Ok, hér ætla ég að þylja upp hvað ég gerði um helgina, þreyta verður mæld í tölum og pirringur verður mældur í bókstöfum, s.s.:

ÞREYTA
1. Útsofinn, engin þreyta sjáanleg [Í fínu skapi, ready to go]
2. Geisp, fólk farið að spyrja: “Nei, ertu orðinn þreyttur” [Langar uppí rúm]
3. Alveg að sofna, eiginlega hvar sem er [Byrjaður að kvarta]
4. Baugar, orðinn fölur [Kalt blóð rennur um æðar og ég verð af og til stjarfur]
5. Já vá

PIRRINGUR
A. Fínu skapi, léttur í lund [Raulandi með góðri tónlist]
B. Áreiti reynir á mig, en þolanlegt [Farinn að anda dýpra]
C. Mitt áreiti reynir á aðra, orðinn pirrandi [Farinn að hækka róminn]
D. Stýrið fær að finna fyrir því, lem í það [Öskra!!!]
E. Jebb

Ég mætti á föstudagsmorgun í vinnuna mína [1] við Hringbraut og vann í góðu veðri alveg til klukkan 16, með það bakvið eyrað að ég, Arnar og Marinó værum að fara yfir helgina til vestfjarða, aðalega af því þeir væru að fara taka ljósmyndir af Bíldudal og eitthvað svoleiðis og að ég hef bara aldrei farið þangað yfir höfuð, þessvegna fór ég s.s.. Ég er að búast við því að við leggjum af stað á minni Skoda Fabia bifreið uppúr 17, en þegar ég kem heim er mér sagt að fleira fólk ætlar með, að við séum að fara að gista í tjaldi, aðvið förum á tveimur bílum og að við fokking leggjum ekki af stað fyrr en klukkan circa 20-21… þetta er stór biti að kyngja þar sem ég hata útileigur og ég hata að vera í tjaldi almennt, en ég sætti mig við það er tylli mér þægileg á stig A.

Klukkan circa 20 fer ég heim til Marinó með Arnari og við fáum okkur að borða, gott stöff þarna fyrir utan það að á þessum tíma er ég farinn að færast á stig 2 takk fyrir. Gunnar félagi sem ætlar að koma með hringir í mig og er að biðja mig um að totta djöfulinn og taka með s.s. gítar í ferðina, þetta skýtur mér á stig E í pirring, en þegar ég læt hann kurteisislega vita það að það sé ekki séns í helvíti að ég taki með kassagítar í eitthvað sem lýtur út fyrir að verða að djöfullegri útileigu. Fólkið sem er á hinum bílnum kemur til Marinós, þetta eru s.s. þrjár vinkonur, þær Erna, Heiða og Þóra. Við leggjum af stað útúr bænum ekki fyrr en circa 22… já það er rétt, fokking tíuleytið á leið til vestfjarða.

Bílrúnturinn var eiginlega eins og hver annar bílrúntur með mér… tónlistin nógu há til að sprengja í ykkur hljóðhimnurnar og ég syngjandi/öskrandi með. Þegar við loksins komum inná vestfirði þá förum við að sjálfsögðu syðri leiðina, sem er eins og sumir vita ‘Wherever You Will Go’ með The Calling í vegaformi. Klukkan hér er orðin circa 3 að næturlagi aðfaranótt laugardags og við erum að klára síðasta fjörðin þegar hinn bíllinn kemur til baka að tékka á okkur þar sem ég keyrði þetta ekki neitt rosalega hratt… hér er ég kominn á þreytustig 3 og pirrings stig D í raun þrátt fyrir að það eigi eftir að lagast.

Við keyrum áfram í átt að Dynjanda fossi… og eftir smá stund kemur í ljós að það er eitt framdekkið mitt sprungið og ég líklegast búinn að vera keyrandi á felgunni þónokkurn spöl… ÆÐI!!!… pirringstig E í smá stund. Við setjum varadekkið undir og höldum áfram, eftir 10 mínútur eða svo keyri ég á risa hnullung í brekku lengst uppá heiði og beygla felguna á varadekkinu og hleypi þar af leiðandi loftinu úr því. Við reynum að koma vardekkinu af hinum bílnum á hann með þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt þar sem boltafjöldinn á mínum bíl er fimm en hinum fjórir, þannig að við keyrum bílnum mínum í skot sem er rétt fyrir framan okkur og ákveðum að fara tvær ferðir út að Dynjanda. Fyrri ferðin tjaldar á meðan hin er sótt. Í fyrri ferðinni fara Marinó, Erna, Gunnar og Arnar. Ég, Heiða og Þóra erum eftir í bílnum mínum að hlusta á Sigur Rós og Brian Eno á meðan sólin er að koma upp fyrir framan okkur, pirringstig A og þreyta enn samt í 3. Eftir 40 mínútur kemur Marinó aftur á bílnum með Ernu sem nennti ekki af vera eftir hjá Arnari og Gunnari meðan þeir tjölduðu. Við keyrum af stað og skiljum varadekkið eftir af bílnum sem við erum á hjá mínum bíl með þeim gullnu orðum frá Marinó: “Það tekur það enginn!”.
Þegar við erum komin á veginn fyrir ofan heiðina sem leggur niður að efsta punkti Dynjanda foss “ramar” Marinó bílnum á hnullung og sprengir en eitt dekkið… …pirringstig B og ekki meir því ég er farinn að hlægja. Klukkan hér er að renna í 7 á laugardagsmorgni minnir mig… við náttúrlega ætlum bara að setja varadekkið undir og klára þetta, en hvað gerðist aðeins á undan?… Gleymdum við ekki varadekkinu af þessum bíl hjá mínum bíl, s.s. aftur um 15 kílómetra?… dauði og djöfull, Heiða verður snargeðveik alltíeinu og ákveður að labba aftur að mínum bíl yfir heiðina og ná í dekkið, og Þóra eltir hana. Ég, Marinó og Erna erum þarna eftir hlægjandi með ekkert símasamband á símunum okkar því það er ekkert fokking samaband neinstaðar á vestfjörum, EKKI NEITT!!!

Marinó fær þá snilldarhugmynd að það eina sem við getum gert er að labba bara niður heiðina að fossinum og (ekki veit ég hvað hann var að hugsa… stökkva kannski) komast þannig að tjaldsvæðinu þar sem Arnar og Gunnar voru komnir og líklegast farnir að pæla hvar í andskotanum við vorum. Við tökum úr bílnum það sem okkur þótti mikilvægast, ég, sængina mína og koddann og Marinó allan… *hóst* bjórinn. Við löbbum niður grjót, möl, snjó og yfir ár og mosa þangað til að við komum eftir circa einn og hálfan tíma að fossinum, ég með sængina mína og koddann hlægjandi endalaust að aðstæðunum, klukkan var orðin 9.
Þegar við komum að fossinum sjáum við að það er enginn leið að komast niður hér og að við verðum að labba meðfram öllu fjallinu þangað til það mætir veginum, þetta væri að sjálfsgðu minna pirrandi ef að við hefðum ekki séð fulltjölduð tjöld fyrir neðan fossinn og tvo ræfla í svefnpoka á túninu sofandi, C pirringur fyrir því. Við þrjár hetjurnar höldum áfram verulega pirruð meðfram fjallinu í nákvæmlega vitlausa átt frá tjaldsvæðinu þar sem við erum jú í fokking vitlausri hæð, þegar við erum svo komin eiginlega upp allt fjallið og í átt að veginum sjáum við hann glytta til okkar í fjarlægð og pirringurinn minn verður að engu… A fyrir því, en ofan í það er klukkan að verða 11 þegar þarna er komið við sögu og ég s.s. búinn að vera vakandi í 27 og hálfan tíma circa með heilum vinnudegi, 600 kílómetra keyslu og umtalaða labbi ofaní.

Þegar á veginn er komið kemur akandi niður brekkuna til okkar rúta sem við að sjálfsögðu vonum svo innilega að innihaldi ekki fólk fyrir utan bílstjórann… nei nei, þetta þurfti að vera rúta stútfull af krökkum á leið frá Patró til Ísafjarðar á körfuboltamót… við stígum uppí, lyktandi eins og rakspíri sem James Blunt myndi gefa út með fullan poka af bjór og ég í Lada Sport bolnum mínum með Carlsberg merkið flaggandi í krakkana. Bílstjórinn var mesti höfðingi og ók okkur niður brekkuna þar sem vegurinn mætti veginum sem lá inná tjaldsvæðið, takk herra bílstjóri, þúrt bestur. Við komum labbandi niðrá tjaldsvæði þar sem Heiða og Þóra koma hlaupandi á móti okkur segjandi að þær fengu far ofar á heiðinni niðrí tjaldbúðir eftir þónokkuð labb í hina áttina… Gunnar og Arnar eru fokking sofandi.
Við setjumst niður á tjaldsvæðinu, Marinó fer að sofa, Heiða fer að sofa og Arnar heldur áfram að sofa, Gunnar vaknar og við erum s.s. fjögur þarna í circa 2 tíma, eða til svona hálf 14 drekkandi bjór með engan mat, enga bíla og ekkert símasamband. Ég verð nett ölvaður eftir 3 bjóra þar sem ég borðaði síðast fyrir circa 9 tímum.
GOTT HINT: Ef þið farið þarna einhvertíman á næstunni þá eru u.þ.b. 6 bjórar dreifðir um heiðina fyrir ofan fossinn sem Marinó létti af sé svona af og til.
Ég verð alltíeinu pínu “leader” þarna og segi að ef við reddum bílunum ekki núna og förum að sofa eða eitthvað þá á það ekkert eftir að verða eitthvað þægilegra þannig að við getum alveg eins gert það bara núna… við fjögur leggjum af stað með það í huga að Marinó, sem btw er víst frá Þingeyri segir okkur að sá bær sé bara rétt handan við fjallið, jei!

Þegar við erum komin úta aðalveginn stoppuð við bíl sem keyrir framhjá og spyrjum hvað sé langt til Þineyrar… …klukkutíma fokking akstur… pirringstig B og ekki meira því ég er pínu fullur, en hrópum húrra fyrir þreytustigi 4! Við sjáum engan tilgang í að labba til baka að tjaldsvæðinu þannig að við löbbum bara áfram og stoppum annan bíl og spyrjum hvað sé langt í einhverja hjálp… það er víst út allan næsta fjörð, eða hjá Mjólkárvirkjun, labb labb labb þangað, alveg einn tími eða meira sem fer í það. Þegar þangað er komið lendum við í gömlum manni í sólbaði hjá íbúðahúsum sem eru þar, já það býr fólk, Hvar í Hvergilandi. Við reynum að koma því inní hausinn á fólkinu þarna hvernig staða okkur sé, sem þau væntanlega mistúlkuðu, ekkert “surprise” það. Gamli kallinn keyrir með okkur aftur að tjaldsvæðinu þar sem Erna og Þóra fara út á meðan ég Gunnar ætlum að redda bílunum með gamla manninum sem kvartar yfir hvað aldrei sé hugsað neitt um vegina á vestfjörum og hve langt hann þyrfti að keyra til að komast að mínum bíl, en endum þar og náum í varadekkið af hinum bílnum, keyrum þa´til baka að honum og keyrum báðir aftur niðrá tjaldsvæði til að koma sígarettum og mat til allra sem þarfnast þess, s.s. allir… mjög… mikið!… Ég og Gunnar fáum engar þakkir en við höldum áfram aftur að mjólkárvirkjun til að sjá hvort eitthvað sé hægt að gera varðandi hjólbarðana, s.s. hvort hægt sé að laga þá, þar sem við vorum svo innilega heppin að það var á þessum litla bæ bifvéladundari með verkstæði.

Kauði nær að gera við varadekkið mitt með því að hamra felguna aftur í stað svo hægt sé að koma lofti í það, aðaldekkið mitt er illa farið og á því eru þrjú göt serm hann reynir að setja einhvað fyrir og nær að setja svo loft í það og segir mér aðeins að nota það í neyð. Dekkið á hinum bílnum er dautt og hvíli það í friði… hjólbarði númer eitthvað, fæddur eitthvað, látinn 13. Maí 2006. Þeir segja okkur að setja varadekkið aftur undir minn bíl og keyra á báðum bílunum eins og þeir eru til Þingeyrar og láta laga þetta allt þar, við þökkum fyrir okkur og klukkan er orðin hálf 18, keyrum aftur að tjaldsvæðinu. Þegar hér er komið blossa um smá rifrildi um hver eigi að keyra að mínum bíl til að sækja hann þar sem sumir þarna eru ekki búnir að gera neitt á meðan sumir redduðu öllu og fengu engar þakkir, á endanum kemur eigandi bílsins með mér, Heiða.

Um leið og við komum aftur til baka að tjaldasvæðinu með báða bílana langar mig ekki rass að vera um nóttina hér í fokking tjaldi, ekki séns, ekki fokking séns í helvíti. Sumir vilja fara heim til Reykjavíkur á meðan sumir vilja vera eftir þarna… ég perónulega væri ekkert á móti því að komast heim í rúmið mitt í Reykjavík, en þangað eru yfir 600 kílómetrar og þreytumælikvarðinn minn er að fara setjast í 5. Ég ætla bara til Ísafjarðar að fá mér hótelherbergi þar sem mitt eina plan alla ferðina var að allavega fara til Bolungarvíkur, þaðan sem pabbi minn er ættaður og þar af leiðandi ég svo eitthvað smá.
Gunnar, Erna og Þóra ætla á hinum bílnum alla leið til Reykjavíkur. Arnar, Marinó og Heiða ætla vera eftir, sambandslaus, bíllaus og matarlaus (fyrir utan smá snakk) hjá tjaldsvæðinu og ég ætla til Þingeyrar og svo beint til Ísafjarðar með planið.

Hinn bíllinn var hér alveg að verða bensínlaus og planið var að ef þau yrðu bensínlaus á leiðinni til Þingeyrar myndi ég halda áfram og koma með bensínbrúsa, furðulega þá gerðist það ekki og við hittumst í ESSO á Þingeyri og sögðum þar bæ við hvort annað. Ég er núna einn, að deyja úr þreytu (búinn að vera vakandi í 35 klukkustundir) og er að fara keyra circa 50 kílómetra í viðbót til Ísafjarðar og byrjaður að sjá ofsjónir, göngin sem eru þarna á milli eru fyrir mér eins og tölvuleikur útí geimnum. Hótel Ísafjörður var minn næsti áfangastaður… ég hringsóla um bæinn með 70's lookið allstaðar svona 10 sinnum leitandi af hótelinu bara til að komast að því að það var í miðjunni á bænum.
Ég labba inní “lobbíið” og spyr hvað nóttin kostar fyrir einn… 10.400… jebb ég fór á stig 1 í þreytu í svona hálfa mínútu, eða þangað til ég sagði: “Já, ok, eitt slíkt”.
Þegar ég er kominn uppá herbergi byrja ég á því að *hóst* losa smá spennu og fer svo niðrí Samkaup rétt fyrir neðan og byrgi mig upp af allskyns góðgæti til að sofna yfir, sem ég geri… eftir að vera búinn að vaka í að verða 40 klukkustundir með allt þetta hér að ofan á bakinu klukkan circa 22.

Daginn eftir vakna ég um 10 leytið og fæ mér morgunmatinn sem fylgdi með herberginu sem lætur mér líða eins og mesta big-shot í heimi, bara eins og morgunverður á hóteli lætur mér alltaf líða. Úti er æðislegt veður eins og búið er að vera alla helgina og ég keyri rétt uppúr 11 14 kílómetra norður til Bolungarvíkur og vá vá vá hvað það er fallegur bær, ég kemst ekki yfir það hversu æðislega yndislegur hann er, ég finn húsið sem pabbi bjó í þegar hann var ungur og hringi í mömmu til að segja henni það. Eftir smá stopp á Bolungarvík keyra ég aðeins inní dalinn sem liggur frá bænum og labba aðeins uppí fjallið, sest á stein og fæ mér sígarettu, mjög líklega eina þægilegustu á minni ævi… fyrir utan auðvitað nokkra helvítis hesta sem voru við hliðiná mér… ég er skíthræddur við hesta.

En… svo… legg ég í hann til Reykjavíkur með nýju Red Hot Chili Peppers í spilaranum eiginlega alla leiðina, vá hvað sá diskur á eftir að gera ferðina þegar ég hugsa til baka. Ég stoppa á Súðavík í leit af minningavörðu um snjóflóðið '95, en finn ekkert… ég stoppa einnig á Hólmavík og heimsæki Andra Freyr félaga sem býr þar á sumrin. Svo já kem ég í bæinn um níuleytið.

Takk fyrir, ég læt það btw ekki fylgja sögunni hvað varð svo um Arnar, Marinó og Heiðu sem eins og ég sagði voru eftir sambands-, bíl- og matarlaus þar sem ég held að Arnar vilji á sínu bloggi eiga heiðurinn á að segja frá því. Einnig ætla ég jú sð segja hversu æðislega fallegir vestfirðirnir eru og ég bara á ekki til orð, neibb engin orð… og þetta kemur frá mér, manninum sem finnst ekkert til íslenskrar náttúru koma nema Dyrhólaey og núna jú vestfirðir eins og þeir leggja sig.

-Þetta er btw tekið af mínu eigin bloggi.