‘Hvar er ég…?’

‘Ég hef komið hingað áður held ég…’

,,HEY STRÁKAR, hvar erum við?”

,,Þegiðu við erum alveg að koma” er svarið .

,,Þið fóruð með mig hingað, ég vil vita afhverju.”

,,Þér að kenna að við þurfum að vera í þessu skítabæli” svaraði sá sami, djúpraddaði hávaxni maðurinn.

,,Mér að kenna? Bíðið!”

Þeir stöðvuðu og horfðu til baka.

,,Hvað meinið þið með því?”

,,Hringir skófla, sprengja og ljósastaur einhverjum bjöllum hjá þér”

Þeir gengu að honum, hann gekk hægt afturábak, reyndi þó að vera fljótari en þeir.

Svo tók hann á sprett og þeir fylgdu honum eftir, hann vissi afhverju þeir væru hér, þetta slys sem varð fyrir nokkrum árum, það var hér, fyrir utan Borganes í litlum kofa.

Þeir stöðvuðu og gengu aftur til baka.

Hann vissi ekkert afhverju en hann ætlaði að komast til Borganess áður en þeir náðu honum aftur.

Svo kom annar bíll. Út stigu tveir menn, báðir með riffil sem var mjög líklega notaður til að veiða fugla eða eitthvað því um líkt.

Hann stöðvaði og fór niður á fjóra fætur, og skreið útí myrkrið, þó lýstu bílarnir tveir, fyrir aftan og fyrir framan hann alveg upp en hann vonaðist til að þeir myndu samt ekki hitta hann, ef byssurnar voru ekki ætlaðar til að hræða hann.

,,Þú kemst ekkert…”

Hvellur – sársauki – Ótrúlegur sársauki, hann hafði aldrei fundið eins mikinn sársauka. Beint í lærið. Hann veinaði ótrúlega og bylti sér.

Svo aftur. Sama fót. Tvöfaldur sársauki. Hann hélt hann myndi deyja í næsta skoti.

En það varð ekkert næsta skot, bílarnir keyrðu í burtu og skyldu hann eftir. Hann gat ekkert labbað.

Hann var einn.

‘Finn ekki fyrir löppunum’

‘Verð samt að … komast…’

Hann öskraði á hjálp af öllum lífsins sálar kröftum nokkrum sinnum.

Þögn.

Hann veinaði.

Þögn.

Hann velti sér yfir á bakið.

Þögn.

Hreyfingarlaus.



Bæjarbúar vöknuðu við sírenuhljóð. Sjúkrabíll og þó nokkuð margir lögreglubílar með.

Kona steig út úr bílnum, gekk að lögreglumanninum sem var yfir þessu, í bili.

,,Hvað hefur gerst hér.”

,,Maður á þrítugsaldri, Karl Ísak Jónsson, tvö skot í hægri fót og fóru beint í gegn, gæti verið erfitt að finna því hann sýnist hafa gengið, skriðið, þó nokkra leið í burtu frá upphaflegum stað.”

,,Hver fann hann.”

,,Bóndi hérna á næsta bæ.”

,,Eitthvað meira?”

,,Já, tvennskonar hjólför eru hérna. Höfum ekki snert við neinu þó, bara líkinu og leituðum af skilríkjum, ekki er um rán að ræða þó.”



Aldrei að vita nema ég geri næsta kafla.