Endurbætt útgáfa Englar meðal manna!


—————————

Klukkan stansaði, allt varð hljótt, ég vissi að það væri einhvað að gerast, ég vissi að einhver þyrfti á mér að halda.

Á augnablikinu var allt yfirfullt af fólki, kirkja, falleg, söngur og tár.

Hann sagði mér að ég þyrfti að sjá um eitt verkefni, þetta verkefni var að gæta stúlku, stúlkusál. Svo starði ég á hana eins og ekkert annað væri fallegra, þar sat hún úti í horni í hvíta kjólnum sínum.

Tárin voru farin að streyma, ekkarnir skárust í sálu mína en- hvað gat ég gert, ég átti bara að fylgja henni, ég gat ekki útskýrt svo stórt fyrir svona lítilli stúlku.

Hún sat þögul í sama horni og áður, andköf hennar urðu til þess að ekkarnir ómuðu enn hærra en áður, ég horfði á tár þessarar stúlku, hún hafði týnt móður sinni.

Ég skimaði eftir henni, hélt að hún væri með henni, en áttaði mig svo á að svo var ekki. Tárin streymdu niður kinnar stúlkunar og ég sat bara aðgerðarlaus, ég horfði bara eins og ekkert væri.

Ég sá síðan móður hennar, og hún kallaði einhver orð að stúlkunni, einhver sem ég skildi ekki. En tárin héldu áfram að streyma, það var eins og hún sæi hvorki né heyrði í móður sinni, en ég, aftur á móti heyrði allt og sá hana en skildi ekki það sem hún sagði.

Ég tók í hönd stúlkunnar, leiddi hana að kistunni, og sagði við hana:
,,Hinsta kveðjan er hingað komin að þessari kistu, kveddu nú.”

Það heyrðist ekkert í stúlkunni, en sorgarsvipur andlitsins komu tárum mínum af stað, ég grét, en það var ekki eins og mitt starf átti að vera, mitt starf var að vera sterk.

Ég lyfti stúlkunni upp í kistuna og ég horfði á hana, tárin streymdu enn, en þau sáust ekki, nú var hún friðsæl.

Þar lá stúlkan, falleg í hvíta kjólnum, lá í litlu hvítu eikarkistunni, ofaná einhverju sem líktist frekar hvítu skýi, þar mun hún dvelja friðsæl um ókomna tíð.

Líkamlega var hún friðsælli en nokkuð annað, en sálarlegi hlutinn var eftir. Þá var komið að mínu starfi- að afhenda englinum hana. Þegar maður heldur um hönd svona lítillar sálar, svo brothættri, þá er best að missa hana ekki. Sál stúlkunnar hélt fast um hönd mína, og ég enn fastar um hana, ég vildi ekki sleppa henni, hún var dýrmæt.

Síðasta skrefið upp klukkuturninn var erfiðast, ég sast á sama stað og áður, vani. Þótt ég hafi gert þetta svo margoft, þá, var þetta svo öðruvísi. Ég hrökk til viðað engillinn flaug í átt til turnsins. Vængjaslögin ómuðu í eyrum mínum, þeir geta ekki verið hljóðlátari. Sál stúlkunar var enn í greipum mínum, ég afhenti englinum hana og sagði:
,,Gerðu það, ekki missa hana.”
Á því augnabliki steig engillinn sig til lofts, breiddi út vængi sína og hóf sig til flugs, tár mín flæddu úr augum mínum.

Í klukkuturninum staldraði ég við í stutta stund, gékk svo hljóðlega niður tröppurnar þegar ég var komin nokkur skref frá turninum fékk ég þessa tilfinningu, eins og maður hafi gleymt einhverju og snéri við. Sál stúlkunnar féll aftur í arma mína, það var eins og á því augnabliki og ég hafi snúið við þá hafi hún ákveðið að detta í arma mína. Ég var þá fyrst vonsvikin út í engilinn, hann missti hana, gat ekki hlustað á mig.


En fyrst þessa sál þurfti að varðveita ákvað ég að ég skyldi ljúka verkinu. Ég breiddi út vængi mína og hóf mig til lofts. Ég sá það á augunum á sál hennar að hún væri hrædd, en ég sagði henni að óttast eigi staðinn sem við færum á.

Það er alltaf eins og að þegar lítið barn deyr, opnist allar dyr himnaríkis fyrir það eitt að varðveita svo tærar og hreinar sálir.

Ég hef aldrei áður stigið fæti inn í þvílíka dýrð.


Christiana