(Þessi saga er ekki fyrir viðkvæmar sálir)


Ljósin kveinuðu í þessu litla þrönga herbergi sem ég var settur í, ég veit ekki af hverju og ég man ekki hvar ég var þegar ég var tekinn á brott og settur í þetta þrönga herbergi.

Ljósið skarst í augntoturnar og ég gat varla andað vegna þungs lofts. Ég leit í kringum mig og ég sá ekkert áhugavert strax við þetta litla herbergi sem ég stóð í.
Bara ef það væri stóll hérna sem ég gæti sests á og hvílt mig. En svo var ekki.

En allt í einu sá ég mér til mikillar skelfingar að það var hjarta þarna á miðju gólfinu, og það sló en þá. Ég vissi ekki hvort þetta væri manns hjarta eða ekki. Ekki fyrr en ég greip um bringu mína, og fann að það var bara stór hola í brjóstkassanum mínum.
Einhver hafði rifið hjartað úr mér og kastað því á gólfið.

Ég stressaðist allur upp, sá þá að hjartað á gólfinu sló hraðar. Ég kafaði inn í holuna sem var á brjóstkassanum, og fann þarna inni mörg innefli, lungun, lifrina, en hjartað var hvergi að finna, svo núna var ég alveg pottþéttur á því að þetta var mitt eigið hjarta.

Allt í einu fann ég skerandi rödd í hausnum mínum, eins og einhver hafði troðið hátalara inn í hausinn á mér.

,,Ertu hræddur Sigurður’’ sagði röddin.
,,Veistu hver ég er?’’ spurði ég og leit upp í loftið, eins og ég myndi geta fundið eitthvað þar.
,,Að sjálfsögðu veit ég hver þú ert, ég hef fyllst með þér síðan þú fæddist’’.
,,Hvað villtu mér’’ kjökraði ég.
,,Ég vill ekkert, það ert þú sem komst hingað, að fúsum og frjálsum vilja, og það er eiginlega ég sem ætti að spyrja þig hvað þú villt mér’’.
,,Ég vill þér ekkert, ég vill bara fara heim og hitta konu mína og börn aftur’’.
,,Því miður áttu aldrei eftir að sjá þau aftur, því það er komin tími til að kveðja þennan heim sem þú hefur búið á svo lengi’’.
,,En ég vill ekki fara, ég vill vera hér áfram’’.
,,Serðu hjartað þarna á gólfinu, þetta er þitt hjarta Sigurður og þú getur ekki stoppað hér lengur, því að á þessum stað sem þú hefur nú átt heima í næstum 50 ár, þá er nauðsinlegt að vera með hjarta’’.

Ég horfði á hjartað sem var þarna á gólfinu, og sá ég að hjartslátturinn var byrjaður að veikjast, ég hljóp að því og tók hjartað upp, horfði á það og virti því aðeins fyrir mér, áður en ég tróð hjartanu aftur inn í mig, ég reyndi að troða því á sinn stað, og tengja slagæðarnar saman, en ekkert virkaði. Ég fann fyrir þreytu og vöðvarnir í líkamanum voru að fara að gefa sig. Ég datt á gólfið, og þegar ég datt skaust hjartað aftur úr mér.

Allt í einu hrökk ég upp í svitabaði inn í herberginu mínu, konan mín var ekki í rúminu, ég leit í kringum mig, ég hélt að þetta hafði verið draumur, en svo var ekki því að hjartað mitt sló ekki.