Þessi saga er eftir mig og félaga minn, Sigurð Má Hannesson.


,,Ég þoli þetta ekki mikið lengur. Sorgin er óumberanleg.”
Valtýr sat einn á bekk í Miðbænum með tárin í augunum og hugsaði.

Hann hafði verið á rölti alla nóttina eftir áfallið. Stígvélin hans voru moldug og slitin eftir langa göngu.
,,Þau eru farin,” hugsaði hann með sér og kastaði frá sér logandi eldspýtunni. Venjulega var hann ekki mikill reykingarmaður en núna skiptu venjulegu gildin ekki lengur máli, ekkert var raunverulegt lengur. Ópin bergmáluðu í hausnum á honum. Hann gerði það sem hann gat til að bjarga þeim, en hann gat það ekki. Eldtungurnar sleiktu á honum húðina þegar hann reyndi að brjóta sér leið inní bygginguna.
Hann andaði reyknum af sígarettuni að sér og annað tár rann niður kinn hans.

Lögreglubíll nam staðar fyrir framan hann.
Valtýr, sem hafði ný lokið við síðustu sígarettuna, leit upp. Lögreglumennirnir gengu að honum og annar þeirra tók til máls: ,,Ert þú Valtýr Sigurðsson?”
Valtýr svaraði ekki, heldur leit hann á þá með tárin í augunum.
,,Þú verður að koma með okkur niðr’á stöð,” sagði hinn lögreglumaðurinn. Valtýr kjökraðist við að standa upp og gengu lögregluþjónarnir að honum og studdu þeir við Valtýr er hann reyndi að ganga í áttina að lögreglubílnum.
Honum varð óglatt á leiðinni.
Þegar komið var uppá stöð var honum fyrirvaralaust hent inní klefa og honum sagt að hann yrði yfirheyrður frekar í fyrramálið.

Hann sat á svefnbekknum í klefanum og hlustaði á tal tveggja lögreglumanna.
,,Skýrslurnar voru að berast inn í sambandi við eldsvoðann í Hafnarfirði,” sagði annar þeirra.
,,Nú, lát heyra,” svaraði hinn.
,,Kona og ungur drengur brunnu inni. Hér stendur að upptök eldsvoðans hafi verið vegna logandi sígarettu.”
Valtýr dró upp ljósmynd af konu og syni hans. Þetta var það eina sem hann átti eftir.

Lögfræðingur Valtýrs, Davíð Kristófersson að nafni, kom strax daginn eftir. Augu Davíðs voru þrútin, og jakkaföt hans krumpuð. Það var alltaf viss ljómi í kringum hann Davíð. En nú lét þessi ljómi ekki sjá sig. Nú var Davíð ekkert annað en gráhærður, þreyttur og ellilegur maður. Valtýr hafði hringt í hann fyrr um kvöldið og sagt honum frá því sem gerðist. Davíð var bróðir konu Valtýrs og góður vinur hans. Davíð heilsaði Valtýr og tók til máls: ,,Ég átti orð við lögreglustjórann, og það virðist hafa orðið einhverskonar misskilningur. Þér er frjálst að fara.”
Valtýr stóð upp, þakkaði Davíð fyrir og gekk rólega í átt að útidyrahurðinni.
,,Valtýr, verður allt í lagi með þig? Þú getur búið hjá okkur þangað til þú finnur eitthvað betra,” sagði Davíð með kökkinn í hálsinum. Valtýr leit undan til að fela tárin. ,,Vertu sæll,” sagði hann, og gekk út.

Valtýr var kominn niður að höfn. Hann horfið á allt fólkið í kringum sig; Brosandi, hlæjandi. Sársaukinn var honum óumberanlegur. Hann felldi nokkur tár er hann gekk að brún bryggjunnar. Hann teygði fram hendurnar, lokaði augunum og lét örlögin sjá um afganginn. Hann var tilbúinn til að hitta sína nánustu aftur þarna uppi.
Öldurnar, stórar og bláar, gleyptu hann…


-TheGreatOne