Það er björt sumarnótt og ég er stödd út í garði.

Ég kippi hendi minni úr hans.
Hleyp af stað í dauðans ofboði.
Renn til og hrasa, grasið er vott af næturdögginni.
Næ að spyrna mér aftur af stað.
Heyri í honum, gráðugum, og spretthörðum á hælum mér.
Hleyp hraðar í gegnum runna við veröndina. Gríp í handriðið til að ná beygjunni upp á verönd og þýt inn um bakdyrnar.
Ég skelli á eftir mér og heyri þegar hann sparkar í dyrnar svo þær skella á veggnum og svo aftur í falsinn.
Ég þýt inn í eldhús og hleyp hálfhring kringum borðið.
Hann stendur akkúrat á móti mér.
Ég sé ofsann í augum hans og ég reyni að átta mig hvert ég get flúið.
Allt í einu skýst ég af stað til vinstri og finn þegar fingur hans strjúkast við hægri hendi mína sem ég kippi að mér í snatri og þýt fram á gang.
Ég nýti mér hraðann til að spyrna mér upp í fjórðu tröppuna á stiganum og hleyp upp.
Finnst ég fara svo hægt, svo löturhægt.
Heyri hann hlaupa á harðaspretti á eftir mér og teygja sig í hælana á skónum mínum.
Ég fæ hroll, svona “eltingaleikjahroll”. Hvað ef hann nær mér ?
Hann er rétt að ná mér ?

Ég snarbeygji upp á stigapallinnum og þýt inn í svefnherbergi.
Hann skellur á hurðinni og hrindir henni upp af afli.
Ég stekk upp í rúm og er að reyna að rúlla mér fram úr hinum megin þegar hendi hans grípur um ökklann á mér og dregur mig inn að miðju á rúminu.
Hann heldur mér og sest ofan á mig.
Hann horfir djúpt í augu mér.
Hann glottir, kyssir mig á ennið og segir klukk ástin mín. Þú ert’ann