Við fengum það verkefni í skólanum að skrifa ritgerð/skáldsögu um fermingar. Ég kaus að skrifa sögu í.. jah.. óvenjulegri kantinum um fermingu.
ég ákvað einnig að láta ykkur hugara njóta sögunnar og vona að ég fái góða og/eða uppbyggilega gagnrýni ^^
Svooo… látum flakka!

———-


Um páskana staðfesta margir krakkar skírn sína. “Hvernig?” Spyrja margir en svarið er einfalt, með því að fermast.
Ég er hinsvegar undantekning. Ég ákvað að fermast ekki.. Afhverju? Svarið er álíka einfalt og við hinni spurningunni; ég trúi ekki og ég er ekki hræsnari.
Ég hef aldrei trúað á einhvurn almáttugan gaur sem stjórnar örlögunum og ræður hvort það sé rigning eða sól!
Ég hef heldur aldrei trúað á einhvern mann sem þykist vera sonur almáttuga gaursins og var krossfestur útaf því að hann var svo góður.
Einnig þá er það þessi blessaða bæn. Ef þú talar við Guð kallast það bæn, en ef Guð talar við þig þá kallast það geðsýki! Prestarnir útskýra það með því að segja að Guð talar við okkur í gegnum biblíuna eða í verkum.
Biblían er bók! Einfalt! Hún breytist ekkert og er alltaf eins. Punktur. Hvernig getur þá Guð talað við okkur í gegnum hana? Það bara passar ekki.
Og með verkin; í fyrra var mamma ólétt. Ég átti að eignast lítið systkini eftir öll þessi ár. Ég hef lengi óskað mér eins. Þegar mamma var komin 7 mánuði á leið missti hún fóstrið. Var þá Guð að segja mér að hann hataði mig? En segir svo við vini mína sem eiga fullt af systkinum að hann elski þá?
Þetta atvik lét mig missa trúnna algjörlega! Ekki það að hún hafi verið mikil fyrir.

Ég hef nú samt fylgst með vinum mínum fara í gegnum fermast. Allir eru klæddir í einhverja hvíta kjóla og það fyrsta sem manni dettur í hug eru englar. Breytist maður ekki í engil þegar maður deyr? Nei bara pæling.
Presturinn talar síðan eitthvað og fær svo krakkana upp að altarinu. Þar eru þau látin segja eitthvað brot úr Biblíuni, kallað ritningarvers. Tilgangurinn með því er lítill sýndist mér.
Eftir það eru þau fermd og allir eru voða stoltir.
Presturinn talar svo meira og svo eru krakkarnir fengnir aftur upp að altarinu og þeim gefið vín og jah.. brauð? Það á bara að spilla krökkunum snemma.

Þegar allt þetta kirkjustúss er búið þá fara krakkarnir annaðhvort heim til sín eða í einhvern sal og halda veislu. Í veislunni kemur fólk sem fermingarbarnið hefur aldrei séð og óska því til hamingju og fá sér að éta. Krökkunum er alveg sama hvort þau þekkja fólkið eður ey því þau fá jú, gjafir. Eftir veisluna, eða í veislunni, opna þau gjafirnar og verða nokkrum þúsundköllum ríkari.

Þegar ég sagði vinum mínum að ég ætlaði ekki að fermast fékk ég yfir mig fullt af “en hvað með gjafirnar?” spurningar. Ég svaraði auðvitað að ef ég myndi fermast þá yrði það fyrir trúnna, ekki gjafirnar. Þá var hlegið og sagt að ég myndi sjá eftir þessu þegar ég yrði sá eini sem ætti ekki nokkur hundruð þúsund.
Hræsnarar!
Ég gerði samning við mömmu og pabba að ég myndi ekki fermast borgarlega og myndi í staðin fá hálfan bíl frá þeim þegar ég verð átján og afi ætlar að borga fyrir mig bílpróf. Ég verð því ágætlega staddur er kemur að bílum.

Annars ber ég virðingu fyrir ákvörðun trúaða fólksins um að fermast, þótt mér þyki þetta allt frekar asnalegt. Verri þykir mér ákvörðun hræsnarana um gjafirnar en það verður bara að hafa það.

Megi almáttugi gaurinn vaka yfir ykkur kristna fólkinu.
Amen.

—–

Takk fyrir mig!
Deyr fé, deyja frændur,