Ég var að ganga framhjá bæjarsjoppunni.
“Oh, hvað hún Anna er mikill bjáni” hugsaði ég með mér og gekk niður gangstéttina. Snjórinn var farinn en samt var nístingskuldi og rok. Það var seint í febrúar.
Bílar skutust framhjá af og til, örugglega yfir hámarksharða.
Ég var útá miðri gangbraut þegar ég sá bílinn. Ég heyrði strax óhljóðin sem komu frá honum. Hann var rauður.

Ég rankaði við mér og mér fannst eins og ég væri á fljótandi skýi. Fyrst vissi ég ekki hvar ég var og undraðist þegar ég sá mömmu, pabba og litla bróðir minn áhyggjufull fyrir neðan mig. Ég var í alvöru á einhverskonar skýi.
Þau störuðu á máttvana líkama minn og eina hljóðið í herberginu hvíta, var takfast skerandi hljóð.

Ég öskraði á fjölskylduna mína en orðin hurfu inn í eilífðina og þau högguðust ekki. Allt var tilbreytingarlaust í litla hvíta herberginu í langan tíma þangað til að takfasta hljóðið fór að heyrast hraðar og oftar þangað til að það stöðvaðist alveg. Foreldrar mínir öskruðu og tárin runnu niður kinnar móður minnar. Hún leit hræðilega út augun grátbólgin og hárið komið í flóka.

Fljótlega kom hópur fólks í hvítum fötum og með snöggum hreyfingum reyndi að lífga mig við. En ekkert gerðist . Hjartað hætti að slá og litla hvíta herbergið hvarf .
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."