Nótt.
Grasið var vott af dögg næturinnar og ekkert heyrðist þegar skugga bar hratt yfir lóðina, í átt til steinrústana. Máninn var hátt á lofti, en þoka dvaldi yfir dalnum var brátt búin að kaffæra ljós hans. Ég leit upp á hæðina, til steinrústana og hélt för minni áfram. Leðurskórnir veittu mér vernd og algjöra þögn, þar sem ég tipplaði áfram.
“Lúna, veittu mér vernd þína,” hvíslaði ég til tunglgyðjunnar og hraðaði mér.
Eftir nokkra stund var ég kominn á áfangastað. Hvísl golunnar barst til mín þar sem ég hélt mig í skugga hárrar og breiðrar steinsúlu, sem skagaði skagt upp í loftið. Fyrir utan náttúrunnar hljóð, þá var þögn. Eftir að hafa fullvissað mig um að enginn væri á þessum helga stað, stökk ég fram og inn í miðju steinhringsins, þar sem altarið var. Nú varð ég að hafa snarar hendur.
Altarið var ekkert annað en nokkuð stór steinn sem náði mér upp að mitti, flatur og hringlóttur, og var búið að höggva skál í steininn. Ég velti honum örlítið til að hella vatninu sem hafði safnast saman í hann. Svo tók ég upp úr bakpoka mínum poka sem innihélt smá púður. Eftir að hafa þurkað steinskálina eins vel og hægt var með klæði hellti ég púðrinu í hana. Ég leit í kringum mig. Enn var engann að sjá á stígnum sem lá að steinrústunum og taldi ég mig nokkuð óhultan í bili. Ég hafði lokið mér af, og klifraði nú upp á eina steinsúluna…og beið.

Eftir nokkurn tíma heyrðist eitthvað, eitthvað annað en bara vindurinn, sem nokkuð var farið að bæta í. Ég horfði niður í skálina, og vonaði að púðrið væri ekki fokið burtu, að skálarbarmurinn myndi veita því nægilegt skjól.

Úr þokunni byrtist fólk, á við fjórða mann, ein kona og þrír karlmenn. Ég tók sverð mitt úr slíðrinu og vopnaðist byssu, grip sem ekki sást oft á þessum slóðum, nema hjá ferðalöngum, sem sögðust koma frá löndunum í fjarska, sem ekki voru merkt inn á kortin. Það eina sem stóð þar var “Hér eru drekar”. Á mínum yngri árum sagði faðir minn mér og systur minni oft sögur af slíkum stöðum, þar sem heilu borgirnar voru gerðar úr gulli, silfri og marmarar - þar sem fólk skreytti föt sín með geymsteinum, smarögðum og demöntum.

Hugur minn læstist þó fljótt aftur í nútíðinni þegar óp hljómaði í kyrðinni þegar kvenveran, unga stúlkan sparkaði í andlitið á manninum sem var að hjálpa henni af baki. Hún var bundin á höndum og greip í tauma hestsins en var snögglega rifin af baki af hinum tvemur mönnunum. Þeir hristu hana til og slógu hana niður til að þagga í henni. Maðurinn sem hafði fengið höggið í andlitið hélt um annað augað og gekk að stúlkunni, tók hana upp og skallaði hana svo fast í andlitið. Blóð lak niður munnvik hennar, og augun lokuðust meðan tár runnu niður vanga hennar, blönduðust blóðinu, lak niður á klæði hennar.

Þeir hlógu.

Ég skalf af reiði. Þessi stúlka var systir mín, mín kæra systir…

Ég skoðaði útbúnað þeirra. Þeir höfðu aðeins branda og hnífa, með löngum blöðum, ég hafði yfirhöndina í vopnum, langsverð mitt og hólkinn sem ég ætlaði mér að nota, en ekki á mennina. Eftir stutta stund þá voru mennirnir búnir að koma sér upp litlum varðeld og útbýttu mat á milli sín. Anette, systir mín lá máttvana upp við eina steinsúluna og virtist vera komin á náðir svefns. Ég ákvað að láta til skarar skríða. Ég kastaði lítilli steinvölu skammt frá altarinu og var snöggur í skjól aftur, þó hafði ég annað augað fast á mönnunum. Þeir höfðu tekið eftir þessu.
“Garcen,” maðurinn sem svaraði var sá sem hafði fengið hælinn í andlitið. Hann var með bólgið og vonandi brotið nef.
“Já, ég heyrði þetta líka. Kom þaðan,” hann bennti í átt til altarisins.
Þeir drógu sverð sín úr slíðrum og gengu varfærnislega að gildru minni, þetta var á góðri leið með að heppnast. Ég hafði þegar kveikt á skotþráðnum með eldfærum og beið eftir að hann væri brunninn upp að skothamrinum. Mennirnir litu í kringum sig, og fóru varhuga upp að altarinu.
“Hva…” Garcen náði ekki lengra þar sem hann starði opinminntur á púðurhrúguna, skothvellurinn ómaði og púðrið í skálinni sprakk upp í björtu ljósi sem blindaði mennina, en aðeins um stund, vissi ég. Ég stökk áfram hljóðlaust og þrýsti sverði mínu í gegnum kápu Garcens, þar sem hann lá í jörðinni með hendur um augun og vælandi einsog hundur. Þetta var helgiathöfn fyrir mér.
“Finnið blað mitt, hundur, og deyðu,” hvíslaði ég í eyra hans og stökk svo upp til að finna blaði mínu samastað í hálsi annars fjandmans. Ég hitti ekki - alveg. Djúpur skurður myndaðist þvert yfir andlit mannsins, og hræðilegt angistaróp hans ómaði; um alla sál mína kviknaði nýr eldur.
“Finndu yður í sársaukanum og verið dæmdur!” Öskraði ég og hjó aftur, og aftur, og aftur…
Eldurinn breiddist út um sál mína, gegnum líkama minn þegar blóðið svirflaðist út við hvert högg, yfir mig, á andlit mitt og á steinana sem nær voru.
Ég hætti, leit í kringum mig og þurkaði blóðið af andlitinu, einungis til að sleikja það af fingrum mínum. Hvert hafði þriðji maðurinn farið? Hann lá upp við eina steinsúluna, og starði í fullkomum ótta á mig. Þvílík fegurð, það var það eina sem ég sá í augum hans. Fegurð óttans…

Ég mundaði blað mitt, sem var rautt af hatrinu, blóðinu.

En hann gerði ekkert, nema væla óskiljanlegum orðum út í loftið, fangaður af dauða og ógn. Ég fann lykt af hlandi.

“Og að eylífu skuluð þér vera í rökkrinu, í skuggunum… Þér skuluð finna sársaukann og ég skal vinna sársaukann úr þér.”

Og aftur brann eldurinn bjartur innra með mér í rökkrinu, rökkureldur…

Blóðið var fæða eldsins.


—-()—-()—-()—-()—-()—-


Dagur.
Anette gekk upp tröppurnar á heimilli sínu, og bróðir hennar studdi hana.
“Segðu mér, minn kæri bróðir…”
“Hvað get ég sagt þér systir?”
“Hver bjargaði mér? Ég man ekki eftir neinu eftir að ég fékk högg á höfuðið frá…” Hún skalf af tilhugsuninni.
“Enginn veit það, mín kæra. Engin ummerki fundust um mennina, né bjargvætt þinn. Þú fanst, einsog þér hefur verið áður sagt, utar í hlíðinni, nokkuð frá steinrústunum. Eina sem fanst var…
Mín kæra, þú þarft ekki að vita af því sem fannst. Það sem skiptir máli er að þú ert örugg hér hjá mér, að eylífu.”



[Ç]