Krókudílatár? Hún leit á hann með tómum augum. Hún fann hvorki fyrir ást né hatri. Hvorki gleði né reiði. Alls ekkert.
Hún spurði hann hvort honum fyndist þetta rétt, hvort hún ætti virkilega alla sök á rifrildum og tárum.
Hann gat ekki svarað. Ekki einu einasta orði.

Eftir örskamma stund snéri hún sér við og gekk í burtu. Það var ekki hlýtt en samt ekkert kalt, eða kannski var hún bara svona dofin.
Hún gekk svolítinn spöl en settist svo í jörðina. Sorgin og reiðin brutust út með tárum.
Hvert átti hún að fara? Hvað átti hún að gera?
Lífið hennar hrundi, aftur.

Hún stóð upp og gekk til baka. Hann var farinn, örugglega heim til þeirra.
Hún var ekki viss um það hvort hún ætti nokkuð að fara þangað aftur en gekk þó í átt að blokkinni.
Hún rótaði í töskunni sinni eftir lyklunum og gekk inn. Hún sá skóna hans í forstofunni.
Hún gekk beint inn í stofu þar sem hann sat, allur í tárum.

Ennþá gat hann ekkert sagt, ekki einu sinni reynt að heilsa eða spurja hvert hún fór.
Hún settist hjá honum, öll í tárum, og bað hann um að tala um þetta við sig.
Hann starði bara á hana.

Var það rétt af honum að leggja sökina yfir á hana? Hafði hann rétt á því eftir brotin loforð og lygar?
Þegar það eina sem hún gerði var að vera þarna, taka við honum eftir rifrildin.
Þegar það eina sem hún gerði var að vera sár.

Hún gat ekki horft á hann lengur, honum virtist standa á sama.
Ætli þetta hafi ekki bara verið svokölluð krókudílatár?

Hún pakkaði saman og bað vin sinn um að sækja sig. Hún sagði að restin af dótinu yrði tekið daginn eftir.
Hann sagði ekki orð.
Hún gekk út í bíl og var horfin.

Morguninn eftir var restin af dótinu hennar flutt til Reykjavíkur með flutningabíl.
Þau töluðust ekki við eftir það. Aldrei.

Nú eru liðin þrjú ár, og enn talast þau ekki við. Hún mætti honum einu sinni niðrí bæ, en það var eins og “þau” hefðu aldrei verið til. Hún gekk framhjá honum eins og hverjum einasta ókunnuga manni sem hún mætti, án viðlits.

Hún hugsar um hann, en hún veit ekkert hver hann er. Ætli hún hafi nokkurn tímann vitað hver hann var?
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"