Mér fannst hjartað vera að springa í brjóstinu á mér.
ég hljóp eins hratt og ég gat - vildi ekki líta til baka.
“Hvernig gat ég verið svona heimsk?!” var eina sem ég hugsaði.
ég fann tárin brjótast framm og fann þau fjúka í hárið á mér.
Ég heyrði nafnið mitt öskrað fyrir aftan mig, en ég vildi ekki gá hver það væri.
Ekki að ég hafi ekki vitað það - ég bara þorði ekki að kíkja.
Ég fann að ég var að gefast upp, ég mátti ekki, varð að hlaupa.
Að lokum hneig ég niður og fann hversu mikið ég þurfti að anda.
ég fann allstaðar til.
Ég fann ískalda dropa byrja að berja á bakið á mér - það var byrjað að rigna.
Nýji kjólinn minn var allur orðinn skítugur vegna moldarinnar sem ég lá í.
ég vissi að málingin mín væri ekki lengur þar sem ég setti hana á andlitið á mér, líklega öll runnin niður kinnarnar á mér.
Ég vissi að mér mundi hlýna, hlaupastingurinn færi, ég gæti lagað málinguna en það sem ekki færi, væri þessi svo hryllilegi sársauki sem ég fann í hjarta mínu.
Afhverju eru ekki til lyf við ástarsorg.
mér verður líklega sagt að ég eigi bara að “láta hann eiga sig”, “ég sé ekki nógu góð fyrir hann” og margt fleira svoleiðis hughreystingar.
ég vissi betur - býst ekki við að nokkur hafi þekkt hann eins og ég, eða hver veit - kanski var hann búin að vera með henni allann tímann, notaði mig bara?
Hann virtist vera yndæll.. komst víst að öðru áðan.
hvernig væri hægt að hunsa að þetta væri framhjáhald?
ég hef heyrt að maður eigi ekki að flýja vandamál sín - þetta var ekki mitt vandamál, þannig að ég flúði.
ég vill ekki hitta hann aftur, gott að þetta var seinasta ball fyrir sumarfrí.
Ætla einhvert í sumar, bara að komast frá þessum stað!
Ég stóð rólega upp, leit snöggt í kringum mig eins og ég óttaðist að sjá hann þarna - en ég sá engann.
fyrir tárunum í augum mér, sá ég varla hvar ég var.
Ég þurrkaði augun á mér með handarbakinu og þau urðu svört undan blautri málingunni.
ég var búin að fá nóg!
langaði að öskra á einhvern, hann, engann annann - en klukkan var seint, færi ég að öskra núna kæmi líklega einhver út, ég var bara ekki tilbúin að tala við neinn núna.
ég ætlaði að labba rólega af stað en gat það ekki og datt framfyrir mig.
Þarna lá ég í smá tíma.
mér fannst kuldinn í litlu blautu regndropunum margfaldast þegar þeir slógu á bakið á mér, mér fannst hjartað mitt vera hætt að dæla blóði, allavega var blóðið kalt inní mér.
ég sá bílljós í fjarska, bíllin stefndi hingað.
Ég skreið bakvið tré, vildi ekki láta neinn sjá mig.
Á svona stundu hefði mig venjulega langað að tala við hann, ekki núna - var það ekki honum að kenna að ég væri hérna?
ég var komin í skjól fyrir rigningunni en kuldinn var búinn að taka sér festu í líkama mínum.
ég hafði gleymt að taka úlpuna mína þegar ég strunsaði úr þessu “partýi”!
ég var að krókna.
Ég nuddaði höndum saman í von um að finna smá hita, en allt kom fyrir ekki.
ég gerði tilraun til að standa upp en hún mistókst hraparlega og tókst mér að brjóta hælinn á skónum mínum.
ég blés í hendurnar á mér, klæddi mig úr báðum skónum, stóð upp og gekk út á götuna.
það var stytt upp, rigningarvatnið rann af götunni í litlum lækjum og út í skógarrjóðrið.
Fæturnir urðu sárir undan illa malbikaðri götunni, en sá sársauki var ekki nema brot af broti af þeim sársauka sem ég fann innanbrjósts.
ég gekk og gekk, svo sá ég annað bílljós, aftur flýtti ég mér aftur inn í skóginn.
Ég heyrði bílinn keyra framhjá - en í þetta skipti labbaði ég ekki aftur upp á veginn, ég ákvað að labba inn í skóginn.
Skógurinn var rólegur og fá dýr sáust, ég var viss um að ég myndi týnast, var svosem alveg sama, meina var ein núna - var kanski öðruvísi þegar ég hafði einhverja séstaka manneskju sem ég lifði fyrir, en núna var hann víst búinn að hafna mér, sem sýndi bara að honum var alveg sama.
Ég hef oft horft á myndir þar sem fólk er í ástarsorg og sættist síðan, en ef þetta væri ástarmynd væri hún öðruvísi, þessi endar ekki með sáttum - ég bara veit að ég get ekki fyrirgefið honum þetta, kom að honum og þessari.. DRUSLU! saman inná klósetti - sá varla meira eftir það, hljóp grátandi út og heyrði hann öskra á eftir mér nafnið mitt og að “þetta hafi ekki verið eins og það sýndist”.
Pff.. ég vissi betur, “ekki eins og það sýndist”.. hvernig gæti það verið? voru þau kanski bara að “pissa í kross”? held ekki.
Köld og ójöfn moldin virtist mýkri í gegnum nælonsokkabuxurnar, ég labbaði hröðum skrefum innar í skóginn - þar til ég datt um stórann stein.
Ég gaf frá mér einhverskonar öskur sem hljómaði bara eins og lágt tíst fyrir öllu slíminu sem safnast hafði saman í hálsinum á mér.
Þetta bara hlýtur að vera fullkomnasta kvöld lífs míns! Mér var ískalt, sár en samt reið og núna með risastórann skurð í fætinum!
Blóðið byrjaði að renna úr sárinu niður fótinn á mér.
fallega rautt, vildi að þetta væri hans blóð, leka úr hans sárum.
hvað hafði ég gert til að verðskulda þetta?
ekki hélt ég framhjá honum, en ég hlustaði svosem ekki þegar hann reyndi að öskra á eftir mér - hann var líka bara að reyna að missa mig ekki, ég veit hvað ég sá!
ég hafði ekki hætt að gráta í rúman klukkutíma núna og fann á mér að ég væri ekki að fara að hætta því núna alveg strax.
langaði að rífa úr mér hjartað.. gera hvað sem er til að losna við þessa tilfinningu úr brjóstinu á mér.
það leit út fyrir að einhver villidýr væru þarna í kringum mig vegna þess að ég heyrði þrusk - líklega eitthvað svangt dýr sem fann blóðlykt.
Ekkasogarnir voru að drepa mig!
Þetta var svo ekta ég, hvað var ég að spá í að byrja með honum - hann er svona haldiframhjá-týpan, það veit ég núna!
Ég tók þá ákvörðun að fara til baka, en núna var það hægara sagt en gert - vegna sáranna, annað þeirra var á fætinum á mér og hitt var innst inní hjartanu á mér.
en þegar ég stóð upp fann ég að ég gæti ekki labbað alla þessa leið til baka.
Ég tók nokkur skref og byrjaði svo að hallast áfram, skrefin fóru að minnka og ég fór að fara hraðar þangað til ég endaði með hnéin ofan í blautri moldinni.
ég var örmagna!
ég reif smá bút neðan af kjólnum og batt það fast um sárið, ég fann að tærnar á mér dofnuðu næstum samstundis - það hætti þó að blæða úr sárinu.
ég reyndi að leggjast þannig að mig myndi hlýna - erfiðara en ég hélt en mér leið vel svona, já ekki hreyfa mig neitt núna - ég lokaði augunum og ímyndaði mér að ég væri annarstaðar, en hvar sem mér fannst vera, filltist hugur minn hatri.
hann var þarna, hann var þarna allstaðar, á öllum, hverjum einum og einasta stað sem ég ímyndaði mér að ég væri á - þar var hann.
ég byrjaði að hugsa bara um ekki neitt - bara svart.
þegar ég opnaði augun aftur var allt orðið bjart.
allt í einu mundi ég eftir gærkvöldinu og fór strax að anda hraðar.
Ég fann magann öskra á mat.. svo þurfti ég á klósettið - ég fer bara bakvið tré en erfiðara að reyna að finna mat í þessum skógi þar sem engir runanr eru hérna, bara tré.
ég fór á klósettið og byrjaði svo að labba úr þeirri átt sem ég hafði komið úr.
Tárin byrjuðu aftur að renna hægt niður vanga minn.
ég herti gönguna, hryllilegur sviði og kláði sem ég fann í sárinu - ég hunsaði það og gekk rösklega áfram.
Loksins var ég eitthvað farin að kannast við mig.
ég leit upp og sá vegkanntinn og morgunnsólina, ég skreið upp litlu brekkuna og kom að kanntinum.
Ég sá stórann jeppa koma keyrandi, ég flýtti mér uppá veginn og veifaði eins og ég gat.
það seinasta sem ég sá voru bílljósin sem lýstu í augun á mér og samblönduðust geislum morgunnsólarinnar og ljósbeiks himinsins.
Akkúrat þá, varð allt svart.