Enn ein sagan eftir mig, eflaust allir komnir með upp í kok. En jæja her it goes :$


Hann sat þarna á litlu trébryggjunni. Vatnið var stillt og kyrrt eins og spegill. Hann sá sjálfan sig speglast í vatninu og sparkaði létt með tánni á skónum í vatnið. Hann vildi ekki sjá þetta, hann þoldi ekki þessa manneskju.

Hann vissi ekkert hvað hann átti að gera, gat ekkert farið en vildi ekki vera þarna.
Hann hafði rokið út og endað hérna niður við vatnið, hann langaði svo óskaplega að fara til baka og afsaka sig og grátbiðja um að vera tekinn í sátt. En hann vissi að það væri eigingirni. Hann ætti það ekki skilið og ætti ekki að vera að heimta eitthvað sem var of gott fyrir hann.
Hann var búinn að fá nóg, það verður einhver að benda henni á þetta og þar sem enginn virtist ætla að gera það varð hann víst að gera það sjálfur. Hann af öllum.

Hann var búinn að fá sig fullsaddan af eigin græðgi og eigingirni. Og enginn ætlaði að gera neitt í því. Hann þyrfti víst að taka á því sjálfur, berjast við eigin djöfla og taka af skarið. Það tók á og hann hafði ekki haft sig lengra en að vatninu.

Hann sér útundan sér að einhver stendur yfir honum, það er hún.
Hún hafði gengið hljóðlega út á bryggjuna og var kominn upp að honum.
Hann starði fastar ofan í vatnið og ætlaði sko alls ekki að líta í augun á henni.
Það þarf svo lítið til að brjóta þennan litla viljastyrk á bak aftur. Innst inni vildi hann þetta nefnilega ekki. En hann varð.

Hún settist hægt við hliðina á honum. Hún skildi hann engan veginn. Það sem hann hafði sagt hafði á einkennilegan hátt sært hana svo en hún gat ekki séð sannleikann í þeim orðum. Hún gat ekki sleppt takinu af honum.
Hún stalst til að líta á spegilmynd hans í vatninu og sá að augun voru full af tárum þó að þau væru ekki enn farin að renna.

Þarna sátu þau, tvo. Að hennar mati fullkomin, að hans mati andstæður.
Ekkert gerðist í lengri tíma, tíminn leið, sólin gekk sinn vanagang og það fór hægt að dimma. Hvorugt þeirra sagði orð.
Á endanum leit hún á hann lagði hendina á vanga hans og sneri höfði hans mjúklega upp á við og til vinstri þar til þau horfðust í augu.
Undurblá augu hennar svo skær, blikuðu full af tárum og hún hvíslaði orðin :

”You break my heart and tell me I deserve better ?”

Hann leit snögglega niður og reyndi að halda aftur af tárunum og tók eftir því að það féll dropi í spegilslétt vatnið og myndaði fallegar gárur. Fljótlega urðu þeir fleiri og hann áttaði sig á því að hún sá þetta í alvöru ekki eins og hann.

Hann setti hendina ofan í hægri vasann á renndu bláu peysunni sinni, þar fann hann fyrir litla skríninu. Hann tók það upp og renndi því hægt eftir bryggjunni að henni.

”Þú átt þetta ég get því miður ekki farið á hnén fyrir þig”

Hann stóð hægt upp og gekk hægt í burtu, upp að litla fallega sumarbústaðnum og lagðist í sófann. Hún gekk upp að húsinu rúmum einum klukkutíma seinna og settist í litla stólinn á móti honum þó að rúmið væri laust. Horfði á hann sofandi og á endanum grét hún sig í svefn, liggjandi í hnipri í stólnum gegnt honum.