hér koma svo lokakaflarnir í þessari smásögu.


Þjófarnir
21. júlí 2006, kl. 14:02


Sá dökkhærði dettur hægt en samt svo hratt. Við erum ekki saman lengur. Nú liggur sá dökkhærði á gólfinu á kjallaranum og maðurinn, sem var með konuna á bakinu, sér okkur greinilega. Einsog í feluleik þegar einhver brýtur grein og allt fattast. Hann sér okkur greinalega. Nú starir hann á okkur einsog augu veiðimanns úr myrkrinu.

Á slíkan stað þorir sumarsólin sjálf ekki að banka að dyrum. Hér liggur dauðinn um allt herbergið og nýtur þess að sjúga að sér illskuna sem þessi stóri maður með konuna nærist á. Augu mannsins vefja allt herbergið með blóðþyrstri reiði sinni og hatri. Við vitum þetta auðvitað ekki en miðað við hvernig hann horfir á okkur og hvernig hann handlék konuna þá hlýtur hann að vera einhverskonar Satan í mannsmynd. Slíkt þekkir maður bara með eigin augum. Aðeins augu manns geta þekkt slík augu.

Þegar hann er búin að horfa hissa á þann dökkhærða í smá stund gengur maðurinn að honum og ætlar að fara að setja hendur sínar á hann. En þá gerist það, eitthvað en verra heldur en Satan eða dauðinn. Jú, það er nefnilega dauðinn sem stígur þarna út úr horninu, með luger í hönd sinni, og skítur þann dökkhærða í bringuna. Það er eins og hvellurinn rífi mig í sundur. Það er eins og það vanti á mig einn helming. Hann er dáinn. Sá dökkhærði er dáinn. Ég trúi þessu ekki. hann er dáinn. Ég get varla andað og stíg því fram úr felustaðnum. Mig svimar. Dauðinn með lugerinn, sem er reyndar bara einhver kall, horfir hissa á mig og manninn, sem var með konuna. Maðurinn, sem var með konuna, horfir hissa á mig og kallinn með lugerinn. Og síðast en ekki síst horfi ég hissa á kallin með lugerinn.

Allt er frosið, nema andlit okkar sem líta snögglega á hvorn annan, með skrýtnum svip. Allir eru frosnir. Það er frostmark þetta sumarið. Engin gerir neitt heldur er þetta bara hálfgert raunveruleikabíó þar sem engin gerir neitt nema bara að horfa eins og maður gerir vanalega í bíó. Það vantar einhvern til þess að stjórna, á svæðið. Einhvern með völd. það vantar guð. Ég er guð. Ég fatta það skyndilega að ég er einnig með byssu í hendinni. Og það var þessi bastarður sem skaut lífsförunaut minn. Ég miða byssunni minni hægt upp og horfi á hann einhverjum þeim geðveikislegustu augum sem ég hef nokkurn tíman haft. Held ég allavega. Ég skýt.

Hvellurinn í þetta skiptið er ekki einsog hann sé að rífa eitthvað heldur einsog hann sé að brjóta eitthvað. Hann braut þennan blessaða luger-mann. Jafnvel þótt líkami hans liggi þarna á gólfinu alblóðugur og heill, liggur sál hans um öll gólf í litlum molum, hér í þessum kjallara. Ekki furða að sál hans hafi brotnað, hann var nú einu sinni frosin.

Ég sný mér í átt að manninum, sem hafði verið með konuna á öxlinni, og í einhverskonar sjálfsviðbragði miða ég byssunni minni að honum. Ég fatta strax að ég hafði gert mistök með því að miða byssu að þessum ringlaða og stóra manni.


Raðmorðinginn
21. júlí 2006, kl. 14:04


þetta er án efa einhver sá einkennilegasti dagur sem ég hef upplifað. Þegar ég fór að ná mér í næsta fórnarlamb bjóst ég ekki við að þetta myndi bíða mín hérna heima: þrír drápsbrjálaðir menn á fullu að skjóta hvern annan og miðað við hvar byssan, þess eina sem enn stendur, er, þá lítur ekki út fyrir að ég muni lifa mikið lengur.

Hann stendur, sjálfur hálfskelkaður á svip, með haglabyssuna sína miðaða að maganum á mér. Ég held að ég ætti að gera eitthvað í málunum. Ég held ég ætti að segja eitthvað. Reyna að finna út hvað hann vill. En án þess að hugsa mjög mikið stekk ég á manninn og með heppni fyrir mig missir hann byssuna þvert yfir herbergið. Og nú liggur hann á jörðinni og ég ofan á honum. Einsog einhver afbrigðileg kynlífsstelling. Og nú er komin tími fyrir smá BDSM. Ég hika ekki við það að troða höndum mínum í kringum háls hans. Og svo strekki ég. Hann er ekki lengi að deyja. Allavega ekki lengur en flest öll önnur fórnarlömbin mín. Hehe. Þetta var meira að segja bara nokkuð skemmtileg tilbreyting í lífi mínu sem raðmorðingi. Fyrir utan að það var kannski einhver smá hávaði frá byssuskotunum sem gæti laðað löggur hingað. En öllum er sama hvað gerist á Atburðaási.

Ég stend upp, og er að hugsa um það hvernig ég á að koma svona mörgum líkum frá mér, þegar skyndilega finn ég fyrir nístandi snöggum verk í bakinu á mér. Hvellurinn segir allt. Einhver skaut mig. En hver? Sárþjáður sný ég mér hægt við og sé þar gamla konu með haglabyssu í hönd sinni. En sú skelfilega sjón. Það seinasta sem ég hugsa um er hvernig amma mín misnotaði mig. Svo dey ég.


Gamla konan.
21. júlí 2006, kl. 14:06


ég sleppi þungri byssunni og læt hana falla á hart og rykugt gólfið. Ég sest aftur á stólinn til þess að jafna mig. Þetta var undarlegt. Ég hef aldrei drepið mann. Ég hef ekki einu sinni skotið úr byssu áður.

Ég tek aftur upp byssuna og virði hana fyrir mér. Svart járnið læðist um putta mína og bíður þess að fá að þjóna tilgangi sínum. brúnt viðarhandfangið horfir á mig og biður mig að taka utan um sig. Ég geri það. Gikkurinn kemur út úr byssunni og vill að ég þreifi á henni. Einsog snípur. Ef hann væri ekki þá væru engir galdrar. Það væri ekkert gott við að eiga byssu ef það væri engin gikkur. Það væri ekkert gaman að stunda kynlíf ef það væri engin snípur. mig langar að gera það með byssunni. Mig langar að stunda líf með þessari byssu. Ekki kynlíf, heldur líf. Mig langar að eyða lífi með því að stunda líf með þessari byssu.

Ég sný stútnum á byssunni að hausnum á mér og toga svo í snípinn. Heilinn á mér slettist á veggina einsog sulta. Mig langar í sultu.

Endi
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…