Ég öskra eitthvað út um gluggan, bíllinn á fleygiferð.

Við umferðarljósin stoppa ég, stíg úr bílnum og sný mér í hringi, ekki svo að ég viti af hverju, heimurinn er bara allt öðruvísi hringsnúinn. Ekki venjulegur.

Ég vakna næsta dag liggjandi í eigin ælu á Klambratúni.

Án þess að vita hvar hafurtask mitt sé geng ég í gegnum þvöguna á fólkinu sem var að ýta við mér og segi:
,,Takk, en ég spjara mig sjálf.”

Ég hef lent í þessum aðstæðum svo oft áður, klunnast í átt að Laugarveginum án þess þó að átta mig hvar ég sé.

Mamma og pabbi eru hætt að undrast um mig, ég fer eigin leiðir, nota mínar aðferðir, tek sjálfstæðar ákvarðanir og tek ábyrgð á gjörðum mínum.



Bíllinn, já, bíllinn, það er svo gott að finna kraftmikla bílinn undir sér þjóta hratt áfram, áfram gegnum fáfarnar göturnar.

Blikkandi rauða ljósið lætur mig stoppa og forvitnast, ég drep á bílnum, opna hurðina og stíg út. Stend fyrir framan umferðarljósin og horfi á þau blikka, rauður, rauður, appelsínugulur, grænn, grænn.

Svo tek ég uppá því að hlaupa, hlaupa hratt, hlaupa langt, sný mér svo í hringi og fell á götuna.



Ég vakna í þetta skiptið á engi fullu af gæsadúnssængum, nánar tiltekið sjúkrahúsrúm. Ég hef lent eitthvað harkalega, læknarnir óttuðust um mig.

Mamma kemur örvæntingarfull inn og lætur sem ég sé 6 ára gömul. Nei mamma ég er ekki 6 ára, ég er 20 ára gömul, ekki litla barnið lengur.

,,Ég vildi að þú gætir hætt að vera í þessarri vitleysu sem þú ert í.” Segir mamma alvarleg. Ég svara ekki neinu, lít bara undan, forðast að mæta þessu augnaráði. Það sigrar mig alltaf.
,,Hvaða vitleysu?” segi ég spyrjandi. Mamma svarar engu, telur það að ég viti, en hvað á ég að vita?



Ég heyri lækninn tala við pabba, hann spyr, öskrar, hann er reiður.

Svo kemur pabbi inn, áhyggjufullur á svip.
,,Ólum við þig upp í þessarri lygi?” segir hann svo brúnþungur.
,,Nei, hvaða lygi annars”segi ég spyrjandi, eins og áður.
,,Læknirinn sagði að það hefðu engin efni verið í blóði þínu, hvað í fjandanum varstu að gera barn?” Pabbi er reiður, hann er byrjaður að æsa sig of mikið upp.



Hvað, mega tvítugar stelpur ekki flippa smá af og til?

-krizza4