Fjötrar

Ég er bundin skilyrðum, skilyrðum sem má ekki brjóta, skilyrðum sem meiða, drepa og ræna menn samviskunni.

Skilyrði sem voru sett þegar ég fyrst horfði fram á við, þegar ég losnaði úr fjötrum lyganna, lenti svo beint í fjötrum sannleikans, og hef verið dæmd til að dúsa þar ævilangt.

Ég er og verð alltaf föst í sama farinu.

Ég varð háð lygunum. Ekki það að ég hafi verið að ljúga. Heldur aðrir að mér.

Ég finn þegar einhver er að ljúga að mér. Ég finn það og sé það, heyri það en læt sem ég viti ekki neitt.

Það er sagt að tíminn lækni öll sár, en ég segi að svo sé ekki. Ég veit betur.

Það er eins og ég sé inn í fangelsi. 4 veggir í kringum mig, rimlar í gluggum og engin hurð. Þjarma að mér við hvert fótatak.

Það er engin hurð því ég kemst ekki út.

Og svo þegar ég loksins dregst útúr skelinni, hristi af mér slenið, þá er eins og ég sjái ekki það sem gerist í kringum mig. Ég verð blind á samfélagið og hugsa órökrétt.

Það var þess vegna sem ég byrjaði að finna leiðir út.

Ég byrjaði á að rista í veggina en ég sat uppi með alblóðuga handleggi.

Svo ákvað ég að skella höfðinu mínu með enturtekningu í rimlana, því hljóðið var svo hátt að það hlaut einhver að geta heyrt það.

En ég sökk dýpra og dýpra og loks var ekki aftur snúið, ég hafði skapað minn eigin heim, jafnvel enn verri en ég hafði gert áður.

Margar klukkustundir í stundarbrjálæði mínu varð til þess að ég var harðákveðin að öskra, segja það sem mér finnst um dýpið og myrkrið sem umlykur mig.

Ég snéri aldrei til baka.

Ég sá ljós í myrkrinu eins og oft áður en ákvað í þetta skiptið að grípa tækifærið og snúa aldrei aftur.

Ég segi sannleikann, því að vera fastur í lygi er lygi líkust, en sönn þó.



-Christiana