Ég sit ennþá á bekknum þegar það kviknar á ljósastaurunum í garðinum.
Þó hún hafi yfirgefið bekkinn fyrir rúmlega fimm klukkutímum síðan þá er ég ekki ennþá búinn að átta mig á því síðasta sem hún sagði við mig, hef ekki fellt tár.
Hún er eina manneskjan sem ég treysti, eina manneskjan sem mér var ekki sama um og núna hafði hún gengið burt frá mér.

Um leið og hún yfirgaf garðinn þá yfirgaf hún líf mitt fyrir fullt og allt.
Hún var búin að gera mér það ljóst að hún ætlaði sér ekki að gera mér það að tala við mig aftur þar sem hún var búin að finna sér annan og betri strák til að vera með.
Ég minnist þess þegar ég sagði við hana rétt eftir að við byrjuðum saman að einhvern daginn þá myndi hún gefast upp, hún hló að mér og kyssti mig á kinnina og sagði svo hátt og snjallt :
“Nei, ég ætla mér að vera með þér að eilífu. Þú ert bestur og ég elska þig”.
Ég get ekki að því gert að ég glotti þegar ég átta mig á því að ég hafði rétt fyrir mér allan tímann þó svo hún hafi sagt alla þessa hluti og verið svo ákveðin.

Allt í einu eru tárin farin að renna niður kinnarnar á mér , hægt og rólega.
Hún hafði enst í þrjú ár og ég verð að segja að mér þykir það vera afrek miðað við það hvernig ég kom fram við hana. Samt fyrirgaf hún mér alltaf aftur. Og samt vissum við það bæði að þetta gengi ekki og að ég átti það aldrei skilið heldur. Hún var allt of góð fyrir mig. Það var sárt að vita að hún hafði loks áttað sig á því.
Og tárin falla áfram meðan þessar hugsanir hringsnúast í hausnum á mér.

Ég lít upp og sé að eftir stígnum kemur gangandi lítil stúlka, varla eldri en tíu ára.
Hún er klædd í hvítan kjól og er að raula einhverja vísu sem ég þekki ekki.
Fyrst virðist hún ekki taka eftir mér og labbar beint áfram en þegar hún er komin að bekknum þá stoppar hún snöggt, snýr sér að mér og gengur nær.
Hún setur hendur niður með síðum og horfir á mig með stórum og og skærbáum augum. Svo spyr hún rólega, eins og hún þori ekki alveg að spyrja, hvort það sé eitthvað að.
Ég svara henni því að ég hafi lent í mjög slæmum hlut sem er mjög flókinn og spyr hvað hún sé að gera.
Hún svarar mér því að hún sér bara í göngutúr, sest niður og spyr viltu segja mér hvað kom fyrir. Svo brosir hún svo undurfallega að ég hefði ekki getað sagt nei þó ég hefði viljað það.
Ég segi henni hvað hafi gerst og gleymi algerlega að ég er að tala við svona unga stúlku svo að ég gæti mín ekki einu sinni hvernig ég orða hlutina og ég reyni ekki heldur að halda aftur af tárunum meðan þau renna hljóðlaust niður kinnarnar og féllu svo niður á bolinn minn sem drakk þau í sig.
Hún sat bara og hlustaði á frásögnina og blikkaði varla auga allann tímann. En svo þegar ég hætti að tala sagði hún með hughreystandi tón að ég ætti að láta mér líða betur og ég myndi komast yfir hana á endanum. En hún sagði einnig að ég hafi ekki komið rétt fram við þessa stúlku miðað við hvað ég segist elska hana og sjá eftir henni og að hún treysti á að ég geri ekki þessi mistök aftur heldur læri af mistökunum.
Ég verð steinhissa á því að heyra þetta og veit ekki alveg hverju ég á að svara og sit í smá stund án þess að segja orð.
Allt í einu áttaði ég mig, strauk tárin burt og spurði stelpuna hvort hún ætti ekki að vera komin heim, klukkan væri farin að ganga tólf.

En um leið og ég sagði þetta sneri ég hausnum til að líta á hana en tók þá eftir því að þar sat enginn.
Ég stóð upp og rölti af stað út úr garðinum , sömu leið og stúlkan mín hafði gengið fyrr um daginn. Og þegar ég gekk út úr garðinum gekk ég inn í nýtt líf þar sem ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi gera betur næst og taka mig á til að þurfa ekki að lenda í álíka aðstæðum aftur.