Ég sat sveittur og óöruggur við stýrið á 120 km hraða. Það lá ekki vel á mér því að ég hafði verið rændur, eða alla veganna fannst mér það. Ég er ekkert spilafíkill hugsaði ég með mér. Spilafíklar er vondir, ég er ekki vondur. Ég var blautur í fæturnar og regnið þrýstist í gegnum rifuna á rúðunni, mér var heitt. Það var gott að finna regndropana lenda á enninu og springa eins og litlar sápukúlur.

Ég var kominn inn í íbúðarhverfi einhversstaðar í Kópavogi. Ég kannaðist ekkert við mig og ég fékk þessa tilfinningu sem að maður fær þegar maður er ekki viss um hvar maður er. Hún er unaðsleg hugsaði ég með mér. Að vera einhversstaðar út í rassgati og vita ekki nákvæmlega hvar maður er, en vita samt að maður er til og að maður stendur fyrir eitthvað. Fyrir hvað stend ég? Aumingja sem hefur ekki stjórn á neinu, nei allir eru svona, eða allir eru einhvern veginn svona, enginn er pörfekt.

Allt í einu kannast ég við mig, ég er að koma að húsinu hans Barða. Alveg rétt ég var að fara heimsækja hann Barða, en af hverju? Hvað var klukkan? Hálf 3. Vá hún er ekki neitt hugsaði ég með mér. Barði var einn af þessum sem var aldrei sofandi og nánast alltaf til í allt. Maður gat alltaf leitað til hans því hann var eins og maður segir solid gaur.

Ég renni í hlaðið og sé að bílinn hans er ekki heima. Barði átti þennan viðbjóðslega Nissan Micra sem var algjörlega bara stelpu bíll, sjálfskipt kvikindi og ekki nóg með það heldur er hann fjólublár. Reyndar fékk kærastan hans að velja hann því Barði klessti fyrri bílinn, með því að klessa á tré á meðan hann var að draga mig á snjóbretti. Bölvað vesen á okkur alltaf. Reyndar hafði ég aldrei fílað Erlu kærustuna hans neitt mikið, mér fannst hún vera svona of mikill gella, alltaf flaðrandi og þannig ég bara fíla ekki þannig stelpur. Fyrir stuttu var líka saga í gangi um að hún væri að halda fram hjá Barða en hún viðurkenndi aldrei neitt og einhvern veginn grófst þetta undir yfirborðið. Og var það bara öllum fyrir bestu held ég.

Ég geng út úr bílnum og geng að hurðinni ég fann að þegar ég steig út úr bílnum að mig svimaði örlítið. Ég geng að hurðinni og banka létt á hana. Ég bíð ekki lengi því til dyra kemur kærastan hans. Ég tek strax eftir því að hún er vel hífuð. Ég býð henni góða kvöldið og hún býður mér strax inn. Ég þigg boðið og geng inn. Hún segir mér að Barði hafi skroppið aðeins og sé bara væntanlegur. Svo býður hún mér í glas og við förum að rabba saman. Hún fer strax að tala um það hvað hann Barði er góður maður og hvað þau eru hamingjusöm og bla bla bla. Og ég sit þarna og hlusta á þetta með öðru eyruna í von um að Barði fari nú að láta sjá sig svo að ég geti nú fengið lánað þennan helvítis tíuþúsundkall sem hann var búinn að lofa mér og bara forðað mér því Erla var farinn að tala um frekar persónuleg mál og var það eitthvað sem ég hafði engan áhuga á. Þegar ég var búinn að sitja þarna í næstum fjörutíu mínútur og hlusta hana röfla þá var ég búinn að renna niður 3 stórum Carlsberg. Voðalega er maður eitthvað gráðugur.
Þegar klukkutími var liðinn var ég nú orðinn frekar órólegur og pirraður því Barði var ekki enn kominn. Erla segir bara að slaka á og fikrar sig nær mér en hættir blaðrinu. Hún stendur upp og labbar inn í eldhús. Hún er klædd í þröngar gallabuxur og svartan topp. Rosalega er hún girnileg hugsa ég með mér. Ég halla aftur höfðinu og finn að ég er aðeins farinn að finna á mér. Þegar hún snýr til baka sé ég að hún heldur á 2 bjórum. Bíddu, hvað er ég að gera? Kom ég til þess að tala við Barða eða kærustuna hans. Ég stend snögglega upp og geng í gegnum stofuna og mæti henni leiðinni. Hún leggur frá sér bjórinn, tekur utan um mig og kyssir mig á munninn. Ég vissi ekki alveg hvað var í gangi en ég kyssti hana á móti. Allt í einu gríp ég í hana og fleygi henni frá mér og rýk í átt að útidyrahurðinni. Þá átta ég mig á að ég hef ekki fengið peninginn og það er ástæðan fyrir komu minni. Ég labba aftur inn í húsið og sé hana hlaupa inn á bað grátandi. Ég hleyp inn í eldhús og leita, en af hverju er ég að leita, já pening auðvita. Ætla ég semsagt að kyssa kærustu vinar míns og svo ræna hann. Vá hvað ég er glataður gaur. Ég sé veskið hennar hanga á stól og ég tek það upp og róta í því. Í veskinu finn ég sexþúsund og fimmhundruð kall. Ég sting honum á mig og hleyp út. En í þann mund er ég er að stíga inn í bílinn þá sé ég fjólubláa Micru renna í hlað. Andskotinn segi ég upphátt, og treð lyklinum í og sný. Ég heyri ekkert nema klikk, helvítis bílinn maður, glætan ekki núna ekki akkurat núna. Í Ég sit í myrkrinu og skammast mín. Og í sömu andrás heyri ég bank á rúðuna. Ég þurrka móðuna og sé Barða standa fyrir utan í rigningunni. Addi! Af hverju ertu ekki inni maður, komdu drullaðu þér inn.