byrginu, eða það sem var eftir af því.
Morguninn eftir sáum við trukk að koma. Við gerðum vopnin okkar tilbúin en svo sáum við Bandaríska fánann flaggandi á bílnum, þá róuðum við okkur. Þetta var póstbíll. Ég fékk póst frá konunni minni. Kæri Peter, þar sem sonur þinn Albert er veikur viljum við að þú omir fljótlega heim, honum hefur versnað frá því að þú fórst.
Ég setti bréfið í vasann, og inn í hjartanu lofaði ég þeim að koma heim. Við gerðum okkur tilbúin fyrir lokabardagann. Við áttum að fara í lítinn kofa sem andspyrnumennirnir áttu að vera, en þegar við komum þangað var búið að brenna staðinn. Það voru nokkur lík þarna líka. Mennirnir litust ekki á blikuna. Við gáfumst ekki strax upp. Við héldum áfram þangað til við komum að brúnni. Við höfðum hljótt um okkur í einni gryfjunni. Allt í einu heyrum við “was” og svo kemur þvílíka skothríðin. Frank, frændi minn bregður svo mikið að hann kastar óvart byssuni upp úr gryfjunni. Náðu í hana, sagði ég. Hann tárast og hristir höfuðið. Ég gaf honum illt auga og stökk upp úr gryfjunni og greip byssuna hans. Ég fór aftur ofan í gryfjunna og kastaði byssuni til Franks. Hann grípur ekki byssuna, hann hreyfir sig ekki. Þegar ég leit betur á hann hafði hann fengið skot í hausinn og dáið. Ég táraðist, svo allt í einu brjálaðist ég, stökk upp úr gryfjunni og byrjaði að hlaupa fram eins og brjálæðingur. Allir í sveitinni minni fylgdu fordæmi mínu og réðust áfram. Þjóðverjarnir skutu niður einn og einn af okkar hersveit. Hörfið, hörfið öskraði ég. Við byrjuðum að flýja. Ég fékk skot í fótinn og féll niður. Er ég leit upp sá ég einn þjóðverja miða byssu á mig.
Die, yankee bastard. Allt í einu springur svæðið fyrir aftann þjóðverjana og þeir skjótast í sitt hvora áttina. Í hæðinni fyrir aftann þá kom franska andspyrnuheryfingin og dritaði niður einn og einn þjóðverja. Við höfðum unnið. Þrem klukkutímum seinna kemur heil deild af Bandarískum skriðdrekum. Á brúnni horfi ég niður á straumharða ánna geysast framhjá mér. Mig langar til að stökkva niður en “loforðið” sem ég gaf fjölskyldu minni stendur. Allt í einu kemur Phillipe, leiðtogi frakkana. Hvað kom fyrir? Spurði ég. Phillipe brosir og segir: þjóverjarnir voru á leiðinni til okkar svo við flúðum en þeir náðu að skjóta nokkra menn okkar niður. Ég brosi til hans, tek í höndina á honum og gef honum hermannakveðju. Ég labba í átt að líki Franks frænda míns. Ég skila kveðju til foreldra þinna. Ég tek af mér “Medal of Honor” og læt í brjóstvasa hans.
Einni viku seinna er ég kominn í flugvöllinn í Chicago, heimaborgina mína. Á flugvellinum er konan mín og sonur minn. Ég faðma son minn, kyssi konu mína, hætti í hernum. Ég skrifaði bréf til Henry, bróður míns, sem var faðir Franks.

Kæri Henry.

Þér hefur augljóst fengið þær upplýsingar um að kæri sonur þinn Frank hafi látið lífið á vígvellinum í Frakklandi. Ég get huggað þig við það að hann var góður hermaður og ég get lofað þér því, vegna þess að ég var foringi hans í síðustu för hans. Ég skil vel að mikil sorg ríkir á heimili yðar en huggaðu þig við það að sonur þinn dó við skyldustörf við guð og ættjörðina og einkum frelsið sem nú ríkir í heiminum og vonandi í bjartri framtíð vor.

Kveðja Peter.


Takk fyrir
Gullbert