1. Kafli: Replay

Ég reyndi að opna ekki augun, reyndi að slíta mig ekki upp frá þessum yndislega draum. Draum sem hverfur jafnsnöggt úr minni og þú opnar augun. Ég vildi ekki vakna, tilhvers að vakna? Einungis til þess takast á við allan þennan skít? Einu sinni enn. Þar var samt ekki fyrr en að ég opnaði augun, að ég sá hana fjara út, Hana sem hafði eitt sinn faðmað mig að sér.
Hana sem hefði gefið mér allan heiminn ef hún gæti bara pakkað honum inn. Ég gæfi allt til að upplifa löngum gleymda æsku mína aftur. Og þó það sæist ekki í mínum köldu augum, þá sagði hnúturinn í maga mínum mér að nú væri öll sú litla gleði sem ég átti eftir, horfinn, horfinn með henni í vindinum. Og löngum kulnað hjarta mitt sem eitt sinn sló í takt við lífið, lét mig vita að nú væri kominn tími… Tími til að láta til sín taka, tími til að hefna sín á þeim.
Og er ég gekk út í þessa köldu borg sem ég eitt sinn hafði kallað heimili, en hafði löngum tekið í sátt sem fangelsi, þá sem vindurinn hvein í stillansunum, og hvíslaði að mér sögum;
sögum af því sem hefði getað orðið, en aldrei varð. Og á meðan dagarnir þjóta hjá í skuggalega mikilli móðu sem ég hef engin tök á, í óreiðu sem ég kem ekki reiðu á, þá óska ég mér þess eins að lífið væri jafn einfalt og að ýta á replay. Ýta bara á replay og byrja uppá nýtt. Ég hafði eytt tímunum saman í það eitt að reyna að átta mig á hvað ég hafði gert vitlaust og hvað ég myndi gera öðruvísi ef ég fengi tækifæri til þess, en dagdraumar mínir skyggðu samt ekki á að sannleikurinn er sá: að héðan yrði ekki aftur snúið og það er ekkert sem ég gæti gert til að bæta ástandið, nema hefnd. En þegar ég yfirgaf elliheimilið og nóttin tók við hurfu allar væmnar hugsanir úr huga mínum og ég fann hvernig ‘'verkjalyfin’' byrjuðu að láta til sín taka í blóðinu, eða það litla sem eftir er af því. Ég fann reiðina klóra í sálina á mér og byssuna í buxnastrengnum kalla á mig. Byssan hlaðin kúlum, kúlum merktar þeim. Og þegar ég steig inní Ameríska fákinn sem ég hafði fyrir löngu gefist upp á að halda hreinum þá fann ég að ég hafði skilið samviskuna og óttan við dauðan eftir inni á elliheimilinu með líkinu af móður minni og mér leið næstum ómannlega eins og manni sem veit að hann hefur engu að tapa nema lífi sínu, og ég hata mitt, ég var tilbúinn í stríð og ég fann það í mengaða loftinu að nú væru dráp í vændum.
“I'm not xenophobic, I just hate everyone.”